Skoða gjaldtöku á öllum bílastæðum HÍ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. desember 2022 18:25 Á myndinni sést skeifan, næst háskólanum, en þar hefur verið innheimt gjald fyrir bílastæði. Malarplanið, sem stendur fjær, hefur hins vegar staðið endurgjaldslaust til afnota. Vísir/Vilhelm Gjaldtaka á bílastæðum Háskóla Íslands er til skoðunar. Nemendur og starfsfólk hafa hingað til fengið að leggja endurgjaldslaust við skólann. Á nýju ári gæti það heyrt sögunni til. Hingað til hefur almennt aðeins verið rukkað í stæði í „skeifunni,“ sem eru stæðin sem standa við aðalbyggingu skólans, Háskólatorg og svo á bílaplani við Gimla. Skólinn hefur hins vegar yfir um 1.700 bílastæðum að ráða, til dæmis við Hótel sögu og Veröld, hús Vigdísar Finnbogadóttur. Kristinn Jóhannesson, sviðsstjóri framkvæmda- og tæknisviðs Háskólans, segir að málið verði væntanlega tekið fyrir í háskólaráði eftir áramót. Hugmyndin ekki „gróðrastarfsemi“ „Málið er að frí bílastæði eru hverfandi í kringum okkur. Reykjavíkurborg er að útvíkka gjaldskyld stæði og stefna að því að setja gjaldskyldu á Tjarnargötuna og Bjarkargötuna. Og svo eru Vísindagarðar búnir að setja gjaldskyldu á stæðin hjá sér og Landspítali er byrjaður að taka gjald fyrir bílastæði þar.“ Þessi þróun ýti bifreiðaeigendum, sem ekki ganga erinda í háskólanum, inn á bílastæði skólans. „Og til þess að sporna við því þá er hugmyndin ýmist að taka gjald – þó er hugmyndin ekki sú að þetta verði einhver gróðastarfsemi, heldur til að geta stýrt flæðinu inn á svæðið. En hin hugmyndin er líka sú að hreinlega loka stæðunum og bara þeir sem eiga erindi, starfsmenn og nemendur og gestir hafi aðgang. Og aðrir þurfa að greiða,“ segir Kristinn. Hann segir að það hafi verið gert í Öskju, húsi skólans sem stendur við Grósku, vegna mikillar aðsóknar í kjölfar uppbyggingar á svæðinu. Til greina gæti komið að setja upp „lokunarpósta“ við bílastæði háskólans og veita starfsmönnum og nemendum aðgang. Líklegra verði þó að gjaldtaka á bílastæðunum komi til álita. Háskólar Bílastæði Samgöngur Reykjavík Hagsmunir stúdenta Skóla - og menntamál Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira
Hingað til hefur almennt aðeins verið rukkað í stæði í „skeifunni,“ sem eru stæðin sem standa við aðalbyggingu skólans, Háskólatorg og svo á bílaplani við Gimla. Skólinn hefur hins vegar yfir um 1.700 bílastæðum að ráða, til dæmis við Hótel sögu og Veröld, hús Vigdísar Finnbogadóttur. Kristinn Jóhannesson, sviðsstjóri framkvæmda- og tæknisviðs Háskólans, segir að málið verði væntanlega tekið fyrir í háskólaráði eftir áramót. Hugmyndin ekki „gróðrastarfsemi“ „Málið er að frí bílastæði eru hverfandi í kringum okkur. Reykjavíkurborg er að útvíkka gjaldskyld stæði og stefna að því að setja gjaldskyldu á Tjarnargötuna og Bjarkargötuna. Og svo eru Vísindagarðar búnir að setja gjaldskyldu á stæðin hjá sér og Landspítali er byrjaður að taka gjald fyrir bílastæði þar.“ Þessi þróun ýti bifreiðaeigendum, sem ekki ganga erinda í háskólanum, inn á bílastæði skólans. „Og til þess að sporna við því þá er hugmyndin ýmist að taka gjald – þó er hugmyndin ekki sú að þetta verði einhver gróðastarfsemi, heldur til að geta stýrt flæðinu inn á svæðið. En hin hugmyndin er líka sú að hreinlega loka stæðunum og bara þeir sem eiga erindi, starfsmenn og nemendur og gestir hafi aðgang. Og aðrir þurfa að greiða,“ segir Kristinn. Hann segir að það hafi verið gert í Öskju, húsi skólans sem stendur við Grósku, vegna mikillar aðsóknar í kjölfar uppbyggingar á svæðinu. Til greina gæti komið að setja upp „lokunarpósta“ við bílastæði háskólans og veita starfsmönnum og nemendum aðgang. Líklegra verði þó að gjaldtaka á bílastæðunum komi til álita.
Háskólar Bílastæði Samgöngur Reykjavík Hagsmunir stúdenta Skóla - og menntamál Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira