Erla fagnar sáttum 46 árum eftir varðhaldið langa Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. desember 2022 14:39 Erla Bolladóttir Vísir/Vilhelm Erla Bolladóttir segir táknrænt að ná sáttum við íslenska ríkið í dag. Nákvæmlega 46 ár eru síðan hún var látin laus úr gæsluvarðhaldi. „Þann 22. desember fyrir 46 árum var ég látin laus úr gæsluvarðhaldi og núna er verið að láta mig lausa úr þessu máli,“ segir Erla í samtali við fréttastofu. Líkt og greint var frá í dag hefur íslenska ríkið gert samkomulag við Erlu vegna gæsluvarðhalds sem hún sætti í tengslum við hvarf Guðmundar og Geirfinns. Erla fær 32 milljónir króna í miskabætur vegna 232 daga gæsluvarðhalds. Samkvæmt samkomulaginu greiðir íslenska ríkið Erlu Bolladóttur miskabætur fyrir gæsluvarðhaldið á sama grundvelli og sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, sem síðar voru sýknaðir, voru dæmdar í Landsrétti, að því er segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Erla segist hafa frétt af samkomulaginu í dag, líkt og flestir. „Ég er enn svolítið dofin. Þetta er mikill og stór áfangi,“ segir Erla, sem lítur svo á að málinu sé nú formlega lokið. Í yfirlýsingu forsætisráðherra biður Katrín Jakobsdóttir Erlu einnig afsökunar á þeirri meðferð sem hún mátti þola og afleiðingum hennar. Yfirlýsing Katrínar var hluti samkomulagsins. Samkomulagið við Erlu Bolladóttur tekur eingöngu til gæsluvarðhalds vegna rannsóknar á hvarfi Geirfinns Einarssonar og nær ekki til dóms vegna rangra sakargifta enda stendur hann óhaggaður. Þann fjórtánda september síðastliðinn hafnaði Endurupptökudómur endurupptökubeiðni Erlu. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Sjá meira
„Þann 22. desember fyrir 46 árum var ég látin laus úr gæsluvarðhaldi og núna er verið að láta mig lausa úr þessu máli,“ segir Erla í samtali við fréttastofu. Líkt og greint var frá í dag hefur íslenska ríkið gert samkomulag við Erlu vegna gæsluvarðhalds sem hún sætti í tengslum við hvarf Guðmundar og Geirfinns. Erla fær 32 milljónir króna í miskabætur vegna 232 daga gæsluvarðhalds. Samkvæmt samkomulaginu greiðir íslenska ríkið Erlu Bolladóttur miskabætur fyrir gæsluvarðhaldið á sama grundvelli og sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, sem síðar voru sýknaðir, voru dæmdar í Landsrétti, að því er segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Erla segist hafa frétt af samkomulaginu í dag, líkt og flestir. „Ég er enn svolítið dofin. Þetta er mikill og stór áfangi,“ segir Erla, sem lítur svo á að málinu sé nú formlega lokið. Í yfirlýsingu forsætisráðherra biður Katrín Jakobsdóttir Erlu einnig afsökunar á þeirri meðferð sem hún mátti þola og afleiðingum hennar. Yfirlýsing Katrínar var hluti samkomulagsins. Samkomulagið við Erlu Bolladóttur tekur eingöngu til gæsluvarðhalds vegna rannsóknar á hvarfi Geirfinns Einarssonar og nær ekki til dóms vegna rangra sakargifta enda stendur hann óhaggaður. Þann fjórtánda september síðastliðinn hafnaði Endurupptökudómur endurupptökubeiðni Erlu.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Sjá meira
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent