Sport

NFL goðsögn lést nokkrum dögum áður en það átti að heiðra hann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Franco Harris var einn af stóru leikmönnunum í sögu hin sigursæla Pittsburgh Steelers liði á áttunda áratugnum.
Franco Harris var einn af stóru leikmönnunum í sögu hin sigursæla Pittsburgh Steelers liði á áttunda áratugnum. Getty/George Gojkovich

NFL-deildin og fólk tengt henni hafa minnst hlauparans frábæra Franco Harris sem féll frá í vikunni.

Harris á sæti í heiðurshöll ameríska fótboltans og um helgina voru liðin fimmtíu ár frá hans frægustu stund.

Harris skoraði eftirminnilegt snertimark sem færði Pittsburgh Steelers sigur á Oakland Raiders í úrslitakeppninni 1972.Harris átti ekki að fá sendinguna upphaflega en var réttur maður á réttum stað og náði boltanum áður en hann fór í jörðina og hljóp með hann í markið.

Þetta atvik var valið það magnaðasta í sögu NFL-deildarinnar og á morgun Þorláksmessu voru liðin fimmtíu ár frá þessum leik.

Harris átti að vera heiðraður um helgina og Pittsburgh Steelers ætlaði við sama tækifæri að setja treyju hans upp í rjáfur. Steelers er að fara að mæta Las Vegas Raiders á Aðfangadag.

Harris var 72 ára gamall en hann átti eftir að vinna fjóra titla með Pittsburgh Steelers liðinu frá 1975 til 1980.

Við höfum misst ótrúlegan fótboltamann og einn af mestu herramönnum sem þú áttir möguleika á að hitta, sagði Jim Porter, forseti Frægðarhallarinnar.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×