Innlent

Reykja­nes­brautin enn lokuð og fjar­lægja þarf marga bíla

Atli Ísleifsson skrifar
Víða á Suðvesturlandi eru vegir lokaðir vegna veðurs – hvass vinds og skafrennings.
Víða á Suðvesturlandi eru vegir lokaðir vegna veðurs – hvass vinds og skafrennings. Aðsend

Reykjanesbraut er enn lokuð vegna mjög slæmra akstursskilyrða. Mikið er af bílum sem þarf að fjarlægja.

Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Þar segir að víða á Suðvesturlandi séu vegir lokaðir vegna veðurs – hvass vinds og skafrennings.

Hellisheiði og Þrengsli eru opin en vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát þar sem sums staðar geti verið blint vegna skafrennings.

Grindavíkurvegur er enn lokaður og er stöðugt verið að meta aðstæður.

Lokað er á Öxnadalsheiði, Þverárfjalli og Víkurskarði. Snjóþekja er í Húnavatnssýslu. Þæfingur er á Siglufjarðarvegi og við Ólafsfjarðarmúla. Skafrenningur og éljagangur er mjög víða og hvasst.

Lokað eða ófært er víða á Norðausturlandi á vegum. Slæm veðurspá er fyrir morgundaginn og óvíst er með mokstur framan af degi.

Lokað er á Fjarðarheiði og Fagradal en ófært um Vatnsskarð eystra. Þæfingur er á Breiðdalsheiði en þungfært á Öxi. Mjög hvasst er með ströndinni og hálka eða hálkublettir. Víða hafa sést hreindýr við vegi á Austurlandi.

Búið er að loka veginum við Kirkjubæjarklaustur og austur að Jökulsárlóni. Lokunin gæti varað fram á þriðjudagsmorgun í það minnsta. Ófært er frá Vík að Kirkjubæjarklaustri.

Búið er að loka veginum frá Markarfljóti austur að Vík. Allar helstu leiðir eru ófærar eða lokaðar. Ekkert ferðaveður er og ætti fólk ekki að vera reyna að ferðast á milli staða. Ófært er austan við vík.


Tengdar fréttir

Enn miklar raskanir á flugi til og frá landinu

Miklar raskanir eru enn á flugi til og frá landinu. Nú þegar hefur þrjátíu og sex komum flugvéla hingað til lands verið aflýst en aðrar eru enn áætlaðar þrátt fyrir seinkanir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×