Fjölmargir Tene-farar sársvekktir og í óvissu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. desember 2022 10:52 Séð yfir strönd á Tenerife þar sem margur Íslendingurinn hugðist sóla sig yfir hátíðarnar. Getty Images Nokkur hundruð Íslendingar reiknuðu með að vera þessa stundina í háloftunum á leið í sól og sumaryl á Tenerife. Óvíst er hvenær hægt verður að fljúga. Á vef Keflavíkurflugvallar má sjá að mjög misjafnt er hvernig flugfélögin sjá daginn fyrir sér hvað varðar óvissu með flug. Flugi Icelandair til Tenerife klukkan 08:40 í morgun hefur verið aflýst. Flug Neos til Las Palmas klukkan 09 í morgun er enn á áætlun, klukkan 11. Flug Play til Tenerife sem var áætlað klukkan 09 í morgun er nú sett á 14:30. Icelandair hefur aflýst báðum flugferðum sínum sem fyrirhugaðar voru klukkan 09 í morgun. Einhverjir Tene-farar bíða því eftir nánari upplýsingum og vonast eflaust til að komast utan. Ferðalangar með Icelandair vita að ekkert verður af brottför hjá þeim í dag. Í tilkynningu frá Isavia, sem send var út í gærkvöldi, sagði að röskun gæti orðið á flugi til og frá vellinum til morgundagsins. Voru farþegar hvattir til að fylgjast með upplýsingum um flugtíma á vef Isavia eða hjá viðkomandi flugfélögum. Svona var staðan á vef Keflavíkurflugvelli á ellefta tímanum í dag. Viðmælandi Vísis sem var á leiðinni í sólina með fjölskyldunni í morgun kynnti sér upplýsingarnar á vefnum í morgun. Flugið var á áætlun svo hann dreif sig út á Reykjanesbraut. Reyndar komst hann bara áleiðis að álverinu enda var svo til ófært um Reykjanesbrautina. Vegagerðin greip til þess ráðs að láta plóg aka á undan hóp bíla fram og til baka frá höfuðborgarsvæðinu til Reykjanesbrautar. Um fimmtíu bílar voru fluttir í einu og komst viðmælandi Vísis til flugvallarins í tæka tíð til að ná fluginu í sólina. Nema þá var búið að aflýsa flugferðinni sem var með Icelandair. Því var ekkert annað en að fara aftur út í bíl og aka sem leið lá, á eftir ruðningstæki Vegagerðarinnar, aftur til borgarinnar. Þangað komst hann svo aftur á ellefta tímnanum. Ekki voru allir svo heppnir. Um tíuleytið var allri umferð lokað á Reykjanesbraut. Rauði krossinn hefur opnað fjöldahjálparstöð í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ. Þangað geta allir leitað sem hafa ekki í nein hús að venda eða hafa orðið veðurtepptir. Uppfært klukkan 12:00 Play hefur nú einnig aflýst flugferð sinni til Tenerife. Neos áætlar enn brottför klukkan 14 samkvæmt vef Isavia. Ætlaðirðu til Tenerife í morgun og veist ekki í hvorn fótinn þú átt að stíga? Sendu okkur þína sögu á ritstjorn@visir.is eða símanúmer svo við getum heyrt í þér. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Play Icelandair Samgöngur Kanaríeyjar Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir „Það er alltaf bók á leiðinni“ Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira
Flugi Icelandair til Tenerife klukkan 08:40 í morgun hefur verið aflýst. Flug Neos til Las Palmas klukkan 09 í morgun er enn á áætlun, klukkan 11. Flug Play til Tenerife sem var áætlað klukkan 09 í morgun er nú sett á 14:30. Icelandair hefur aflýst báðum flugferðum sínum sem fyrirhugaðar voru klukkan 09 í morgun. Einhverjir Tene-farar bíða því eftir nánari upplýsingum og vonast eflaust til að komast utan. Ferðalangar með Icelandair vita að ekkert verður af brottför hjá þeim í dag. Í tilkynningu frá Isavia, sem send var út í gærkvöldi, sagði að röskun gæti orðið á flugi til og frá vellinum til morgundagsins. Voru farþegar hvattir til að fylgjast með upplýsingum um flugtíma á vef Isavia eða hjá viðkomandi flugfélögum. Svona var staðan á vef Keflavíkurflugvelli á ellefta tímanum í dag. Viðmælandi Vísis sem var á leiðinni í sólina með fjölskyldunni í morgun kynnti sér upplýsingarnar á vefnum í morgun. Flugið var á áætlun svo hann dreif sig út á Reykjanesbraut. Reyndar komst hann bara áleiðis að álverinu enda var svo til ófært um Reykjanesbrautina. Vegagerðin greip til þess ráðs að láta plóg aka á undan hóp bíla fram og til baka frá höfuðborgarsvæðinu til Reykjanesbrautar. Um fimmtíu bílar voru fluttir í einu og komst viðmælandi Vísis til flugvallarins í tæka tíð til að ná fluginu í sólina. Nema þá var búið að aflýsa flugferðinni sem var með Icelandair. Því var ekkert annað en að fara aftur út í bíl og aka sem leið lá, á eftir ruðningstæki Vegagerðarinnar, aftur til borgarinnar. Þangað komst hann svo aftur á ellefta tímnanum. Ekki voru allir svo heppnir. Um tíuleytið var allri umferð lokað á Reykjanesbraut. Rauði krossinn hefur opnað fjöldahjálparstöð í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ. Þangað geta allir leitað sem hafa ekki í nein hús að venda eða hafa orðið veðurtepptir. Uppfært klukkan 12:00 Play hefur nú einnig aflýst flugferð sinni til Tenerife. Neos áætlar enn brottför klukkan 14 samkvæmt vef Isavia. Ætlaðirðu til Tenerife í morgun og veist ekki í hvorn fótinn þú átt að stíga? Sendu okkur þína sögu á ritstjorn@visir.is eða símanúmer svo við getum heyrt í þér.
Ætlaðirðu til Tenerife í morgun og veist ekki í hvorn fótinn þú átt að stíga? Sendu okkur þína sögu á ritstjorn@visir.is eða símanúmer svo við getum heyrt í þér.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Play Icelandair Samgöngur Kanaríeyjar Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir „Það er alltaf bók á leiðinni“ Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira