Björgunarsveitarfólk á síðustu dropunum og bíður hvíldar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. desember 2022 11:52 Björgunarsveitir hafa verið að alla helgina og bíða þess með eftirvæntingu að veðrið gangi yfir. Landsbjörg Aftakaveður er á sunnanverðu landinu og gular og appelsíngular veðurviðvaranir í gildi víðast hvar. Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúst og bíða í ofvæni eftir því að fá hvíld eftir langa helgi. Appelsínugul viðvörun tók gildi á Suðausturlandi klukkan sjö í morgun og er í gildi þar til í fyrramálið þegar gul viðvörun tekur við. Samkvæmt veðurstofunni er þar ofsaveður, vindur á bilinu 23 til 30 metrar á sekúndu en vindhviður allt að fimmtíu metrum taldar líklegar. Lítið hefur verið um að vera hjá björgunarsveitum austast en nokkuð á Suðurlandi. „Það kom ekki hvellur fyrr en um níuleytið þannig að þá fór að koma í ljós að það væri trúlega eitthvað af bílum fastir hér og þar. Við erum með bíla hérna út um allt að reyna að losa í kring um Eyrarbakka, Selfoss og Þingvelli. Þannig að það er nóg að gera,“ segir Ægir Guðjónsson, björgunarsveitarmaður í Árnessýslu. „Það er ansi hvasst og blint og töluverð ófærð. Að mestu leyti er fólk að halda sig heima en einhverjir fóru af stað í morgun og komust þá að því að þeir komust hvorki land né strönd.“ Áttatíu verkefni á Suðurnesjum frá miðnætti Á Austfjörðum, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og miðhálendinu eru gular viðvaranir í gildi vegna norðaustan storms. Búast má við éljagangi og skafrenningi og því ekkert ferðaveður. Öllum aðalleiðum á suðvesturhorni landsins, á Vesturlandi, Vestfjörðum og sunnan Vatnajökuls hefur verið lokað. Flest verkefni hjá björgunarsveitum hafa verið á Suðurnesjum í dag, rétt eins og um helgina. Fylgdarakstur hefur verið reyndur á Reykjanesbraut í morgun en gengið brösulega og búið er að opna fjöldahjálparstöð í Reykjanesbæ. Björgunarsveitir hafa verið að alla helgina. Landsbjörg Um áttatíu verkefni hafa komið á borð björgunarsveita á Suðurnesjum í morgun og björgunarsveitin Ægir í Garði var kölluð út rétt fyrir klukkan tvö í fyrsta verkefnið, við að losa bíla og halda sinni stofnæð opinni. Um fjögur í morgun var björgunarsveitin Suðurnes kölluð út og hefur verið að síðan. „Þá lokuðum við Reykjanesbrautinni og fljótlega upp úr því, þegar fólk fór á stjá þá hrúguðust inn verkefnin og við erum bara búin að vera að ýta moka og draga allan morgun. Við erum enn að og sjáum ekki fyrir endann á því strax,“ segir Haraldur Haraldsson, formaður björgunarsveitarinnar Suðurnes. Fólk sé heima þegar kortið líkist björgunarsveitargallanum Síðan hafi umferðin aðeins róast og greinilegt að fólk taki mark á viðvörunum viðbragðsaðila, sem sé kærkomið. „Umferðin hefur minnkað, sem er mjög jákvætt fyrir okkur,“ segir Haraldur. „Þetta er búin að vera alveg ofboðslega löng helgi fyrir okkur. Við erum með mannskap sem er á síðustu metrunum í orkunni og hvíldin verður kærkomin þegar þessi hvellur verður búinn.“ Hann biðlar til fólks að halda sig heima. „Það er ekkert ferðaveður. Reykjanesskaginn er bara rauður og það er gott að muna það að þegar veðurspárnar og -kortin líta út eins og björgunarsveitargallarnir þá er bara gott að vera heima.“ Veður Björgunarsveitir Tengdar fréttir Fjölmargir Tene-farar sársvekktir og í óvissu Nokkur hundruð Íslendingar reiknuðu með að vera þessa stundina í háloftunum á leið í sól og sumaryl á Tenerife. Óvíst er hvenær hægt verður að fljúga. Á vef Keflavíkurflugvallar má sjá að mjög misjafnt er hvernig flugfélögin sjá daginn fyrir sér hvað varðar óvissu með flug. 19. desember 2022 10:52 Ekki viss um að heimilislausir hafi ekki vitað af opnun skýla Aldrei kom annað til greina en að halda neyðarskýlum borgarinnar fyrir heimilislausa opnum í óveðri sem gerði um helgina, að sögn formanns borgarráðs. Hann segir leitt ef upplýsingar um opnunartíma skýlanna hafi ekki komist til skila en efast um að heimlislausir hafi ekki vitað af honum. 19. desember 2022 10:15 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Erlent Fleiri fréttir Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Sjá meira
Appelsínugul viðvörun tók gildi á Suðausturlandi klukkan sjö í morgun og er í gildi þar til í fyrramálið þegar gul viðvörun tekur við. Samkvæmt veðurstofunni er þar ofsaveður, vindur á bilinu 23 til 30 metrar á sekúndu en vindhviður allt að fimmtíu metrum taldar líklegar. Lítið hefur verið um að vera hjá björgunarsveitum austast en nokkuð á Suðurlandi. „Það kom ekki hvellur fyrr en um níuleytið þannig að þá fór að koma í ljós að það væri trúlega eitthvað af bílum fastir hér og þar. Við erum með bíla hérna út um allt að reyna að losa í kring um Eyrarbakka, Selfoss og Þingvelli. Þannig að það er nóg að gera,“ segir Ægir Guðjónsson, björgunarsveitarmaður í Árnessýslu. „Það er ansi hvasst og blint og töluverð ófærð. Að mestu leyti er fólk að halda sig heima en einhverjir fóru af stað í morgun og komust þá að því að þeir komust hvorki land né strönd.“ Áttatíu verkefni á Suðurnesjum frá miðnætti Á Austfjörðum, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og miðhálendinu eru gular viðvaranir í gildi vegna norðaustan storms. Búast má við éljagangi og skafrenningi og því ekkert ferðaveður. Öllum aðalleiðum á suðvesturhorni landsins, á Vesturlandi, Vestfjörðum og sunnan Vatnajökuls hefur verið lokað. Flest verkefni hjá björgunarsveitum hafa verið á Suðurnesjum í dag, rétt eins og um helgina. Fylgdarakstur hefur verið reyndur á Reykjanesbraut í morgun en gengið brösulega og búið er að opna fjöldahjálparstöð í Reykjanesbæ. Björgunarsveitir hafa verið að alla helgina. Landsbjörg Um áttatíu verkefni hafa komið á borð björgunarsveita á Suðurnesjum í morgun og björgunarsveitin Ægir í Garði var kölluð út rétt fyrir klukkan tvö í fyrsta verkefnið, við að losa bíla og halda sinni stofnæð opinni. Um fjögur í morgun var björgunarsveitin Suðurnes kölluð út og hefur verið að síðan. „Þá lokuðum við Reykjanesbrautinni og fljótlega upp úr því, þegar fólk fór á stjá þá hrúguðust inn verkefnin og við erum bara búin að vera að ýta moka og draga allan morgun. Við erum enn að og sjáum ekki fyrir endann á því strax,“ segir Haraldur Haraldsson, formaður björgunarsveitarinnar Suðurnes. Fólk sé heima þegar kortið líkist björgunarsveitargallanum Síðan hafi umferðin aðeins róast og greinilegt að fólk taki mark á viðvörunum viðbragðsaðila, sem sé kærkomið. „Umferðin hefur minnkað, sem er mjög jákvætt fyrir okkur,“ segir Haraldur. „Þetta er búin að vera alveg ofboðslega löng helgi fyrir okkur. Við erum með mannskap sem er á síðustu metrunum í orkunni og hvíldin verður kærkomin þegar þessi hvellur verður búinn.“ Hann biðlar til fólks að halda sig heima. „Það er ekkert ferðaveður. Reykjanesskaginn er bara rauður og það er gott að muna það að þegar veðurspárnar og -kortin líta út eins og björgunarsveitargallarnir þá er bara gott að vera heima.“
Veður Björgunarsveitir Tengdar fréttir Fjölmargir Tene-farar sársvekktir og í óvissu Nokkur hundruð Íslendingar reiknuðu með að vera þessa stundina í háloftunum á leið í sól og sumaryl á Tenerife. Óvíst er hvenær hægt verður að fljúga. Á vef Keflavíkurflugvallar má sjá að mjög misjafnt er hvernig flugfélögin sjá daginn fyrir sér hvað varðar óvissu með flug. 19. desember 2022 10:52 Ekki viss um að heimilislausir hafi ekki vitað af opnun skýla Aldrei kom annað til greina en að halda neyðarskýlum borgarinnar fyrir heimilislausa opnum í óveðri sem gerði um helgina, að sögn formanns borgarráðs. Hann segir leitt ef upplýsingar um opnunartíma skýlanna hafi ekki komist til skila en efast um að heimlislausir hafi ekki vitað af honum. 19. desember 2022 10:15 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Erlent Fleiri fréttir Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Sjá meira
Fjölmargir Tene-farar sársvekktir og í óvissu Nokkur hundruð Íslendingar reiknuðu með að vera þessa stundina í háloftunum á leið í sól og sumaryl á Tenerife. Óvíst er hvenær hægt verður að fljúga. Á vef Keflavíkurflugvallar má sjá að mjög misjafnt er hvernig flugfélögin sjá daginn fyrir sér hvað varðar óvissu með flug. 19. desember 2022 10:52
Ekki viss um að heimilislausir hafi ekki vitað af opnun skýla Aldrei kom annað til greina en að halda neyðarskýlum borgarinnar fyrir heimilislausa opnum í óveðri sem gerði um helgina, að sögn formanns borgarráðs. Hann segir leitt ef upplýsingar um opnunartíma skýlanna hafi ekki komist til skila en efast um að heimlislausir hafi ekki vitað af honum. 19. desember 2022 10:15