Ferðamenn streyma í Bláa lónið en Grindavíkurvegur lokaður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. desember 2022 12:34 Bláa lónið er fallegt á vetrardegi sem sumardegi. Í dag er hins vegar ófært í Bláa lónið. Vísir/Vilhelm Lögregla og björgunarsveitarfólk á Suðurnesjum hefur ekki undan við að vísa ferðamönnum frá Grindavíkurvegi sem nú er lokaður vegna ófærðar. Lögregla hvetur fólk til að vera ekki á ferð á Suðurnesjum að ástæðulausu. Um fjörutíu bílar eru fastir í ófærðinni á Grindavíkurvegi. Ásmundur Rúnar Gylfason aðstoðaryfirlögregluþjónn vill árétta að vegurinn sé lokaður. „Fólk streymir hingað að og ætlar að skella sér í Bláa lónið,“ segir Ásmundur Rúnar. Hann biðlar til fólks að halda kyrru heima fyrir. „Færðin er almennt þung á Suðurnesjum. Við beinum til fólks að vera ekki á ferli að nauðsynjalausu,“ segir Ásmundur Rúnar. Veðrið hafi ekki komið aftan að fólki á Suðurnesjum en ferðamenn virðast margir hverjir halda sínum plönum, óháð veðri. Margir hverjir ekki meðvitaðir um lokun Grindavíkurvegar. „Fjölmargir ferðamenn eru með einhver plön og það er stöðugur straumur af fólki á leiðinni í Bláa lónið. Það er bara búið að ákveða að það verði að fara í Bláa lónið.“ Grindavíkurvegur er lokaður frá Reykjanesbraut þar sem lögregla og björgunarsveitir standa vaktina. „Fólk streymir enn að. Það veldur erfiðleikum að þurfa að vísa fólki frá.“ Lögreglan sendi frá sér tilkynningu vegna færðarinnar Lögreglan á Suðurnesjum vill koma því á framfæri við ökumenn að Grindavíkurvegur er lokaður þessa stundina vegna ófærðar. Töluverður fjöldi ökutækja er þar fastur í ófærð og eru viðbragðsaðilar að vinna á vettvangi við að aðstoða ökumenn. Almennt um færð á vegum er það að frétta að þungfært er víða á Suðurnesjum og fólk beðið að vera ekki á ferðinni að óþörfu. Að lokum hvetur lögreglan fólk með að fylgjast með veðurspám og uppfærðum upplýsingum á vef Vegagerðarinnar. Bláa lónið Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Grindavík Tengdar fréttir Björgunarsveitir frá öllu Suðvesturhorninu við störf Mikið fannfergi hefur leikið landann grátt síðastliðinn sólarhring og hefur mörgum helstu vegum á Suðurlandi verið lokað. Hátt í hundrað björgunarsveitarmenn eru við störf á Suðvesturhorninu. 17. desember 2022 12:01 Þrjátíu bílar fastir á Grindavíkurvegi Verið er að kalla út allar björgunarsveitir á Suðurnesjum og ræsa þar aðgerðarstjórn vegna þrjátíu bíla sem fastir eru á Grindavíkurvegi. 17. desember 2022 11:29 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Sjá meira
Um fjörutíu bílar eru fastir í ófærðinni á Grindavíkurvegi. Ásmundur Rúnar Gylfason aðstoðaryfirlögregluþjónn vill árétta að vegurinn sé lokaður. „Fólk streymir hingað að og ætlar að skella sér í Bláa lónið,“ segir Ásmundur Rúnar. Hann biðlar til fólks að halda kyrru heima fyrir. „Færðin er almennt þung á Suðurnesjum. Við beinum til fólks að vera ekki á ferli að nauðsynjalausu,“ segir Ásmundur Rúnar. Veðrið hafi ekki komið aftan að fólki á Suðurnesjum en ferðamenn virðast margir hverjir halda sínum plönum, óháð veðri. Margir hverjir ekki meðvitaðir um lokun Grindavíkurvegar. „Fjölmargir ferðamenn eru með einhver plön og það er stöðugur straumur af fólki á leiðinni í Bláa lónið. Það er bara búið að ákveða að það verði að fara í Bláa lónið.“ Grindavíkurvegur er lokaður frá Reykjanesbraut þar sem lögregla og björgunarsveitir standa vaktina. „Fólk streymir enn að. Það veldur erfiðleikum að þurfa að vísa fólki frá.“ Lögreglan sendi frá sér tilkynningu vegna færðarinnar Lögreglan á Suðurnesjum vill koma því á framfæri við ökumenn að Grindavíkurvegur er lokaður þessa stundina vegna ófærðar. Töluverður fjöldi ökutækja er þar fastur í ófærð og eru viðbragðsaðilar að vinna á vettvangi við að aðstoða ökumenn. Almennt um færð á vegum er það að frétta að þungfært er víða á Suðurnesjum og fólk beðið að vera ekki á ferðinni að óþörfu. Að lokum hvetur lögreglan fólk með að fylgjast með veðurspám og uppfærðum upplýsingum á vef Vegagerðarinnar.
Bláa lónið Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Grindavík Tengdar fréttir Björgunarsveitir frá öllu Suðvesturhorninu við störf Mikið fannfergi hefur leikið landann grátt síðastliðinn sólarhring og hefur mörgum helstu vegum á Suðurlandi verið lokað. Hátt í hundrað björgunarsveitarmenn eru við störf á Suðvesturhorninu. 17. desember 2022 12:01 Þrjátíu bílar fastir á Grindavíkurvegi Verið er að kalla út allar björgunarsveitir á Suðurnesjum og ræsa þar aðgerðarstjórn vegna þrjátíu bíla sem fastir eru á Grindavíkurvegi. 17. desember 2022 11:29 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Sjá meira
Björgunarsveitir frá öllu Suðvesturhorninu við störf Mikið fannfergi hefur leikið landann grátt síðastliðinn sólarhring og hefur mörgum helstu vegum á Suðurlandi verið lokað. Hátt í hundrað björgunarsveitarmenn eru við störf á Suðvesturhorninu. 17. desember 2022 12:01
Þrjátíu bílar fastir á Grindavíkurvegi Verið er að kalla út allar björgunarsveitir á Suðurnesjum og ræsa þar aðgerðarstjórn vegna þrjátíu bíla sem fastir eru á Grindavíkurvegi. 17. desember 2022 11:29