Innlent

Þrjátíu bílar fastir á Grindavíkurvegi

Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar
Þeir vegir sem eru rauðir eru lokaðir. Má þar nefna Hellisheiði, Þrengsli, Mosfellsheiði og Grindavíkurveg.
Þeir vegir sem eru rauðir eru lokaðir. Má þar nefna Hellisheiði, Þrengsli, Mosfellsheiði og Grindavíkurveg. Vegagerðin

Verið er að kalla út allar björgunarsveitir á Suðurnesjum og ræsa þar aðgerðarstjórn vegna þrjátíu bíla sem fastir eru á Grindavíkurvegi.

Þetta staðfestir Jón Þór Víglundsson fjölmiðlafulltrúi Landsbjargar í samtali við Vísi.

Samgöngur eru enn úr skorðum víða á Suðurlandi og gul viðvörun er í gildi. Lokað er um Hellisheiði, Þrengsli og Krýsuvíkurveg og þá er ófært er um Mosfellsheiði og Kjósarskarð.

Fréttin verður uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×