Innlent

Búið að loka fyrir umferð um Hellisheiði og Þrengsli

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá lokuninni sunnan Hellisheiðar við Hveragerði.
Frá lokuninni sunnan Hellisheiðar við Hveragerði. Vísir/Vilhelm

Lokað hefur verið fyrir umferð um Hellisheiði, Sandskeið og Þrengsli vegna veðurs. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar.

Gul veðurviðvörun tók gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa og Breiðafirði klukkan 21.

Sölvi Rafn Rafnsson, aðalvarðstjóri á Suðurnesjum, lýsti veðrinu á Suðurnesjum sem vitlausu fyrr í kvöld.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×