Ragnar Þór boðar birtingu hryllingssagna leigjenda Jakob Bjarnar skrifar 16. desember 2022 12:19 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hefur skorið upp herör gegn leigufélaginu Ölmu og boðar birtingu sláandi sagna leigjenda af samskiptum við félagið sem Ragnar Þór segir okra og fara með staðlausa stafi til að breiða yfir vafasamt framferði sitt. vísir/vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir fyrirliggjandi sláandi sögur af samskiptum leigjenda Ölmu. Hann segir að til standi að birta þessar sögur. Ragnar Þór hefur á undanförnum dögum þjarmað að leigufélaginu Ölmu sem hefur verið í deiglunni undanfarna daga eftir að það komst í sviðsljósið eftir að greint var frá því í síðustu viku að Alma hafi hækkað leigu hjá öryrkja um þrjátíu prósent. Segir fullyrðingar framkvæmdastjóra Ölmu engu vatni halda „Ég vil þakka frábærar viðtökur við fyrri póstum mínum um stöðu fólks á leigumarkaði og þá sérstaklega málefni tengd Ölmu,“ segir Ragnar Þór í pistli sem hann birti á Facebook-síðu sinni nú fyrir stundu. Þar greinir Ragnar frá því að hann hafi kallað eftir dæmum í umræðuhópi leigjenda til að kanna hvort fullyrðingar stjórnarformanns Ölmu, þess efnis að 30 prósenta hækkun í tilteknu dæmi væri undantekning eða einsdæmi. Og hvort það kæmi til vegna undirverðlagningar í miðbænum vegna Covid. Þá vill Ragnar Þór einnig fara í saumana á því hvort sú fullyrðing stæðist um að eingöngu væri verið að aðlaga leiguverð að markaðsvirði, svo fátt eitt sé nefnt. Sláandi sögur leigjenda Ölmu „Það stóð ekki á viðbrögðum og vægast sagt sláandi sögur, í staðfestum samskiptum við Ölmu. Þetta eru gögn sem hrekja málflutning stjórnarformanns Ölmu að nær öllu leiti. Við fyrstu skoðun og af þeim dæmum sem við höfum sannreynt lítur allt út fyrir að Alma sé að keyra upp markaðsvirði „Okra“ í samanburði við sambærilegar útleigðar eignir á sömu svæðum.“ Ragnar Þór segir fyrirliggjandi gögn staðfesta að íbúðin sem var undir í fréttinni sem velti umfjölluninni af stað væri ekki einsdæmi heldur hafi iðkað það um árabil að gefa í leiguverð eftir að nýir eigendur komu inn í fyrirtækið. „Við höfum fengið leyfi frá nokkrum aðilum um að birta hluta þessara gagna,“ segir Ragnar Þór og auglýsir eftir fleiri dæmum, sögum þar sem greint er frá slæmri upplifun fólks af leigumarkaði á Íslandi. Leigumarkaður Kjaramál Tengdar fréttir Leigufélag með methagnað krefur öryrkja um þriðjungs hækkun Þrátt fyrir að Íbúðafélagið Alma hafi skilað 12,4 milljarða methagnaði á síðasta ári hækkar félagið leigu hjá sínu fólki um þriðjung eftir áramót. Öryrki segist ekki geta greitt leiguna og sér fram á að lenda á götunni. 7. desember 2022 19:00 „Óásættanleg“ framganga leigufélaga Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir framgöngu sumra leigufélaga óásættanlega. Hún hvetur leigufélög til að axla ábyrgð og sýna hófstillingu. Vinna við endurskoðun húsaleigulaga hefst fljótlega. 13. desember 2022 22:57 Biðst afsökunar á ónærgætni við tilkynningu um hækkun leiguverðs Formaður stjórnar Ölmu leigufélags biðst afsökunar á því að hafa ekki sýnt nægilega nærgætni þegar leigjanda hjá félaginu var tilkynnt um þrjátíu prósent hækkun á leiguverði. Hann segir að búið sé að endurskoða verkferla fyrirtækisins og uppfæra þá. 14. desember 2022 11:02 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Ragnar Þór hefur á undanförnum dögum þjarmað að leigufélaginu Ölmu sem hefur verið í deiglunni undanfarna daga eftir að það komst í sviðsljósið eftir að greint var frá því í síðustu viku að Alma hafi hækkað leigu hjá öryrkja um þrjátíu prósent. Segir fullyrðingar framkvæmdastjóra Ölmu engu vatni halda „Ég vil þakka frábærar viðtökur við fyrri póstum mínum um stöðu fólks á leigumarkaði og þá sérstaklega málefni tengd Ölmu,“ segir Ragnar Þór í pistli sem hann birti á Facebook-síðu sinni nú fyrir stundu. Þar greinir Ragnar frá því að hann hafi kallað eftir dæmum í umræðuhópi leigjenda til að kanna hvort fullyrðingar stjórnarformanns Ölmu, þess efnis að 30 prósenta hækkun í tilteknu dæmi væri undantekning eða einsdæmi. Og hvort það kæmi til vegna undirverðlagningar í miðbænum vegna Covid. Þá vill Ragnar Þór einnig fara í saumana á því hvort sú fullyrðing stæðist um að eingöngu væri verið að aðlaga leiguverð að markaðsvirði, svo fátt eitt sé nefnt. Sláandi sögur leigjenda Ölmu „Það stóð ekki á viðbrögðum og vægast sagt sláandi sögur, í staðfestum samskiptum við Ölmu. Þetta eru gögn sem hrekja málflutning stjórnarformanns Ölmu að nær öllu leiti. Við fyrstu skoðun og af þeim dæmum sem við höfum sannreynt lítur allt út fyrir að Alma sé að keyra upp markaðsvirði „Okra“ í samanburði við sambærilegar útleigðar eignir á sömu svæðum.“ Ragnar Þór segir fyrirliggjandi gögn staðfesta að íbúðin sem var undir í fréttinni sem velti umfjölluninni af stað væri ekki einsdæmi heldur hafi iðkað það um árabil að gefa í leiguverð eftir að nýir eigendur komu inn í fyrirtækið. „Við höfum fengið leyfi frá nokkrum aðilum um að birta hluta þessara gagna,“ segir Ragnar Þór og auglýsir eftir fleiri dæmum, sögum þar sem greint er frá slæmri upplifun fólks af leigumarkaði á Íslandi.
Leigumarkaður Kjaramál Tengdar fréttir Leigufélag með methagnað krefur öryrkja um þriðjungs hækkun Þrátt fyrir að Íbúðafélagið Alma hafi skilað 12,4 milljarða methagnaði á síðasta ári hækkar félagið leigu hjá sínu fólki um þriðjung eftir áramót. Öryrki segist ekki geta greitt leiguna og sér fram á að lenda á götunni. 7. desember 2022 19:00 „Óásættanleg“ framganga leigufélaga Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir framgöngu sumra leigufélaga óásættanlega. Hún hvetur leigufélög til að axla ábyrgð og sýna hófstillingu. Vinna við endurskoðun húsaleigulaga hefst fljótlega. 13. desember 2022 22:57 Biðst afsökunar á ónærgætni við tilkynningu um hækkun leiguverðs Formaður stjórnar Ölmu leigufélags biðst afsökunar á því að hafa ekki sýnt nægilega nærgætni þegar leigjanda hjá félaginu var tilkynnt um þrjátíu prósent hækkun á leiguverði. Hann segir að búið sé að endurskoða verkferla fyrirtækisins og uppfæra þá. 14. desember 2022 11:02 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Leigufélag með methagnað krefur öryrkja um þriðjungs hækkun Þrátt fyrir að Íbúðafélagið Alma hafi skilað 12,4 milljarða methagnaði á síðasta ári hækkar félagið leigu hjá sínu fólki um þriðjung eftir áramót. Öryrki segist ekki geta greitt leiguna og sér fram á að lenda á götunni. 7. desember 2022 19:00
„Óásættanleg“ framganga leigufélaga Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir framgöngu sumra leigufélaga óásættanlega. Hún hvetur leigufélög til að axla ábyrgð og sýna hófstillingu. Vinna við endurskoðun húsaleigulaga hefst fljótlega. 13. desember 2022 22:57
Biðst afsökunar á ónærgætni við tilkynningu um hækkun leiguverðs Formaður stjórnar Ölmu leigufélags biðst afsökunar á því að hafa ekki sýnt nægilega nærgætni þegar leigjanda hjá félaginu var tilkynnt um þrjátíu prósent hækkun á leiguverði. Hann segir að búið sé að endurskoða verkferla fyrirtækisins og uppfæra þá. 14. desember 2022 11:02