Fimmtán vilja verða forstöðumenn Kvikmyndamiðstöðvar Jakob Bjarnar skrifar 16. desember 2022 10:26 Laufey Guðjónsdóttir lætur nú af störfum eftir tuttugu ára setu sem forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar. Fimmtán hafa sótt um stöðuna. Pálmi Guðmundsson og Gísli Snær Erlingsson eru meðal þeirra sem sækja um stöðu forstöðumanns Kvikmyndastöðvar. Laufey Guðjónsdóttir lætur af störfum sem forstöðumaður eftir tuttugu ára setu í stóli. Staðan var auglýst 28. nóvember, umsóknarfrestur rann út 12. þessa mánaðar og nú liggur fyrir hverjir sækja um. En það er Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra sem skipar í stöðuna. Meðal þeirra sem sækja um hljóta þeir Gísli Snær og Pálmi að teljast sterkir umsækjendur á pappírunum, eins og sagt er. Gísli Snær hefur meðal annars starfað sem kvikmyndaleikstjóri og var hann ráðinn sem skólastjóri Kvikmyndaskóla Lundúna 2018 en lét af störfum þar á þessu ári. Pálmi hefur starfað sem sjónvarps- og dagskrárstjóri í sjónvarpi, á Skjá einum, Stöð 2 og þá Sjónvarpi Símans en í auglýsingunni er tekið sérstaklega fram um menntunar- og hæfniskröfum að æskilegt sé að viðkomandi hafi staðgóða þekkingu „á kvikmynda- og sjónvarpsmálum“ auk staðgóðrar þekkingar á „málefnum ljósvakamiðla og þekkingu á stefnu og straumum í afþreyingarefni“. Lista yfir umsækjendur má sjá hér neðar en þar eru meðal annarra Hrönn Sveinsdóttir forstöðumaður Bíó Paradís, Ólöf Rún Skúladóttir sjónvarpsfréttamaður, Börkur Gunnarsson rektor og Sigurrós Hilmarsdóttir framleiðslustjóri sem verið hefur hægri hönd Laufeyjar. Þrír starfsmenn Kvikmyndamiðstöðvar sækja um stöðuna. Svo enn sé vitnað til auglýsingarinnar fer forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar fer með yfirstjórn stofnunar- innar. „Hann stýrir daglegum rekstri miðstöðvarinnar, þ.m.t. rekstri Kvikmyndasjóðs, sér um fjárreiður, reikningsskil, gerð fjárhagsáætlana, starfsmannahald og ber ábyrgð á að miðstöðin starfi í samræmi við lög og stjórnvaldsfyrirmæli. Forstöðumaður ber ábyrgð á að rekstrarútgjöld og rekstrarafkoma miðstöðvar- innar sé í samræmi við fjárveitingar til hennar og sér um að fjármunir séu nýttir á árangursríkan hátt.“ Umsækjendur um embætti forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands eru eftirfarandi: Börkur Gunnarsson, rektor Christof Wehmeier, kynningarstjóri Gísli Snær Erlingsson, kvikmyndaleikstjóri Guðmundur Breiðfjörð, markaðs-, sölu- og viðburðasérfræðingur Henný Adólfsdóttir, sölustjóri Hólmgeir Baldursson, umboðsmaður Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Jón Óskar Hallgrímsson, fjármála- og rekstrarstjóri Karólína Stefánsdóttir, verkefnastjóri Kristín Amalía Atladóttir, framkvæmdastjóri Marteinn Ibsen Ibsensson, kvikmyndagerðamaður Michael Lane, verkefnastjóri Ólöf Rún Skúladóttir, fréttamaður Pálmi Guðmundsson, dagskrárstjóri Sigurrós Hilmarsdóttir, framleiðslustjóri Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Vistaskipti Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
Laufey Guðjónsdóttir lætur af störfum sem forstöðumaður eftir tuttugu ára setu í stóli. Staðan var auglýst 28. nóvember, umsóknarfrestur rann út 12. þessa mánaðar og nú liggur fyrir hverjir sækja um. En það er Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra sem skipar í stöðuna. Meðal þeirra sem sækja um hljóta þeir Gísli Snær og Pálmi að teljast sterkir umsækjendur á pappírunum, eins og sagt er. Gísli Snær hefur meðal annars starfað sem kvikmyndaleikstjóri og var hann ráðinn sem skólastjóri Kvikmyndaskóla Lundúna 2018 en lét af störfum þar á þessu ári. Pálmi hefur starfað sem sjónvarps- og dagskrárstjóri í sjónvarpi, á Skjá einum, Stöð 2 og þá Sjónvarpi Símans en í auglýsingunni er tekið sérstaklega fram um menntunar- og hæfniskröfum að æskilegt sé að viðkomandi hafi staðgóða þekkingu „á kvikmynda- og sjónvarpsmálum“ auk staðgóðrar þekkingar á „málefnum ljósvakamiðla og þekkingu á stefnu og straumum í afþreyingarefni“. Lista yfir umsækjendur má sjá hér neðar en þar eru meðal annarra Hrönn Sveinsdóttir forstöðumaður Bíó Paradís, Ólöf Rún Skúladóttir sjónvarpsfréttamaður, Börkur Gunnarsson rektor og Sigurrós Hilmarsdóttir framleiðslustjóri sem verið hefur hægri hönd Laufeyjar. Þrír starfsmenn Kvikmyndamiðstöðvar sækja um stöðuna. Svo enn sé vitnað til auglýsingarinnar fer forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar fer með yfirstjórn stofnunar- innar. „Hann stýrir daglegum rekstri miðstöðvarinnar, þ.m.t. rekstri Kvikmyndasjóðs, sér um fjárreiður, reikningsskil, gerð fjárhagsáætlana, starfsmannahald og ber ábyrgð á að miðstöðin starfi í samræmi við lög og stjórnvaldsfyrirmæli. Forstöðumaður ber ábyrgð á að rekstrarútgjöld og rekstrarafkoma miðstöðvar- innar sé í samræmi við fjárveitingar til hennar og sér um að fjármunir séu nýttir á árangursríkan hátt.“ Umsækjendur um embætti forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands eru eftirfarandi: Börkur Gunnarsson, rektor Christof Wehmeier, kynningarstjóri Gísli Snær Erlingsson, kvikmyndaleikstjóri Guðmundur Breiðfjörð, markaðs-, sölu- og viðburðasérfræðingur Henný Adólfsdóttir, sölustjóri Hólmgeir Baldursson, umboðsmaður Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Jón Óskar Hallgrímsson, fjármála- og rekstrarstjóri Karólína Stefánsdóttir, verkefnastjóri Kristín Amalía Atladóttir, framkvæmdastjóri Marteinn Ibsen Ibsensson, kvikmyndagerðamaður Michael Lane, verkefnastjóri Ólöf Rún Skúladóttir, fréttamaður Pálmi Guðmundsson, dagskrárstjóri Sigurrós Hilmarsdóttir, framleiðslustjóri
Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Vistaskipti Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira