Innlent

Braust inn og stal sjóðs­vél

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði nokkurn fjölda ökumanna í gærkvöldi og í nótt.
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði nokkurn fjölda ökumanna í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út eftir að tilkynning barst um þjófnað og innbrot í fyrirtæki í miðborg Reykjavíkur um klukkan þrjú í nótt.

Í dagbók lögreglu segir að búið hafi verið að brjóta rúðu og fara inn. Var búið að stela bæði sjóðsvél og spjaldtölvu.

Í gærkvöldi var tilkynnt um innbrot í geymslu íbúðar í hverfi 104 í Reykjavík þar sem búið var að stela rafhlaupahjóli.

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði sömuleiðis afskipti af nokkrum ökumönnum vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna, eða þá án ökuréttinda.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×