Mótmæla áformum um hækkun skrásetningargjalds: „Örvæntingarfull tilraun til þess að plástra blæðandi sár“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 14. desember 2022 12:11 Stúdentaráð telur að hækkun gjaldsins yrði aðeins dropi í hafið fyrir háskólann miðað við það fjármagn sem upp á vantar. Vísir/Vilhelm Stúdentaráð Háskóla Íslands lýsir yfir þungum áhyggjum af fjármögnun Háskóla Íslands í ljósi umræðna um fjárlög á þingi og gagnrýnir harðlega beiðni háskólayfirvalda um hækkun skrásetningargjaldsins. Hækkun skrásetningargjaldsins yrði gríðarlega íþyngjandi fyrir stúdenta og væri aðeins skammtímalausn sem myndi hafa í för með sér fleiri vandamál en hún myndi leysa. Rektor Háskóla Íslands ásamt rektorum hinna opinberu háskólanna, hefur farið þess á leit við ráðherra að heimildin um hámarksupphæð skrásetningargjaldsins í lögum um opinbera háskóla verði hækkuð upp í 95.000kr. Í fréttatilkynningu frá Stúdentaráði kemur fram að fjármögnun Háskóla Íslands standi langt að baki fjármögnun opinberra háskóla annars staðar á Norðurlöndunum, þar sem opinber háskólamenntun er almennt gjaldfrjáls eða gjöld hófleg. Heildartekjur Háskóla Íslands árið 2019 voru 2,9 milljónir á ársnema á meðan meðaltalið á Norðurlöndunum er 4,2 milljónir á hvern ársnema. „Háskólayfirvöld og stjórnvöld verða að hætta að reyna að fegra sannleikann um hvernig fjármögnun opinberrar háskólamenntunar er í raun háttað. Það er ekki tilviljun að háskólayfirvöld óski eftir hækkun á skrásetningargjaldinu í kjölfar 2. umræðu fjárlaga og þeim niðurskurði til Háskóla Íslands sem þar er boðaður. Byrðinni af fjármögnun opinberrar háskólamenntunar er velt beint yfir á stúdenta vegna þess að stjórnvöld sinna ekki lögbundinni skyldu sinni til þess að halda uppi grunnstarfsemi háskólanna með nægilegri fjárveitingu á fjárlögum.“ Myndi hafa mikil áhrif á stúdenta Þá segir í tilkynningunni að beiðnin um hækkun gjaldsins sé „ekkert annað en örvæntingarfull tilraun háskólayfirvalda til þess að plástra blæðandi sár.“ Hækkun gjaldsins yrði aðeins dropi í hafið fyrir háskólann miðað við það fjármagn sem upp á vantar, en myndi aftur á móti hafa mikil áhrif á stúdenta. Stúdentaráð krefst þess að stjórnvöld sinni lögbundnum skyldum sínum um fjármögnun opinberrar háskólamenntunar í stað þess að velta byrðinni yfir á stúdenta. „Stúdentaráð leggst alfarið gegn hvers konar áformum um hækkun skrásetningargjaldsins sem er nú þegar allt of hátt, það takmarkar aðgengi að háskólamenntun og skerðir jafnrétti til náms. Verði áform um hækkun að veruleika mun aðgengi að opinberri háskólamenntun hérlendis kosta stúdenta 90% af grunnframfærslu eins mánaðar frá Menntasjóði námsmanna sem lánar nú þegar aðeins fyrir níu af tólf mánuðum ársins. Því er ljóst að eingöngu átta mánaða framfærsla stendur eftir handa stúdentum til að eiga í sig og á. Þar að auki fer gjaldið ekki aðeins í skrásetningu líkt og almenningi, og þar á meðal stúdentum, hefur verið talin trú um, heldur er hið rétta nafn fyrir það gjald sem stúdentar greiða skólagjöld, enda renna þau í margvíslegt annað í rekstri skólans. Stúdentaráð dregur réttmæti þess í efa þar sem það er lögbundið hlutverk hins opinbera að fjármagna rekstur, kennslu og rannsóknarstarfsemi opinberu háskólana.“ Námslán Háskólar Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Rektor Háskóla Íslands ásamt rektorum hinna opinberu háskólanna, hefur farið þess á leit við ráðherra að heimildin um hámarksupphæð skrásetningargjaldsins í lögum um opinbera háskóla verði hækkuð upp í 95.000kr. Í fréttatilkynningu frá Stúdentaráði kemur fram að fjármögnun Háskóla Íslands standi langt að baki fjármögnun opinberra háskóla annars staðar á Norðurlöndunum, þar sem opinber háskólamenntun er almennt gjaldfrjáls eða gjöld hófleg. Heildartekjur Háskóla Íslands árið 2019 voru 2,9 milljónir á ársnema á meðan meðaltalið á Norðurlöndunum er 4,2 milljónir á hvern ársnema. „Háskólayfirvöld og stjórnvöld verða að hætta að reyna að fegra sannleikann um hvernig fjármögnun opinberrar háskólamenntunar er í raun háttað. Það er ekki tilviljun að háskólayfirvöld óski eftir hækkun á skrásetningargjaldinu í kjölfar 2. umræðu fjárlaga og þeim niðurskurði til Háskóla Íslands sem þar er boðaður. Byrðinni af fjármögnun opinberrar háskólamenntunar er velt beint yfir á stúdenta vegna þess að stjórnvöld sinna ekki lögbundinni skyldu sinni til þess að halda uppi grunnstarfsemi háskólanna með nægilegri fjárveitingu á fjárlögum.“ Myndi hafa mikil áhrif á stúdenta Þá segir í tilkynningunni að beiðnin um hækkun gjaldsins sé „ekkert annað en örvæntingarfull tilraun háskólayfirvalda til þess að plástra blæðandi sár.“ Hækkun gjaldsins yrði aðeins dropi í hafið fyrir háskólann miðað við það fjármagn sem upp á vantar, en myndi aftur á móti hafa mikil áhrif á stúdenta. Stúdentaráð krefst þess að stjórnvöld sinni lögbundnum skyldum sínum um fjármögnun opinberrar háskólamenntunar í stað þess að velta byrðinni yfir á stúdenta. „Stúdentaráð leggst alfarið gegn hvers konar áformum um hækkun skrásetningargjaldsins sem er nú þegar allt of hátt, það takmarkar aðgengi að háskólamenntun og skerðir jafnrétti til náms. Verði áform um hækkun að veruleika mun aðgengi að opinberri háskólamenntun hérlendis kosta stúdenta 90% af grunnframfærslu eins mánaðar frá Menntasjóði námsmanna sem lánar nú þegar aðeins fyrir níu af tólf mánuðum ársins. Því er ljóst að eingöngu átta mánaða framfærsla stendur eftir handa stúdentum til að eiga í sig og á. Þar að auki fer gjaldið ekki aðeins í skrásetningu líkt og almenningi, og þar á meðal stúdentum, hefur verið talin trú um, heldur er hið rétta nafn fyrir það gjald sem stúdentar greiða skólagjöld, enda renna þau í margvíslegt annað í rekstri skólans. Stúdentaráð dregur réttmæti þess í efa þar sem það er lögbundið hlutverk hins opinbera að fjármagna rekstur, kennslu og rannsóknarstarfsemi opinberu háskólana.“
Námslán Háskólar Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira