Lífið

Brynja Scheving og Þorsteinn gengu í það heilaga í Las Vegas

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Funheitur koss í Las Vegas.
Funheitur koss í Las Vegas. @Brynja Scheving

Brynja Scheving, skólastjóri í Balletskóla Eddu Scheving, og Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðs Íslands í knattspyrnu, eru hjón. Þau gengu í það heilaga í sól og blíðu í Las Vegas í Bandaríkjunum í gær.

Brynja greinir frá tímamótunum á Facebook og deilir fallegum myndum frá sólríkum degi í spilavítaborginni. Þar má sjá þegar þau drógu hringana á fingur hvor annars. Svo virðast þau hafa hitt hóp af stuðningsmönnum Argentínu í knattspyrnu en þjóðin tryggði sér sæti í úrslitum HM í fótbolta í gær.

Brynja og Þorsteinn hafa verið í sambandi um árabil og vakið athygli fyrir hressleika. Alltaf er stutt í húmorinn. Þorsteinn, sem er fyrrverandi knattspyrnumaður og nú þjálfari, hefur sést í ballettímum enda nauðsynlegt fyrir stirða karlmenn að liðka sig.

Brynja er eigandi Balletskóla Eddu Scheving sem móðir hennar stofnaði á sínum tíma. Þorsteinn tók við kvennalandsliðinu í fyrra og fór með liðið á Evrópumótið síðastliðið sumar. Þá var liðið hársbreidd frá því að tryggja sér sæti á HM en beið lægri hlut í einvígi gegn Portúgal.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×