Snjóbyssurnar koma sér vel Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. desember 2022 07:00 Snjóframleiðsluvél, eða snjóbyssa, á skíðasvæði Dalvíkur. Eins og sjá má er ekkert sérstaklega mikill snjór á skíðasvæðinu sem stendur. Hörkufrost er hins vegar í vændum og því ætti að vera hægt að láta snjóbyssurnar ganga næstu daga. Visir/Tryggvi Forsvarsmenn skíðasvæða við Eyjafjörð fagna fyrsta alvöru vetrarsnjónum, sem er farinn að láta sjá sig. Veturinn hefur verið snjóléttur með eindæmum og svokallaðar snjóbyssur koma sér vel núna. Það hefur ekki snjóað mikið á Norðurlandi þennan veturinn þó að hann hafi látið sjá sig síðustu daga. Þetta sést til dæmis glögglega á skíðasvæði Dalvíkinga, þar sem enn sést í lyng og gróður í brekkunum. „Þetta er nú það minnsta sem ég hef séð á þessum árstíma í svolítið langan tíma. En þetta er bara svona. Við ráðum þessu ekki,“ segir Hörður Finnbogason, framkvæmdastjóri Skíðafélags Dalvíkur þegar fréttamaður leit við á Dalvík í síðustu viku. f „Ég bara man ekki eftir jafn mildu hausti í rauninni. Ein einhver smá prumplægð en annars bara blíða. Þetta er búið að vera mjög gott fyrir alla nema okkur, held ég.“ Þá kemur sér vel að geta framleitt snjó með snjóbyssum sem raðað er upp eftir brekkunum. „Við erum búin að bíða núna eins og spenntur rottubogi eftir að það væri undir -4. Það er svona það sem við miðum við. Það gerðist núna loksins fyrir tveimur dögum og þá settum við í gang og bara búið að ganga fínt,“ segir Hörður. Hörður Finnbogason er framkvæmdastjóri Skíðafélags Dalvíkur.Vísir/Tryggvi Þrátt fyrir að Dalvík sé annáluð snjókista þá skipta þessar snjóframleiðsuvélar sköpum fyrir skíðasvæðið. „Það er bara þannig að það væri nú sennilega ekkert mikil skíðaiðkun hérna, eigum við að segja síðustu tíu fimmtán, árin nema fyrir snjóbyssurnar. Við þurfum þær til að koma okkur af stað og þær svona tryggja það að við getum skíðað, alveg pottþétt,“ segir Hörður. Bestu samlokurnar, að eigin sögn Skíðasvæðið á Dalvík nýtur vaxandi vinsælda, ekki síst á meðal þeirra sem vilja sleppa við raðirnar í Hlíðarfjalli við Akureyri. Framkvæmdastjórinn segir kosti skíðasvæðisins enda vera marga. „Það er alltaf besta veðrið hérna, það er númer eitt. Lognið á lögheimili á Dalvík. Ég er reyndar Akureyringur sjálfur en mér var sagt þetta þegar ég byrjaði að vinna hérna og þetta er reyndar satt hjá þeim. Svo líka stöndum við hérna lágt og það er þægilegt hitasig, barnvænar brekkur og annað. Bestu samlokurnar.“ Dalvíkurbyggð Skíðasvæði Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira
Það hefur ekki snjóað mikið á Norðurlandi þennan veturinn þó að hann hafi látið sjá sig síðustu daga. Þetta sést til dæmis glögglega á skíðasvæði Dalvíkinga, þar sem enn sést í lyng og gróður í brekkunum. „Þetta er nú það minnsta sem ég hef séð á þessum árstíma í svolítið langan tíma. En þetta er bara svona. Við ráðum þessu ekki,“ segir Hörður Finnbogason, framkvæmdastjóri Skíðafélags Dalvíkur þegar fréttamaður leit við á Dalvík í síðustu viku. f „Ég bara man ekki eftir jafn mildu hausti í rauninni. Ein einhver smá prumplægð en annars bara blíða. Þetta er búið að vera mjög gott fyrir alla nema okkur, held ég.“ Þá kemur sér vel að geta framleitt snjó með snjóbyssum sem raðað er upp eftir brekkunum. „Við erum búin að bíða núna eins og spenntur rottubogi eftir að það væri undir -4. Það er svona það sem við miðum við. Það gerðist núna loksins fyrir tveimur dögum og þá settum við í gang og bara búið að ganga fínt,“ segir Hörður. Hörður Finnbogason er framkvæmdastjóri Skíðafélags Dalvíkur.Vísir/Tryggvi Þrátt fyrir að Dalvík sé annáluð snjókista þá skipta þessar snjóframleiðsuvélar sköpum fyrir skíðasvæðið. „Það er bara þannig að það væri nú sennilega ekkert mikil skíðaiðkun hérna, eigum við að segja síðustu tíu fimmtán, árin nema fyrir snjóbyssurnar. Við þurfum þær til að koma okkur af stað og þær svona tryggja það að við getum skíðað, alveg pottþétt,“ segir Hörður. Bestu samlokurnar, að eigin sögn Skíðasvæðið á Dalvík nýtur vaxandi vinsælda, ekki síst á meðal þeirra sem vilja sleppa við raðirnar í Hlíðarfjalli við Akureyri. Framkvæmdastjórinn segir kosti skíðasvæðisins enda vera marga. „Það er alltaf besta veðrið hérna, það er númer eitt. Lognið á lögheimili á Dalvík. Ég er reyndar Akureyringur sjálfur en mér var sagt þetta þegar ég byrjaði að vinna hérna og þetta er reyndar satt hjá þeim. Svo líka stöndum við hérna lágt og það er þægilegt hitasig, barnvænar brekkur og annað. Bestu samlokurnar.“
Dalvíkurbyggð Skíðasvæði Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira