Innlent

Pottur á eld­avél olli elds­voða

Bjarki Sigurðsson skrifar
Það er ekki gott að gleyma pottinum á eldavélinni.
Það er ekki gott að gleyma pottinum á eldavélinni. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu

Alls fór slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu í 131 útkall síðastliðinn sólarhring. Dælubílar fóru í sex útköll.

Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu slökkviliðsins. Í færslunni segir að það væri óskandi ef næsti sólarhringur yrði mun rólegri enda ansi mörg útköll í gær. 

Dælubílar fóru í sex verkefni, þar á meðal út af potti sem hafði gleymst á eldavél. Út frá honum varð eldsvoði í eldhúsi eiganda pottsins. Slökkviliðið minnir fólk á að fara varlega og hafa reykskynjarana í lagi. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×