Ók á vegfarenda, hjólreiðamann og hund og fær fjögurra mánaða dóm Fanndís Birna Logadóttir skrifar 9. desember 2022 19:35 Landsréttur staðfesti fjögurra mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir manninum. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli karlmanns sem ók í veg fyrir annan bíl og í kjölfarið á gangandi vegfarenda, hjólreiðamann og hund hans. Landsréttur sýknaði manninn af ákæru um að hafa verið óhæfur til að stjórna bílnum vegna áhrifa slævandi lyfja og sagði almannahættu ekki hafa stafað af. Maðurinn var í Héraðsdómi Norðurlands eystra dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi og sviptur ökuréttindum í hálft ár vegna málsins en ákæruvaldið fór fram á að refsing mannsins yrði þyngd í Landsrétti og að hann yrði sviptur ökuréttindum til lengri tíma. Atvikið sem maðurinn var dæmdur fyrir átti sér stað í ágúst 2019 við Glerárgötu á Akureyri. Hann hafi misst stjórn á bílnum, ekið upp á umferðareyju og aftur út á götuna í veg fyrir annan bíl. Þaðan hafi bíll mannsins hafnað uppi á gangstétt og á gangandi vegfarenda, hjólreiðamann og hund hans. Hjólreiðamaðurinn kastaðist þá upp í loft og flaug nokkra metra út í limgerði og hundur hans drapst. Gangandi vegfarandinn hlaut heilahristing við áreksturinn á meðan hjólreiðamaðurinn hlaut meðal annars herðablaðsbrot, spjaldbeinsbrot, mjaðmarbeinsbrot, mörg rifbrot og rof á þvagblöðru. Við meðferð málsins í héraðsdómi var spiluð hljóð- og myndbandsupptaka af slysinu auk þess sem upptökur af skýrslum sjö vitna voru spilaðar. Þá var jafnframt spiluð upptaka úr búkmyndavél lögreglu þar sem rætt var við vitni á vettvangi og upptaka úr öryggismyndavélum. Sýknaður að hluta Í dómi héraðsdóms hafði því verið haldið fram að maðurinn væri óhæfur til að stjórna bíl sínum örugglega vegna áhrifa slævandi lyfja og án nægilegrar aðgæslu auk þess sem hann var á allt að 110 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði var 50 kílómetrar á klukkustund. Bæði héraðsdómur og Landsréttur sýknuðu þó manninn af ákæru um að hafa verið óhæfur til að stjórna bílnum vegna áhrifa slævandi lyfja. Maðurinn hafi raskað umferðaröryggi á alfaraleið og stofnað í háska lífi og heilsu gangandi vegfarandans, hjólreiðamannsins og þriggja farþega í bílnum sem hann ók í veg fyrir. Landsréttur sagði þó ekki hægt að slá því á föstu að maðurinn hafi með akstri sínum stofnað óákveðnum hagsmunum ótiltekins fjölda vegfarenda í hættu svo almannahætta hafi stafað af. Var hann því sýknaður af ákæru í þeim lið. Maðurinn þarf að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, 846.750 krónur, þar með talin 790.500 krónur í málsvarnarlaun verjanda síns. Hann hafði áður þurft að greiða málsvarnarþóknun verjanda síns í héraði, 1.078.985 krónur, og 217.166 krónur í annan sakarkostnað. Dómsmál Akureyri Umferðaröryggi Tengdar fréttir Tveir á sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyrir bíl á Akureyri Tveir karlmenn slösuðust þegar þeir urðu fyrir bíl á Glerárgötu á Akureyri á sjötta tímanum í kvöld. 18. ágúst 2019 21:21 Mest lesið Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Maðurinn var í Héraðsdómi Norðurlands eystra dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi og sviptur ökuréttindum í hálft ár vegna málsins en ákæruvaldið fór fram á að refsing mannsins yrði þyngd í Landsrétti og að hann yrði sviptur ökuréttindum til lengri tíma. Atvikið sem maðurinn var dæmdur fyrir átti sér stað í ágúst 2019 við Glerárgötu á Akureyri. Hann hafi misst stjórn á bílnum, ekið upp á umferðareyju og aftur út á götuna í veg fyrir annan bíl. Þaðan hafi bíll mannsins hafnað uppi á gangstétt og á gangandi vegfarenda, hjólreiðamann og hund hans. Hjólreiðamaðurinn kastaðist þá upp í loft og flaug nokkra metra út í limgerði og hundur hans drapst. Gangandi vegfarandinn hlaut heilahristing við áreksturinn á meðan hjólreiðamaðurinn hlaut meðal annars herðablaðsbrot, spjaldbeinsbrot, mjaðmarbeinsbrot, mörg rifbrot og rof á þvagblöðru. Við meðferð málsins í héraðsdómi var spiluð hljóð- og myndbandsupptaka af slysinu auk þess sem upptökur af skýrslum sjö vitna voru spilaðar. Þá var jafnframt spiluð upptaka úr búkmyndavél lögreglu þar sem rætt var við vitni á vettvangi og upptaka úr öryggismyndavélum. Sýknaður að hluta Í dómi héraðsdóms hafði því verið haldið fram að maðurinn væri óhæfur til að stjórna bíl sínum örugglega vegna áhrifa slævandi lyfja og án nægilegrar aðgæslu auk þess sem hann var á allt að 110 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði var 50 kílómetrar á klukkustund. Bæði héraðsdómur og Landsréttur sýknuðu þó manninn af ákæru um að hafa verið óhæfur til að stjórna bílnum vegna áhrifa slævandi lyfja. Maðurinn hafi raskað umferðaröryggi á alfaraleið og stofnað í háska lífi og heilsu gangandi vegfarandans, hjólreiðamannsins og þriggja farþega í bílnum sem hann ók í veg fyrir. Landsréttur sagði þó ekki hægt að slá því á föstu að maðurinn hafi með akstri sínum stofnað óákveðnum hagsmunum ótiltekins fjölda vegfarenda í hættu svo almannahætta hafi stafað af. Var hann því sýknaður af ákæru í þeim lið. Maðurinn þarf að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, 846.750 krónur, þar með talin 790.500 krónur í málsvarnarlaun verjanda síns. Hann hafði áður þurft að greiða málsvarnarþóknun verjanda síns í héraði, 1.078.985 krónur, og 217.166 krónur í annan sakarkostnað.
Dómsmál Akureyri Umferðaröryggi Tengdar fréttir Tveir á sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyrir bíl á Akureyri Tveir karlmenn slösuðust þegar þeir urðu fyrir bíl á Glerárgötu á Akureyri á sjötta tímanum í kvöld. 18. ágúst 2019 21:21 Mest lesið Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Tveir á sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyrir bíl á Akureyri Tveir karlmenn slösuðust þegar þeir urðu fyrir bíl á Glerárgötu á Akureyri á sjötta tímanum í kvöld. 18. ágúst 2019 21:21