Sleppa rauðum dregli í Hörpu fyrir mosa, jökulár og stuðlaberg Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 9. desember 2022 11:20 Íslendingar halda Evrópsku kvikmyndaverðlaunin í ár. Samsett Rauði dregillinn á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum sem fara fram á morgun verður ekki rauður heldur með öðru sniði en vaninn er á slíkum hátíðum. Stjörnurnar stilla sér upp fyrir ljósmyndara í Hörpu umkringdar íslenskri náttúru. Upphaflega hugmyndin var að flytja hefðbundinn rauðan dregil til landsins en í ár mun hefðin vera brotin með skapandi hætti og kolefnissporin spöruð sem fylgja flutningum milli landa. Hönnuðirnir og listamennirnir Tanja Levý, Sean O’Brien og Lilý Erla Adamsdóttir hanna listrænu innsetninguna í Hörpu. Arna Steinarsdóttir, Sean O’Brien, Tanja Levý og Lilý Erla Adamsdóttir. „Hátíðin er haldinn til heiðurs evrópsku kvikmyndagerðarfólki og vildum við hönnuðir verksins skapa einstaka upplifun fyrir gestina. Viðburðurinn er haldinn í Hörpu þar sem arkitektúrinn er innblásinn af íslenskri náttúru, form byggingarinnar vísar í stuðlaberg og gólfefnið úr íslenskum steini. Í stað þess að hanna hefðbundið teppi, vildum við færa margslungna náttúru Íslands inn í bygginguna og bjóða gestum hátíðarinnar upp á einstaka upplifun með innsetningu og skúlptúrum sem vísa veginn í átt að Eldborg,“ segir Tanja Levý, listrænn stjórnandi og hönnuður innsetningarinnar. „Innsetningin samanstendur af mosavöxnu hrauni, jökulám og súlum úr stuðlabergi með ilmi frá Fischersundi. Efnisheimur innsetningarinnar byggist á staðbundnum hráefnum frá íslenskum fyrirtækjum. Innsetningin er helst unnin úr tuftaðri ull frá Ístex, jarðvegsdúk og sagi sem hefur verið safnað frá vinnustofunni. Skúlptúrarnir eru einnig hannaðir með það í huga að innsetningin geti átt framhaldslíf eftir hátíðina,“ segir í tilkynningu um verkefnið. Tanja Levý er þverfaglegur hönnuður sem hefur síðustu ár starfað á sviði búninga- og leikmyndahönnunar. Lilý Erla Adamsdóttir er textíllistakona og hönnuður. Hún hefur yfirumsjón með textílhönnun og ullarframleiðslu verkefnisins. Sean O’Brien er þverfaglegur listamaður. Sean hannar og framleiðir strúktúr og áferð skúlptúra innsetningarinnar. Eins og fram hefur komið er Leynilögga tilnefnd sem besta gamanmyndin á hátíðinni. Leynilögga í leikstjórn Hannesar Þórs Halldórssonar er fyrsta íslenska kvikmyndin sem tilnefnd er í þessum flokki. Hannes Þór ræddi stemninguna í viðtali við Lífið á Vísi í gær. Tíska og hönnun Evrópsku kvikmyndaverðlaunin Tengdar fréttir Mætir í brúðkaupsfötunum og vonast til að hitta Javier Bardem í Hörpu Kvikmyndin Leynilögga er tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna sem afhent verða í Hörpu á laugardag. Evrópsku kvikmyndaverðlaunin eru þekktustu og virtustu verðlaunin sem veitt eru fyrir evrópskar kvikmyndir og eru veitt af Evrópsku kvikmyndaakademíunni. 8. desember 2022 18:15 Verða kynnar þegar Evrópsku kvikmyndaverðlaunin verða afhent í Hörpu Ilmur Kristjánsdóttir og Hugleikur Dagsson verða kynnar á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum sem afhent verða í Hörpu á laugardaginn. Nokkur fjöldi þekktra leikstjóra og leikara koma hingað til lands í tilefni af verðlaunahátíðinni, meðal annars frönsku leikkonuna Léa Seydoux og sænska leikstjórann Ruben Östlund. 7. desember 2022 13:13 Leynilögga tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna Evrópsku kvikmyndaverðlaunin voru rétt í þessu að tilkynna um tilnefningar í flokki gamanmynda og er íslenska kvikmyndin Leynilögga þar tilnefnd. Áður hafði komið fram að Berdreymi og Volaða land eru í forvali í kvikmyndaflokki. 19. október 2022 10:17 Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Retró-draumur í Hlíðunum Lífið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Fleiri fréttir Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Sjá meira
Upphaflega hugmyndin var að flytja hefðbundinn rauðan dregil til landsins en í ár mun hefðin vera brotin með skapandi hætti og kolefnissporin spöruð sem fylgja flutningum milli landa. Hönnuðirnir og listamennirnir Tanja Levý, Sean O’Brien og Lilý Erla Adamsdóttir hanna listrænu innsetninguna í Hörpu. Arna Steinarsdóttir, Sean O’Brien, Tanja Levý og Lilý Erla Adamsdóttir. „Hátíðin er haldinn til heiðurs evrópsku kvikmyndagerðarfólki og vildum við hönnuðir verksins skapa einstaka upplifun fyrir gestina. Viðburðurinn er haldinn í Hörpu þar sem arkitektúrinn er innblásinn af íslenskri náttúru, form byggingarinnar vísar í stuðlaberg og gólfefnið úr íslenskum steini. Í stað þess að hanna hefðbundið teppi, vildum við færa margslungna náttúru Íslands inn í bygginguna og bjóða gestum hátíðarinnar upp á einstaka upplifun með innsetningu og skúlptúrum sem vísa veginn í átt að Eldborg,“ segir Tanja Levý, listrænn stjórnandi og hönnuður innsetningarinnar. „Innsetningin samanstendur af mosavöxnu hrauni, jökulám og súlum úr stuðlabergi með ilmi frá Fischersundi. Efnisheimur innsetningarinnar byggist á staðbundnum hráefnum frá íslenskum fyrirtækjum. Innsetningin er helst unnin úr tuftaðri ull frá Ístex, jarðvegsdúk og sagi sem hefur verið safnað frá vinnustofunni. Skúlptúrarnir eru einnig hannaðir með það í huga að innsetningin geti átt framhaldslíf eftir hátíðina,“ segir í tilkynningu um verkefnið. Tanja Levý er þverfaglegur hönnuður sem hefur síðustu ár starfað á sviði búninga- og leikmyndahönnunar. Lilý Erla Adamsdóttir er textíllistakona og hönnuður. Hún hefur yfirumsjón með textílhönnun og ullarframleiðslu verkefnisins. Sean O’Brien er þverfaglegur listamaður. Sean hannar og framleiðir strúktúr og áferð skúlptúra innsetningarinnar. Eins og fram hefur komið er Leynilögga tilnefnd sem besta gamanmyndin á hátíðinni. Leynilögga í leikstjórn Hannesar Þórs Halldórssonar er fyrsta íslenska kvikmyndin sem tilnefnd er í þessum flokki. Hannes Þór ræddi stemninguna í viðtali við Lífið á Vísi í gær.
Tíska og hönnun Evrópsku kvikmyndaverðlaunin Tengdar fréttir Mætir í brúðkaupsfötunum og vonast til að hitta Javier Bardem í Hörpu Kvikmyndin Leynilögga er tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna sem afhent verða í Hörpu á laugardag. Evrópsku kvikmyndaverðlaunin eru þekktustu og virtustu verðlaunin sem veitt eru fyrir evrópskar kvikmyndir og eru veitt af Evrópsku kvikmyndaakademíunni. 8. desember 2022 18:15 Verða kynnar þegar Evrópsku kvikmyndaverðlaunin verða afhent í Hörpu Ilmur Kristjánsdóttir og Hugleikur Dagsson verða kynnar á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum sem afhent verða í Hörpu á laugardaginn. Nokkur fjöldi þekktra leikstjóra og leikara koma hingað til lands í tilefni af verðlaunahátíðinni, meðal annars frönsku leikkonuna Léa Seydoux og sænska leikstjórann Ruben Östlund. 7. desember 2022 13:13 Leynilögga tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna Evrópsku kvikmyndaverðlaunin voru rétt í þessu að tilkynna um tilnefningar í flokki gamanmynda og er íslenska kvikmyndin Leynilögga þar tilnefnd. Áður hafði komið fram að Berdreymi og Volaða land eru í forvali í kvikmyndaflokki. 19. október 2022 10:17 Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Retró-draumur í Hlíðunum Lífið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Fleiri fréttir Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Sjá meira
Mætir í brúðkaupsfötunum og vonast til að hitta Javier Bardem í Hörpu Kvikmyndin Leynilögga er tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna sem afhent verða í Hörpu á laugardag. Evrópsku kvikmyndaverðlaunin eru þekktustu og virtustu verðlaunin sem veitt eru fyrir evrópskar kvikmyndir og eru veitt af Evrópsku kvikmyndaakademíunni. 8. desember 2022 18:15
Verða kynnar þegar Evrópsku kvikmyndaverðlaunin verða afhent í Hörpu Ilmur Kristjánsdóttir og Hugleikur Dagsson verða kynnar á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum sem afhent verða í Hörpu á laugardaginn. Nokkur fjöldi þekktra leikstjóra og leikara koma hingað til lands í tilefni af verðlaunahátíðinni, meðal annars frönsku leikkonuna Léa Seydoux og sænska leikstjórann Ruben Östlund. 7. desember 2022 13:13
Leynilögga tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna Evrópsku kvikmyndaverðlaunin voru rétt í þessu að tilkynna um tilnefningar í flokki gamanmynda og er íslenska kvikmyndin Leynilögga þar tilnefnd. Áður hafði komið fram að Berdreymi og Volaða land eru í forvali í kvikmyndaflokki. 19. október 2022 10:17