Hrakfarir við Jökulsárlón: „Þetta var smá hasar“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 8. desember 2022 20:01 Betur fór en á horfðist að sögn Tómasar Tómas Ragnarsson „Hún gleymir þessu líklega seint. Menn geta nú ekki alltaf valið hvað minningar þeir taka með frá Íslandi,“ segir Tómas Ragnarsson, leiðsögumaður sem staddur var við Jökulsárlón á fjórða tímanum í dag þegar ferðamaður steypti bifreið niður brekku og beint út í lónið. Tómas starfar sem leiðsögumaður hjá BusTravel Iceland og var staddur á svæðinu ásamt hópi ferðamanna fyrr í dag. Smellti hann meðfylgjandi ljósmyndum af atvikinu. „Ég var semsagt með hópnum mínum þarna megin og svo var ein sem gleymdi að mæta þannig að ég fór með restina af hópnum niður í Fellsfjöru og fór svo til baka til að leita að konunni. Það var þá sem ég sá þetta gerast,“ segir Tómas í samtali við Vísi. Tómas Ragnarsson Hann segist hafa heyrt skarkala fyrir aftan sig og þegar hann sneri sér við sá hann ferðamanninn, unga stúlku, þar sem hún hékk hálf út úr bifreiðinni sem mallaði hægt og rólega í átt að lóninu. „Það sem ég held að hafi gerst er að hún hafi teygt sig inn í bílinn og ætlað að setja hann í gang en ekki áttað sig á að bílinn var í gír, og síðan hefur hún startað honum í gang. Bíllinn fer í gang og mallar áfram og hún hangir þarna einhvern veginn hálf í bílnum. Ég hendi frá mér símanum og hleyp af stað og er svona hálfnaður kominn að henni þegar hún nær að losa sig.“ Tómas segist þá hafa reynt að bjarga bílnum en það hafi ekki borið árangur. „Svo trítlaði bíllinn hægt og rólega út í vatn. Bílinn var sem sagt í gangi á meðan þetta gerðist. Ég fór út í bílinn og ætlaði að sjá hvort ég gæti bakkað honum út en gat það ekki þannig að ég drap bara á honum.“ Stúlkunni varð þó ekki meint af þessu óhappi. „Fólk var þarna farið að stumra yfir henni og það var í sjálfu sér lítið meira sem ég gat gert. Núna sit ég bara og horfi á skóna mína þorna hægt og rólega við miðstöðvarmótorinn.“ Sveitarfélagið Hornafjörður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Tómas starfar sem leiðsögumaður hjá BusTravel Iceland og var staddur á svæðinu ásamt hópi ferðamanna fyrr í dag. Smellti hann meðfylgjandi ljósmyndum af atvikinu. „Ég var semsagt með hópnum mínum þarna megin og svo var ein sem gleymdi að mæta þannig að ég fór með restina af hópnum niður í Fellsfjöru og fór svo til baka til að leita að konunni. Það var þá sem ég sá þetta gerast,“ segir Tómas í samtali við Vísi. Tómas Ragnarsson Hann segist hafa heyrt skarkala fyrir aftan sig og þegar hann sneri sér við sá hann ferðamanninn, unga stúlku, þar sem hún hékk hálf út úr bifreiðinni sem mallaði hægt og rólega í átt að lóninu. „Það sem ég held að hafi gerst er að hún hafi teygt sig inn í bílinn og ætlað að setja hann í gang en ekki áttað sig á að bílinn var í gír, og síðan hefur hún startað honum í gang. Bíllinn fer í gang og mallar áfram og hún hangir þarna einhvern veginn hálf í bílnum. Ég hendi frá mér símanum og hleyp af stað og er svona hálfnaður kominn að henni þegar hún nær að losa sig.“ Tómas segist þá hafa reynt að bjarga bílnum en það hafi ekki borið árangur. „Svo trítlaði bíllinn hægt og rólega út í vatn. Bílinn var sem sagt í gangi á meðan þetta gerðist. Ég fór út í bílinn og ætlaði að sjá hvort ég gæti bakkað honum út en gat það ekki þannig að ég drap bara á honum.“ Stúlkunni varð þó ekki meint af þessu óhappi. „Fólk var þarna farið að stumra yfir henni og það var í sjálfu sér lítið meira sem ég gat gert. Núna sit ég bara og horfi á skóna mína þorna hægt og rólega við miðstöðvarmótorinn.“
Sveitarfélagið Hornafjörður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira