Fullviss um að „ógnandi“ nýbygging rísi Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. desember 2022 22:00 Svona lítur fyrirhuguð viðbygging við Stjórnarráðið út. Húsið við Bankastræti yrði þarna þétt upp við fyrir aftan - alltof þétt, að mati FSRE. Argos Fyrirhuguð nýbygging nærri stjórnarráðinu er talin ógn við öryggi æðstu stjórnar ríkisins. Formaður skipulagsráðs borgarinnar tekur áhyggjurnar alvarlega en hefur þó fulla trú á að byggingin rísi. Ríkið hyggst reisa viðbyggingu fyrir aftan stjórnarráðið, eins og þegar hefur verið kynnt. Eigendur aðliggjandi lóðar vilja líka reisa hús, fjögurra hæða, og nú eru áhyggjur af því að nálægð bygginganna tveggja muni jafnvel varða öryggi ríkisstjórnarinnar, sem muni funda í viðbyggingunni. Þetta kemur fram í minnisblaði forsætisráðuneytisins og Framkvæmdasýslunnar ríkiseigna (FSRE), sem Morgunblaðið fjallaði um í dag. Áhyggjurnar snúa meðal annars að því að úr húsinu verði auðvelt að kasta hættulegum efnum eða hlutum á þak viðbyggingar forsætisráðuneytisins. Einnig verði mögulegt að komast út um glugga hússins á þak viðbyggingarinnar - og kasta hættulegum hlutum. „Og það byggist á mati ríkislögreglustjóra að þessi bygging gæti veikt öryggi æðstu stjórnar ríkisins,“ segir Ólafur Daníelsson, framkvæmdastjóri þróunar og framkvæmda hjá FSRE. Teikning af fyrirhuguðu Bankastrætishúsi sem myndi umlykja hina sögufrægu Stellu.Argos Það eru eigendur lóðarinnar við Bankastræti 3 sem vilja reisa húsið sem hið opinbera hefur svo miklar áhyggjur af. Fyrir er á lóðinni friðað steinhús sem hýsir verslunina Stellu. Hér fyrir neðan sést teikning af fyrirhuguðu Bankastrætishúsi. Alltof umfangsmikið á þessari litlu lóð, að mati Framkvæmdasýslunnar. Ólafur Daníelsson, framkvæmdastjóri þróunar og framkvæmda hjá FSRE.VÍSIR/ÍVAR „Við teljum eðlilegt að bygging fyrir æðstu stjórnendur landsins fái ákveðið andrými í borgarlandinu,“ segir Ólafur. Vilja ná góðri lendingu En skipulagsvaldið er í höndum Reykjavíkurborgar, sem mun funda með deiluaðilum. „Þegar áhyggjurnar eru settar fram með þessum hætti á þessum tímapunkti þá hlýtur það að vera til marks um að þau vilja að þær séu teknar alvarlega. Þannig að þá hljótum við að gera það, upp að því marki sem við getum,“ segir Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata og formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. „Við viljum náttúrulega reyna að ná góðri lendingu.“ Telurðu að þetta muni allt ganga eftir, að þessi bygging [á Bankastrætislóð] muni rísa? „Ég held að það hljóti að vera. Ég held að þetta hljóti nú að ganga upp,“ segir Alexandra. Skipulag Stjórnsýsla Reykjavík Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Sjá meira
Ríkið hyggst reisa viðbyggingu fyrir aftan stjórnarráðið, eins og þegar hefur verið kynnt. Eigendur aðliggjandi lóðar vilja líka reisa hús, fjögurra hæða, og nú eru áhyggjur af því að nálægð bygginganna tveggja muni jafnvel varða öryggi ríkisstjórnarinnar, sem muni funda í viðbyggingunni. Þetta kemur fram í minnisblaði forsætisráðuneytisins og Framkvæmdasýslunnar ríkiseigna (FSRE), sem Morgunblaðið fjallaði um í dag. Áhyggjurnar snúa meðal annars að því að úr húsinu verði auðvelt að kasta hættulegum efnum eða hlutum á þak viðbyggingar forsætisráðuneytisins. Einnig verði mögulegt að komast út um glugga hússins á þak viðbyggingarinnar - og kasta hættulegum hlutum. „Og það byggist á mati ríkislögreglustjóra að þessi bygging gæti veikt öryggi æðstu stjórnar ríkisins,“ segir Ólafur Daníelsson, framkvæmdastjóri þróunar og framkvæmda hjá FSRE. Teikning af fyrirhuguðu Bankastrætishúsi sem myndi umlykja hina sögufrægu Stellu.Argos Það eru eigendur lóðarinnar við Bankastræti 3 sem vilja reisa húsið sem hið opinbera hefur svo miklar áhyggjur af. Fyrir er á lóðinni friðað steinhús sem hýsir verslunina Stellu. Hér fyrir neðan sést teikning af fyrirhuguðu Bankastrætishúsi. Alltof umfangsmikið á þessari litlu lóð, að mati Framkvæmdasýslunnar. Ólafur Daníelsson, framkvæmdastjóri þróunar og framkvæmda hjá FSRE.VÍSIR/ÍVAR „Við teljum eðlilegt að bygging fyrir æðstu stjórnendur landsins fái ákveðið andrými í borgarlandinu,“ segir Ólafur. Vilja ná góðri lendingu En skipulagsvaldið er í höndum Reykjavíkurborgar, sem mun funda með deiluaðilum. „Þegar áhyggjurnar eru settar fram með þessum hætti á þessum tímapunkti þá hlýtur það að vera til marks um að þau vilja að þær séu teknar alvarlega. Þannig að þá hljótum við að gera það, upp að því marki sem við getum,“ segir Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata og formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. „Við viljum náttúrulega reyna að ná góðri lendingu.“ Telurðu að þetta muni allt ganga eftir, að þessi bygging [á Bankastrætislóð] muni rísa? „Ég held að það hljóti að vera. Ég held að þetta hljóti nú að ganga upp,“ segir Alexandra.
Skipulag Stjórnsýsla Reykjavík Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Sjá meira