Íbúar í hjólhýsabyggð berjast fyrir varanlegri staðsetningu Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 8. desember 2022 21:23 Geirdís hefur beitt sér fyrir því að borgin geri varanlegar ráðstafanir fyrir fólk sem kýs og vill búa í hjólhýsi, húsbíl eða í smáhýsi. Vísir/Bjarni Íbúar í hjólhýsabyggðinni í Laugardal berjast fyrir því að fá varanlega staðsetningu fyrir byggðina. Þau fá ekki að skrá lögheimili sitt og skora á borgaryfirvöld að finna langtímalausnir fyrir þá sem kjósa þetta búsetuúrræði. Geirdís Hanna Kristjánsdóttir er 48 ára gömul. Hún er öryrki og hefur búið í hjólhýsi í Laugardal í tvö og hálft ár. Hún segir það fela í sér ýmsar skerðingar að vera hvergi skráð til heimilis. Til að að mynda fær hún ekki svokallaða heimilisuppbót frá Tryggingastofnun. Geirdís hefur beitt sér fyrir því að borgin geri varanlegar ráðstafanir fyrir fólk sem kýs og vill búa í hjólhýsi, húsbíl eða í smáhýsi. „Þetta er réttindabarátta. Við búum í okkar eigin húsnæði. Það er eins og það sé skömm að því að búa á hjólum. Ég vill bara geta haft varanlegan stað. Ég vill geta skráð heimilisfangið mitt þar og fengið að fullnýta réttindi mín sem íslenskur ríkisborgari,“ segir Geirdís. Ætlar ekki aftur á leigumarkaðinn Bergþóra hefur búið í hjólhýsi í fimm ár.Vísir/Bjarni Bergþóra Pálsdóttur hefur búið í hjólhýsinu sínu síðustu fimm ár en leigði áður íbúð. Hún segist ekki vera að leitast eftir því að komast aftur inn á leigumarkaðinn. „Nei, ég er ekki að því, alls ekki, ég hef bara ekki efni á því. Mér finnst ekkert eðlilegt að leigja íbúð á 300 þúsund. Ég er með 243 þúsund í mánaðarlaun. Ég veit ekki alveg hvernig ég ætti að fara að því.“ Skorar á borgarstjórn Skilaboð Geirdísar eru skýr.„Við erum náttúrulega bara fólk. Rétt eins og þetta fólk sem situr í borgarstjórn. Mér finnst allt í lagi að þau sjái sóma sinn í þvi að koma og tala við okkur á jafningjagrundvelli. Sjái bara hvernig við búum og heyri það, að þetta eru heimilin okkar sem að um ræðir. Og þetta er það sem við kjósum og það sem við viljum.“ Borgarstjórn Félagsmál Reykjavík Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Geirdís Hanna Kristjánsdóttir er 48 ára gömul. Hún er öryrki og hefur búið í hjólhýsi í Laugardal í tvö og hálft ár. Hún segir það fela í sér ýmsar skerðingar að vera hvergi skráð til heimilis. Til að að mynda fær hún ekki svokallaða heimilisuppbót frá Tryggingastofnun. Geirdís hefur beitt sér fyrir því að borgin geri varanlegar ráðstafanir fyrir fólk sem kýs og vill búa í hjólhýsi, húsbíl eða í smáhýsi. „Þetta er réttindabarátta. Við búum í okkar eigin húsnæði. Það er eins og það sé skömm að því að búa á hjólum. Ég vill bara geta haft varanlegan stað. Ég vill geta skráð heimilisfangið mitt þar og fengið að fullnýta réttindi mín sem íslenskur ríkisborgari,“ segir Geirdís. Ætlar ekki aftur á leigumarkaðinn Bergþóra hefur búið í hjólhýsi í fimm ár.Vísir/Bjarni Bergþóra Pálsdóttur hefur búið í hjólhýsinu sínu síðustu fimm ár en leigði áður íbúð. Hún segist ekki vera að leitast eftir því að komast aftur inn á leigumarkaðinn. „Nei, ég er ekki að því, alls ekki, ég hef bara ekki efni á því. Mér finnst ekkert eðlilegt að leigja íbúð á 300 þúsund. Ég er með 243 þúsund í mánaðarlaun. Ég veit ekki alveg hvernig ég ætti að fara að því.“ Skorar á borgarstjórn Skilaboð Geirdísar eru skýr.„Við erum náttúrulega bara fólk. Rétt eins og þetta fólk sem situr í borgarstjórn. Mér finnst allt í lagi að þau sjái sóma sinn í þvi að koma og tala við okkur á jafningjagrundvelli. Sjái bara hvernig við búum og heyri það, að þetta eru heimilin okkar sem að um ræðir. Og þetta er það sem við kjósum og það sem við viljum.“
Borgarstjórn Félagsmál Reykjavík Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira