Leigufélag með methagnað krefur öryrkja um þriðjungs hækkun Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. desember 2022 19:00 Brynja Bjarnadóttir segist vera á götunni eftir að Íbúðarfélag hækkaði við hana leigu um fjórðung. Það gefur henni tvo mánuði til að endurnýja eða flytja ella. Vísir/Ívar Þrátt fyrir að Íbúðafélagið Alma hafi skilað 12,4 milljarða methagnaði á síðasta ári hækkar félagið leigu hjá sínu fólki um þriðjung eftir áramót. Öryrki segist ekki geta greitt leiguna og sér fram á að lenda á götunni. Brynja Bjarnadóttir er öryrki og hefur búið í leiguíbúð í eigu Íbúðafélagsins Ölmu síðustu ár. Hún hefur greitt um 250 þúsund krónur í leigu á mánuði en fékk tilkynningu um mánaðamótin um að frá og með fyrsta febrúar hækki leigan í 325 þúsund krónur. Hún þurfi að endurnýja samninginn um áramót. Brynja vakti athygli á þessari stöðu á síðunni Öryrkjar á Facebook. „Ég vissi að ég þyrfti að endurnýja samninginn en ég vissi ekki að það yrði upp á sjötíu og fimm þúsund krónur til viðbótar,“ segir Brynja. Meiri hækkun en mánaðarlegt ráðstöfunarfé Brynja segir að hækkunin sé meira en hún hafi milli handanna í ráðstöfunarfé. Öryrkjabætur dugi skammt. „Ég fæ í kringum þrjú hundruð og tuttugu þúsund krónur á mánuði í bætur. Ég fæ líka húsnæðisbætur. Tvö hundruð og fimmtíu þúsund hafa farið í leigu og eftir að hafa greitt hana og aðrar skuldir hef ég haft um sextíu þúsund krónur til að lifa út mánuðinn. Þessi hækkun nú er því meiri en ég hef haft til að lifa af út mánuðinn og því útilokað að ég geti greitt þetta,“ segir Brynja. Hún segist því oft þurfa að leita á náðir hjálparstofnana og fjölskyldumeðlima með mat. Nú sé frystirinn t.d. nánast tómur og jólin að koma. Brynja segist enn ekki hafa fundið nýtt húsnæði en Íbúðafélagið Alma gefur henni mánuð til að endurnýja samninginn. Núverandi leigusamningur rennur svo út 31. janúar 2023. Aðspurð um hvort Alma hafi boðið henni ódýrari húsnæði svarar hún: „Þeir eru ekki með neinar ódýrar íbúðir. Þeir hafa bent mér á eina íbúð í Borgarnesi.“ Hún segist hafa leitað fanga á fleiri stöðum. Ég er að bíða eftir svari frá Ásbrú á Suðurnesjum en hef ekki fengið. Ég myndi þó helst vilja vera í Reykjavík út af veikindunum hjá mér,“ svarar hún. Alma græddi á þrettánda milljarð í fyrra Íbúðafélagið Alma auglýsir sig sem traustan valkost á heimasíðu sinni. Þar kemur fram að félagið vinni markvisst að því að gera leigumarkaðinn á Íslandi faglegri, fjölskylduvænni og traustari. Félaginu gekk einstaklega vel í fyrra og skilaði methagnaði upp á tólf komma fjórða milljarða króna. Íbúðafélagið Alma skilaði methagnaði í fyrra.Vísir/Hjalti Framkvæmdastjóri félagsins svaraði ekki skilaboðum fréttastofu í dag vegna málsins. Húsnæðismál Leigumarkaður Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Kallar eftir neyðarlögum um leigufélög og myndarlegri aðkomu ríkisins Formaður VR segir að það muni líklega ekki taka lengri tíma en daginn í dag til að meta hvort flötur sé á samningi við Samtök atvinnulífsins. Hann segir gríðarlega mikilvægt að ríkisstjórnin liðki fyrir viðræðum og helst með neyðarlögum um leigufélög. Staða til dæmis leigjenda og fólks með húsnæðislán með breytilegum vöxtum sé alvarlegri en svo að kjarasamningar einir og sér dugi til. 7. desember 2022 13:27 Leigufélag lækkar leiguna um þriðjung í desember Leigufélagið Bríet hyggst veita leigjendum sínum 30 prósenta afslátt af leigu nú í desembermánuði. Leigutökum var tilkynnt þetta bréfleiðis í morgun og ættu þeir að sjá lægri upphæðir en vanalega á greiðsluseðlum í heimabankanum sínum. 30. nóvember 2022 08:05 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent Fleiri fréttir Bankinn hafi frumkvæði að yfirferð og endurgreiðslu Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Sjá meira
Brynja Bjarnadóttir er öryrki og hefur búið í leiguíbúð í eigu Íbúðafélagsins Ölmu síðustu ár. Hún hefur greitt um 250 þúsund krónur í leigu á mánuði en fékk tilkynningu um mánaðamótin um að frá og með fyrsta febrúar hækki leigan í 325 þúsund krónur. Hún þurfi að endurnýja samninginn um áramót. Brynja vakti athygli á þessari stöðu á síðunni Öryrkjar á Facebook. „Ég vissi að ég þyrfti að endurnýja samninginn en ég vissi ekki að það yrði upp á sjötíu og fimm þúsund krónur til viðbótar,“ segir Brynja. Meiri hækkun en mánaðarlegt ráðstöfunarfé Brynja segir að hækkunin sé meira en hún hafi milli handanna í ráðstöfunarfé. Öryrkjabætur dugi skammt. „Ég fæ í kringum þrjú hundruð og tuttugu þúsund krónur á mánuði í bætur. Ég fæ líka húsnæðisbætur. Tvö hundruð og fimmtíu þúsund hafa farið í leigu og eftir að hafa greitt hana og aðrar skuldir hef ég haft um sextíu þúsund krónur til að lifa út mánuðinn. Þessi hækkun nú er því meiri en ég hef haft til að lifa af út mánuðinn og því útilokað að ég geti greitt þetta,“ segir Brynja. Hún segist því oft þurfa að leita á náðir hjálparstofnana og fjölskyldumeðlima með mat. Nú sé frystirinn t.d. nánast tómur og jólin að koma. Brynja segist enn ekki hafa fundið nýtt húsnæði en Íbúðafélagið Alma gefur henni mánuð til að endurnýja samninginn. Núverandi leigusamningur rennur svo út 31. janúar 2023. Aðspurð um hvort Alma hafi boðið henni ódýrari húsnæði svarar hún: „Þeir eru ekki með neinar ódýrar íbúðir. Þeir hafa bent mér á eina íbúð í Borgarnesi.“ Hún segist hafa leitað fanga á fleiri stöðum. Ég er að bíða eftir svari frá Ásbrú á Suðurnesjum en hef ekki fengið. Ég myndi þó helst vilja vera í Reykjavík út af veikindunum hjá mér,“ svarar hún. Alma græddi á þrettánda milljarð í fyrra Íbúðafélagið Alma auglýsir sig sem traustan valkost á heimasíðu sinni. Þar kemur fram að félagið vinni markvisst að því að gera leigumarkaðinn á Íslandi faglegri, fjölskylduvænni og traustari. Félaginu gekk einstaklega vel í fyrra og skilaði methagnaði upp á tólf komma fjórða milljarða króna. Íbúðafélagið Alma skilaði methagnaði í fyrra.Vísir/Hjalti Framkvæmdastjóri félagsins svaraði ekki skilaboðum fréttastofu í dag vegna málsins.
Húsnæðismál Leigumarkaður Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Kallar eftir neyðarlögum um leigufélög og myndarlegri aðkomu ríkisins Formaður VR segir að það muni líklega ekki taka lengri tíma en daginn í dag til að meta hvort flötur sé á samningi við Samtök atvinnulífsins. Hann segir gríðarlega mikilvægt að ríkisstjórnin liðki fyrir viðræðum og helst með neyðarlögum um leigufélög. Staða til dæmis leigjenda og fólks með húsnæðislán með breytilegum vöxtum sé alvarlegri en svo að kjarasamningar einir og sér dugi til. 7. desember 2022 13:27 Leigufélag lækkar leiguna um þriðjung í desember Leigufélagið Bríet hyggst veita leigjendum sínum 30 prósenta afslátt af leigu nú í desembermánuði. Leigutökum var tilkynnt þetta bréfleiðis í morgun og ættu þeir að sjá lægri upphæðir en vanalega á greiðsluseðlum í heimabankanum sínum. 30. nóvember 2022 08:05 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent Fleiri fréttir Bankinn hafi frumkvæði að yfirferð og endurgreiðslu Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Sjá meira
Kallar eftir neyðarlögum um leigufélög og myndarlegri aðkomu ríkisins Formaður VR segir að það muni líklega ekki taka lengri tíma en daginn í dag til að meta hvort flötur sé á samningi við Samtök atvinnulífsins. Hann segir gríðarlega mikilvægt að ríkisstjórnin liðki fyrir viðræðum og helst með neyðarlögum um leigufélög. Staða til dæmis leigjenda og fólks með húsnæðislán með breytilegum vöxtum sé alvarlegri en svo að kjarasamningar einir og sér dugi til. 7. desember 2022 13:27
Leigufélag lækkar leiguna um þriðjung í desember Leigufélagið Bríet hyggst veita leigjendum sínum 30 prósenta afslátt af leigu nú í desembermánuði. Leigutökum var tilkynnt þetta bréfleiðis í morgun og ættu þeir að sjá lægri upphæðir en vanalega á greiðsluseðlum í heimabankanum sínum. 30. nóvember 2022 08:05