Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Sindri Sindrason les fréttir klukkan 18:30.
Sindri Sindrason les fréttir klukkan 18:30.

Fundað hefur verið stíft í Karphúsinu í dag þar sem samflot iðnaðar- og tæknimanna og VR reyna að landa kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins. Við verðum í beinni útsendingu þaðan og fylgjumst með stöðu mála.

Þá ræðum við einnig við seðlabankastjóra sem gagnrýnir mikla útgjaldaaukningu ríkisstjórnarinnar í fjárlögum. Þau eru nú til umræðu á Alþingi og við verðum í beinni þaðan.

Þrátt fyrir að íbúðafélagið Alma hafi skilað ríflega tólf milljarða methagnaði á síðasta ári hækkar félagið leigu hjá sínu fólki um fjórðung eftir áramót. Við hittum öryrkja sem segist ekki geta greitt leiguna og sér fram á að lenda á götunni um mánaðarmótin.

Við hittum einnig fastagesti athvarfs fyrir fólk með geðraskanir sem nú stendur til að loka vegna hagræðingar hjá borinni. Þau eru verulega ósátt og segjast sum ekki hafa neinn annan félagsskap. Að lokum kíkjum við í heimagerða jólaveröld hjá manni sem er að eigin sögn eitt allra mesta jólabarn landsins.

Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Hlusta má á kvöldfréttirnar í beinni útsendingu í spilaranum hér að ofan. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.