Máli Samtakanna 22 gegn varaþingmanni VG vísað frá Bjarki Sigurðsson skrifar 7. desember 2022 13:57 Daníel E. Arnarsson, varaþingmaður Vinstri grænna og framkvæmdastjóri Samtakanna 78. Vísir/Egill Forsætisnefnd Alþingis vísaði í dag frá erindi um meint brot Daníels E. Arnarssonar, varaþingmanns Vinstri grænna, á siðareglum fyrir alþingismenn. Hvorki ummæli hans né skráning í hagsmunaskrá voru tekin til skoðunar. Samtökin 22, hagsmunasamtök samkynhneigðra, hafa í gegnum tíðina verið sökuð um hatur á trans fólki og sögð tengjast erlendum haturssamtökum. Daníel ýjaði einmitt að því í ræðu sinni þegar rætt var um svokallað bælingarfrumvarp á Alþingi. Samtökin 22 höfðu skilað umsögn til fastanefndar Alþingis þar sem talað var gegn frumvarpinu. „Því haturssamtök gegn trans fólki hafa í fyrsta sinn skilað inn umsögn til fastanefndar Alþingis. Þar er tilveruréttur trans fólks ekki einungis dreginn í efa heldur er þar sagt beinum orðum að trans fólk sé hreinlega ekki til. Og að samfélagið búi til trans fólk með ólöglegum skurðaðgerðum og lyfjanotkun. Allt saman hið mesta bull,“ sagði Daníel í ræðu sinni. Hafa eldað saman grátt silfur til lengri tíma Í kjölfar ræðu Daníels sendu Samtökin inn erindi til forsætisnefndar Alþingis þar sem kvartað var yfir háttsemi hans í ræðustól, þá sérstaklega var kvartað yfir því að Daníel hafi kallað samtökin haturssamtök. „Daníel E Arnarsson hefur eldað grátt silfur við Samtökin 22 og undirritaðan einhliða um langa hríð. Við höfum ævinlega verið tilbúin að ræða stöðu réttindabaráttu samkynhneigðra og annarra undir regnhlíf Samtakanna 78, en í tilviki nefnds þingmanns hefur það verið án árangurs,“ sagði í erindi samtakanna sem fréttastofa fjallaði um í síðasta mánuði. Samtökin kvörtuðu einnig yfir því að Daníel væri starfsmaður Samtakanna 78 en tæki það ekki fram í hagsmunaskrá sinni. Báðum liðum vísað frá Forsætisnefndin mat það sem svo að tjáning Daníels í ræðustól lúti fundarstjórn forseta Alþingis en athafnir forseta Alþingis við stjórn þingfunda sæta ekki endurskoðun. Því var þeim hluta vísað frá. Um hagsmunaskrána segir að samkvæmt reglum um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum alþingismanna og trúnaðarstörfum utan þings tekur skylda til að skrá upplýsingar eingöngu til þeirra varaþingmanna sem hafa setið í fjórar vikur samfellt á þingi. Daníel tók sæti á Alþingi í eina viku og tóku því reglur hagsmunaskráningu ekki til hans umrætt sinn. Erindinu var því alfarið vísað frá nefndinni Alþingi Stjórnsýsla Hinsegin Málefni trans fólks Vinstri græn Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Reykjanesbraut verður tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Samtökin 22, hagsmunasamtök samkynhneigðra, hafa í gegnum tíðina verið sökuð um hatur á trans fólki og sögð tengjast erlendum haturssamtökum. Daníel ýjaði einmitt að því í ræðu sinni þegar rætt var um svokallað bælingarfrumvarp á Alþingi. Samtökin 22 höfðu skilað umsögn til fastanefndar Alþingis þar sem talað var gegn frumvarpinu. „Því haturssamtök gegn trans fólki hafa í fyrsta sinn skilað inn umsögn til fastanefndar Alþingis. Þar er tilveruréttur trans fólks ekki einungis dreginn í efa heldur er þar sagt beinum orðum að trans fólk sé hreinlega ekki til. Og að samfélagið búi til trans fólk með ólöglegum skurðaðgerðum og lyfjanotkun. Allt saman hið mesta bull,“ sagði Daníel í ræðu sinni. Hafa eldað saman grátt silfur til lengri tíma Í kjölfar ræðu Daníels sendu Samtökin inn erindi til forsætisnefndar Alþingis þar sem kvartað var yfir háttsemi hans í ræðustól, þá sérstaklega var kvartað yfir því að Daníel hafi kallað samtökin haturssamtök. „Daníel E Arnarsson hefur eldað grátt silfur við Samtökin 22 og undirritaðan einhliða um langa hríð. Við höfum ævinlega verið tilbúin að ræða stöðu réttindabaráttu samkynhneigðra og annarra undir regnhlíf Samtakanna 78, en í tilviki nefnds þingmanns hefur það verið án árangurs,“ sagði í erindi samtakanna sem fréttastofa fjallaði um í síðasta mánuði. Samtökin kvörtuðu einnig yfir því að Daníel væri starfsmaður Samtakanna 78 en tæki það ekki fram í hagsmunaskrá sinni. Báðum liðum vísað frá Forsætisnefndin mat það sem svo að tjáning Daníels í ræðustól lúti fundarstjórn forseta Alþingis en athafnir forseta Alþingis við stjórn þingfunda sæta ekki endurskoðun. Því var þeim hluta vísað frá. Um hagsmunaskrána segir að samkvæmt reglum um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum alþingismanna og trúnaðarstörfum utan þings tekur skylda til að skrá upplýsingar eingöngu til þeirra varaþingmanna sem hafa setið í fjórar vikur samfellt á þingi. Daníel tók sæti á Alþingi í eina viku og tóku því reglur hagsmunaskráningu ekki til hans umrætt sinn. Erindinu var því alfarið vísað frá nefndinni
Alþingi Stjórnsýsla Hinsegin Málefni trans fólks Vinstri græn Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Reykjanesbraut verður tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Sjá meira