Máli Samtakanna 22 gegn varaþingmanni VG vísað frá Bjarki Sigurðsson skrifar 7. desember 2022 13:57 Daníel E. Arnarsson, varaþingmaður Vinstri grænna og framkvæmdastjóri Samtakanna 78. Vísir/Egill Forsætisnefnd Alþingis vísaði í dag frá erindi um meint brot Daníels E. Arnarssonar, varaþingmanns Vinstri grænna, á siðareglum fyrir alþingismenn. Hvorki ummæli hans né skráning í hagsmunaskrá voru tekin til skoðunar. Samtökin 22, hagsmunasamtök samkynhneigðra, hafa í gegnum tíðina verið sökuð um hatur á trans fólki og sögð tengjast erlendum haturssamtökum. Daníel ýjaði einmitt að því í ræðu sinni þegar rætt var um svokallað bælingarfrumvarp á Alþingi. Samtökin 22 höfðu skilað umsögn til fastanefndar Alþingis þar sem talað var gegn frumvarpinu. „Því haturssamtök gegn trans fólki hafa í fyrsta sinn skilað inn umsögn til fastanefndar Alþingis. Þar er tilveruréttur trans fólks ekki einungis dreginn í efa heldur er þar sagt beinum orðum að trans fólk sé hreinlega ekki til. Og að samfélagið búi til trans fólk með ólöglegum skurðaðgerðum og lyfjanotkun. Allt saman hið mesta bull,“ sagði Daníel í ræðu sinni. Hafa eldað saman grátt silfur til lengri tíma Í kjölfar ræðu Daníels sendu Samtökin inn erindi til forsætisnefndar Alþingis þar sem kvartað var yfir háttsemi hans í ræðustól, þá sérstaklega var kvartað yfir því að Daníel hafi kallað samtökin haturssamtök. „Daníel E Arnarsson hefur eldað grátt silfur við Samtökin 22 og undirritaðan einhliða um langa hríð. Við höfum ævinlega verið tilbúin að ræða stöðu réttindabaráttu samkynhneigðra og annarra undir regnhlíf Samtakanna 78, en í tilviki nefnds þingmanns hefur það verið án árangurs,“ sagði í erindi samtakanna sem fréttastofa fjallaði um í síðasta mánuði. Samtökin kvörtuðu einnig yfir því að Daníel væri starfsmaður Samtakanna 78 en tæki það ekki fram í hagsmunaskrá sinni. Báðum liðum vísað frá Forsætisnefndin mat það sem svo að tjáning Daníels í ræðustól lúti fundarstjórn forseta Alþingis en athafnir forseta Alþingis við stjórn þingfunda sæta ekki endurskoðun. Því var þeim hluta vísað frá. Um hagsmunaskrána segir að samkvæmt reglum um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum alþingismanna og trúnaðarstörfum utan þings tekur skylda til að skrá upplýsingar eingöngu til þeirra varaþingmanna sem hafa setið í fjórar vikur samfellt á þingi. Daníel tók sæti á Alþingi í eina viku og tóku því reglur hagsmunaskráningu ekki til hans umrætt sinn. Erindinu var því alfarið vísað frá nefndinni Alþingi Stjórnsýsla Hinsegin Málefni trans fólks Vinstri græn Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Samtökin 22, hagsmunasamtök samkynhneigðra, hafa í gegnum tíðina verið sökuð um hatur á trans fólki og sögð tengjast erlendum haturssamtökum. Daníel ýjaði einmitt að því í ræðu sinni þegar rætt var um svokallað bælingarfrumvarp á Alþingi. Samtökin 22 höfðu skilað umsögn til fastanefndar Alþingis þar sem talað var gegn frumvarpinu. „Því haturssamtök gegn trans fólki hafa í fyrsta sinn skilað inn umsögn til fastanefndar Alþingis. Þar er tilveruréttur trans fólks ekki einungis dreginn í efa heldur er þar sagt beinum orðum að trans fólk sé hreinlega ekki til. Og að samfélagið búi til trans fólk með ólöglegum skurðaðgerðum og lyfjanotkun. Allt saman hið mesta bull,“ sagði Daníel í ræðu sinni. Hafa eldað saman grátt silfur til lengri tíma Í kjölfar ræðu Daníels sendu Samtökin inn erindi til forsætisnefndar Alþingis þar sem kvartað var yfir háttsemi hans í ræðustól, þá sérstaklega var kvartað yfir því að Daníel hafi kallað samtökin haturssamtök. „Daníel E Arnarsson hefur eldað grátt silfur við Samtökin 22 og undirritaðan einhliða um langa hríð. Við höfum ævinlega verið tilbúin að ræða stöðu réttindabaráttu samkynhneigðra og annarra undir regnhlíf Samtakanna 78, en í tilviki nefnds þingmanns hefur það verið án árangurs,“ sagði í erindi samtakanna sem fréttastofa fjallaði um í síðasta mánuði. Samtökin kvörtuðu einnig yfir því að Daníel væri starfsmaður Samtakanna 78 en tæki það ekki fram í hagsmunaskrá sinni. Báðum liðum vísað frá Forsætisnefndin mat það sem svo að tjáning Daníels í ræðustól lúti fundarstjórn forseta Alþingis en athafnir forseta Alþingis við stjórn þingfunda sæta ekki endurskoðun. Því var þeim hluta vísað frá. Um hagsmunaskrána segir að samkvæmt reglum um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum alþingismanna og trúnaðarstörfum utan þings tekur skylda til að skrá upplýsingar eingöngu til þeirra varaþingmanna sem hafa setið í fjórar vikur samfellt á þingi. Daníel tók sæti á Alþingi í eina viku og tóku því reglur hagsmunaskráningu ekki til hans umrætt sinn. Erindinu var því alfarið vísað frá nefndinni
Alþingi Stjórnsýsla Hinsegin Málefni trans fólks Vinstri græn Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira