Þessi jól versta útgáfa hugsanleg fyrir launaþrælinn Jakob Bjarnar skrifar 7. desember 2022 12:55 Bragi Halldórsson teiknari er sérfróður í dagatölum. Hann segir að þessi útgáfa sé sú versta sem upp getur komið, einungis einn helgur dagur lendir á virkum degi sem þýðir fyrir launaþrælinn það að aðeins einn frídagur fellur til þessi jólin. Þessi jólahátíð er martröð fyrir launaþræla sé litið til frídaga sem ættu að fylgja þessari hátíð ljóss og friðar. Aðeins einn frídagur fellur til. Nú þegar eðlilegt fólk er farið að líta til jólaundirbúningsins, hér eru þeir ekki taldir til eðlilegs fólks sem er með allt tilbúið, sjá sér til skelfingar að þeir eru fáir frídagarnir sem falla til svo sinna megi hinu og þessu sem útaf stendur. Árið 2022 er að því leytinu til annus horriblis, aðeins er einn virkur dagur rauður á dagatalinu. Versta útgáfan sem getur komið upp Bragi Halldórsson teiknari er maður margra hæfileika. Hann er grúskari af guðs náð, hefur fengist við krossgátugerð auk þess sem hann hefur sett saman sérstakt dagatal sem tengja má við google-dagatalið sem er að finna í tölvum margra. Koma þar þá fram íslenskir hátíðisdagar. Bragi er sérfræðingur í dagatölum. Launaþrællinn á leiðinni í jólaköttinn, honum veitist í það minnsta ekki mikið svigrúm til að virða hann fyrir sér þar sem hann stillir sér upp í Austurstrætinu.vísir/vilhelm Bragi segir það vissulega svo að staðan hvað þetta varði árið 2022 sé ekkert gleðiefni fyrir launaþrælana. „Enda voru þetta kölluð „Atvinnurekendajól“ hér áður fyrr. Þegar jólin lenda á helgi verður bara til frídagur sem er 2. í jólum. Svo lenda Gamlárs- og Nýársdagur viku seinna svo það ber upp á helgi líka.“ En, þetta er alveg glatað? „Já, þetta er versta útgáfan sem getur komið upp, það að fólk fái bara einn frídag. Það getur ekki komið upp sú staða að fólk fái engan frídag um jól og áramót, þannig, já, þetta er versta mögulega útgáfan fyrir launafólk.“ Bragi útskýrir að á hverju ári færist fastir frídagar til um einn dag nema þegar er hlaupaár. „Á næsta ári er ekki hlaup ár svo Aðfangadagur lendir á sunnudegi, Jóladagur og 2. í jólum eru því 2 frídagar og Gamlársdagur er einnig á sunnudegi og þá Nýársdagur á mánudegi sem er þá frídagur, þrír frídagar samtals á næsta ári, 2023,“ segir Bragi hughreystandi. Fimm frídagar um jólin 2024 Sé litið lengra fram í tímann þá er 2024 hlaupaár og þá hoppar það ár fram um 2 daga og þá eru allir jóladagarnir á virkum dögum sem og Gamlárs- og Nýársddagur. „Þá verða samtals 5 frídagar sem er það mesta sem hægt er að fá. Þó ber að geta þess að í rauninni eru Aðfanga-og Gamlársdagur ekki frídagar nema til hálfs og fer það eftir vinnustaðasamningum hvernig því er háttað en atvinnurekendum er leyfilegt að ætlast til þess að fólk vinni minnst til hádegis og mest til 4,“ segir Bragi til að slá á fögnuðinn. Ekki er algert frí fyrr en klukkan sex. Svo í rauninni, ef atvinnurekendur notfæra sér þessi ákvæði í vinnulöggjöfinni þá eru jól og áramót í reynd aðeins 4 heilir dagar, að sögn Braga. Jóladagur, 2. í jólum og Nýjársdagur eru heilir frídagar og svo Aðfanga-og Gamlársdagur hálfir hvor fyrir sig, samtals fjórir. „Þetta nýta sér til dæmis matvörustórmarkaðir einna helst og eru með opið til minnst 2 en flestir 4 á Aðfanga-og Gamlársdag.“ Og þá vitum við það. Jól Vinnumarkaður Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fleiri fréttir „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Sjá meira
Nú þegar eðlilegt fólk er farið að líta til jólaundirbúningsins, hér eru þeir ekki taldir til eðlilegs fólks sem er með allt tilbúið, sjá sér til skelfingar að þeir eru fáir frídagarnir sem falla til svo sinna megi hinu og þessu sem útaf stendur. Árið 2022 er að því leytinu til annus horriblis, aðeins er einn virkur dagur rauður á dagatalinu. Versta útgáfan sem getur komið upp Bragi Halldórsson teiknari er maður margra hæfileika. Hann er grúskari af guðs náð, hefur fengist við krossgátugerð auk þess sem hann hefur sett saman sérstakt dagatal sem tengja má við google-dagatalið sem er að finna í tölvum margra. Koma þar þá fram íslenskir hátíðisdagar. Bragi er sérfræðingur í dagatölum. Launaþrællinn á leiðinni í jólaköttinn, honum veitist í það minnsta ekki mikið svigrúm til að virða hann fyrir sér þar sem hann stillir sér upp í Austurstrætinu.vísir/vilhelm Bragi segir það vissulega svo að staðan hvað þetta varði árið 2022 sé ekkert gleðiefni fyrir launaþrælana. „Enda voru þetta kölluð „Atvinnurekendajól“ hér áður fyrr. Þegar jólin lenda á helgi verður bara til frídagur sem er 2. í jólum. Svo lenda Gamlárs- og Nýársdagur viku seinna svo það ber upp á helgi líka.“ En, þetta er alveg glatað? „Já, þetta er versta útgáfan sem getur komið upp, það að fólk fái bara einn frídag. Það getur ekki komið upp sú staða að fólk fái engan frídag um jól og áramót, þannig, já, þetta er versta mögulega útgáfan fyrir launafólk.“ Bragi útskýrir að á hverju ári færist fastir frídagar til um einn dag nema þegar er hlaupaár. „Á næsta ári er ekki hlaup ár svo Aðfangadagur lendir á sunnudegi, Jóladagur og 2. í jólum eru því 2 frídagar og Gamlársdagur er einnig á sunnudegi og þá Nýársdagur á mánudegi sem er þá frídagur, þrír frídagar samtals á næsta ári, 2023,“ segir Bragi hughreystandi. Fimm frídagar um jólin 2024 Sé litið lengra fram í tímann þá er 2024 hlaupaár og þá hoppar það ár fram um 2 daga og þá eru allir jóladagarnir á virkum dögum sem og Gamlárs- og Nýársddagur. „Þá verða samtals 5 frídagar sem er það mesta sem hægt er að fá. Þó ber að geta þess að í rauninni eru Aðfanga-og Gamlársdagur ekki frídagar nema til hálfs og fer það eftir vinnustaðasamningum hvernig því er háttað en atvinnurekendum er leyfilegt að ætlast til þess að fólk vinni minnst til hádegis og mest til 4,“ segir Bragi til að slá á fögnuðinn. Ekki er algert frí fyrr en klukkan sex. Svo í rauninni, ef atvinnurekendur notfæra sér þessi ákvæði í vinnulöggjöfinni þá eru jól og áramót í reynd aðeins 4 heilir dagar, að sögn Braga. Jóladagur, 2. í jólum og Nýjársdagur eru heilir frídagar og svo Aðfanga-og Gamlársdagur hálfir hvor fyrir sig, samtals fjórir. „Þetta nýta sér til dæmis matvörustórmarkaðir einna helst og eru með opið til minnst 2 en flestir 4 á Aðfanga-og Gamlársdag.“ Og þá vitum við það.
Jól Vinnumarkaður Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fleiri fréttir „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Sjá meira