„Halda áfram á brautu skuldasöfnunar í borgarstjórn“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. desember 2022 14:00 Kjartan segir meirihlutann ekki hafa gengið nógu langt í hagræðingaraðgerðum. Vísir Mun breiðari stuðningur reyndist við nýsamþykkta fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar en borgarstjóri gerði ráð fyrir. Minnihlutinn segir að ekki hafi verið gengið nógu langt í hagræðingum hjá stórskuldugri borg. Fyrsta fjárhagsáætlun meirihluta Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar var samþykkt í borgarstjórn í gærkvöldi. Áætlunin tekur mið af nýrri þjóðhagspá Hagstofunnar og gerir ráð fyrir áframhaldandi vexti borgarinnar og fullri fjármögnun grunnþjónustu en aðhaldi í öðrum rekstri. Þá var einnig samþykkt ný fjármálastefna og fjárhagsáætlun til næstu fimm ára, 2023 til 2027. „Mér fannst fundurinn sjálfur ganga vel, umræðurnar málefnalegar. Það reyndist vera miklu breiðari stuðningur við fjölmargar af þeim hagræðingartillögum sem við höfum lagt fram en umræðan gaf til kynna,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Útfæra og innleiða þurfi hagræðingaraðgerðir af virðingu við borgarana. Meðal þeirra hagræðinga sem hafa verið gagnrýndar er lokun Vinjar, dagseturs fyrir fólk með geðraskanir en borgin tók við rekstrinum af Rauða Krossinum í júlí síðastliðnum. „Hugmyndin er að þjóna [þessum hópi] með öðrum hætti í samhengi við aðra þjónustu borgarinnar. Næsta skref í því er að setjast niður með geðhjálp og öðrum sem koma að málaflokknum til að finna góða lendingu varðandi það,“ segir Dagur. Minnihlutinn segir aðgerðirnar ekki nógu drastískar. „Þessi fjárhagsáætlun sýnir að það á að halda áfram á brautu skuldasöfnunar í borgarstjórn. Það eru mjög slæm tíðindi fyrir borgarbúa að það skuli að eiga að bæta enn við skuldirnar,“ segir Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn lagði til á dögunum sjö milljarða króna sparnaðaraðgerðir, sem voru ekki samþykktar. „Hagræðingin er samt ekki svo mikil. Það sér varla högg á vatni og ástandið er þannig að það hefði þurft að ráðast í miklu víðtækari og stærri hagræðingaraðgerðir.“ Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Samþykkt að selja sumarbústað borgarstjórnar Sumarhús borgarstjórnar við Úlfljótsvatn verður selt. Tillaga Sjálfstæðisflokksins þess efnis var samþykkt á löngum fundi borgarstjórnar í gær. 7. desember 2022 11:11 „Við eigum ekki að hoppa á ódýrar tillögur Sjálfstæðisflokksins“ Sjálfstæðismenn í borgarstjórn leggja fram breytingatillögur á fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár sem sparar borginni 7,2 milljarða króna. Í tillögunum felst meðal annars frestun fjárfestinga, hagræðing í miðlægri stjórnsýslu og að minnka yfirbyggingu. Borgarstjóri segir tillögurnar „ódýrar“ og að ekki sé hægt að fækka starfsfólki öðruvísi en að skerða þjónustu. 6. desember 2022 13:11 Leggja til sparnaðaraðgerðir upp á sjö milljarða Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins munu í dag leggja til breytingar á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2023 sem miða að því að spara borginni að minnsta kosti 7,2 milljarða króna. 6. desember 2022 06:45 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Fyrsta fjárhagsáætlun meirihluta Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar var samþykkt í borgarstjórn í gærkvöldi. Áætlunin tekur mið af nýrri þjóðhagspá Hagstofunnar og gerir ráð fyrir áframhaldandi vexti borgarinnar og fullri fjármögnun grunnþjónustu en aðhaldi í öðrum rekstri. Þá var einnig samþykkt ný fjármálastefna og fjárhagsáætlun til næstu fimm ára, 2023 til 2027. „Mér fannst fundurinn sjálfur ganga vel, umræðurnar málefnalegar. Það reyndist vera miklu breiðari stuðningur við fjölmargar af þeim hagræðingartillögum sem við höfum lagt fram en umræðan gaf til kynna,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Útfæra og innleiða þurfi hagræðingaraðgerðir af virðingu við borgarana. Meðal þeirra hagræðinga sem hafa verið gagnrýndar er lokun Vinjar, dagseturs fyrir fólk með geðraskanir en borgin tók við rekstrinum af Rauða Krossinum í júlí síðastliðnum. „Hugmyndin er að þjóna [þessum hópi] með öðrum hætti í samhengi við aðra þjónustu borgarinnar. Næsta skref í því er að setjast niður með geðhjálp og öðrum sem koma að málaflokknum til að finna góða lendingu varðandi það,“ segir Dagur. Minnihlutinn segir aðgerðirnar ekki nógu drastískar. „Þessi fjárhagsáætlun sýnir að það á að halda áfram á brautu skuldasöfnunar í borgarstjórn. Það eru mjög slæm tíðindi fyrir borgarbúa að það skuli að eiga að bæta enn við skuldirnar,“ segir Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn lagði til á dögunum sjö milljarða króna sparnaðaraðgerðir, sem voru ekki samþykktar. „Hagræðingin er samt ekki svo mikil. Það sér varla högg á vatni og ástandið er þannig að það hefði þurft að ráðast í miklu víðtækari og stærri hagræðingaraðgerðir.“
Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Samþykkt að selja sumarbústað borgarstjórnar Sumarhús borgarstjórnar við Úlfljótsvatn verður selt. Tillaga Sjálfstæðisflokksins þess efnis var samþykkt á löngum fundi borgarstjórnar í gær. 7. desember 2022 11:11 „Við eigum ekki að hoppa á ódýrar tillögur Sjálfstæðisflokksins“ Sjálfstæðismenn í borgarstjórn leggja fram breytingatillögur á fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár sem sparar borginni 7,2 milljarða króna. Í tillögunum felst meðal annars frestun fjárfestinga, hagræðing í miðlægri stjórnsýslu og að minnka yfirbyggingu. Borgarstjóri segir tillögurnar „ódýrar“ og að ekki sé hægt að fækka starfsfólki öðruvísi en að skerða þjónustu. 6. desember 2022 13:11 Leggja til sparnaðaraðgerðir upp á sjö milljarða Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins munu í dag leggja til breytingar á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2023 sem miða að því að spara borginni að minnsta kosti 7,2 milljarða króna. 6. desember 2022 06:45 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Samþykkt að selja sumarbústað borgarstjórnar Sumarhús borgarstjórnar við Úlfljótsvatn verður selt. Tillaga Sjálfstæðisflokksins þess efnis var samþykkt á löngum fundi borgarstjórnar í gær. 7. desember 2022 11:11
„Við eigum ekki að hoppa á ódýrar tillögur Sjálfstæðisflokksins“ Sjálfstæðismenn í borgarstjórn leggja fram breytingatillögur á fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár sem sparar borginni 7,2 milljarða króna. Í tillögunum felst meðal annars frestun fjárfestinga, hagræðing í miðlægri stjórnsýslu og að minnka yfirbyggingu. Borgarstjóri segir tillögurnar „ódýrar“ og að ekki sé hægt að fækka starfsfólki öðruvísi en að skerða þjónustu. 6. desember 2022 13:11
Leggja til sparnaðaraðgerðir upp á sjö milljarða Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins munu í dag leggja til breytingar á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2023 sem miða að því að spara borginni að minnsta kosti 7,2 milljarða króna. 6. desember 2022 06:45