Íslensk erfðagreining gæti hlaupið undir bagga í lífsýnarannsóknum í sakamálum Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 6. desember 2022 23:38 Kári bendir á að á Íslandi er auðvelt að finna einstaklinga eingöngu á grundvelli erfðaefnis. Vísir/Vilhelm „Ef að það er þörf á okkar getu og kunnáttu og leitað eftir henni þá erum við hér til staðar og reiðubúin að skoða allt milli himins og jarðar,“ segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar en hann telur Íslenska erfðagreiningu fyllilega í stakk búna til að sinna lífsýnarannsóknum í sakamálum hér á landi. Lífsýni í íslenskum sakamálum hafa hingað til verið send til rannsóknar í Svíþjóð á vottuðum rannsóknarstofum. Hrina alvarlega sakamála í Svíþjóð undanfarið hefur hins vegar valdið því að biðtími eftir sýnum hefur lengst og hefur það tafið rannsókn sakamála hérlendis. Sænska rannsóknarstofan annar einfaldlega ekki eftirspurn. Kári ræddi við Reykjavík síðdegis um málið og sagði það vera tiltölulega auðvelt fyrir Íslenska erfðagreiningu að sjá um þessar lífsýnarannsóknir. „Þetta er sú tegund af vinnu sem við erum að vinna öllum stundum, sem er að taka erfðaefni úr fólki og raðgreina það, aðgerðagreina og finna samsvörun á milli sýna. Þannig að þetta væri ekki flókið fyrir okkur.“ Kári bendir á að áður en slíkt gæti átt sér stað þyrfti að ganga frá formlegum atriðum. Til að mynda þyrfti Íslensk erfðagreining að fá viðurkenningu sem formleg rannsóknarstofa á þessu sviði. Það væri lítill vandi. „Það þarf fyrst og fremst vilja til að nýta þá aðstöðu sem hér er. Þegar Svíar vilja fara út í flóknar rannsóknir á erfðaefni þá leita þeir til okkar. Þannig að það hvergi í Norður Evrópu eru menn með sömu getu og við. Þannig að þetta ætti að vera tiltölulega auðvelt.“ Kári segir að um einföld vísindi sé að ræða. Hægt væri að skila niðurstöðum úr rannsóknum innan nokkurra daga. Hann segir það þó ekki vera markmið hjá Íslenskri erfðagreiningu að sinna rannsóknum af þessu tagi. „Það mætti líta á þetta að einhverju leyti sem þegnskyldu, ef menn lenda í vandræðum með þetta í Svíþjóð, en þá þarf að vera vilji fyrir hendi hjá lögreglunni til að nýta þá getu sem við höfum. Einhvern veginn hefur enginn séð ástæðu til að ganga frá málum þannig að það yrði þannig.“ Auðvelt að finna einstaklinga á grundvelli erfðaefnis Hann hefur þó ekki áhuga á að gera Íslenska erfðagreiningu að rannsóknarstofu í réttarlæknisfræði. „Við myndum alls ekki vilja gera það. En okkur þykir vænt um íslenskt samfélag og eins og kom í ljós í Covid þegar þörf er á okkar þjónustu, þegar það sem við getum og kunnum er ekki til staðar annars staðar, þá hlaupum við í skarðið. En það þýðir hins vegar alls ekki að okkur langi að verða einhvers konar sóttvarnarstofnun, og það þýðir heldur ekki að okkur langi til að verða einhvers konar réttarlæknisfræðileg rannsóknarstofa.ׅ“ Kári bendir jafnframt á að á Íslandi er auðvelt að finna einstaklinga eingöngu á grundvelli erfðaefnis. Hins vegar þurfi að vera vilji í samfélaginu til að notfæra sér slíkt. „En eins og stendur þá erum við hérna í Vatnsmýrinni að reyna að gera uppgvötanir og lögreglan er í stöðugum viðskiptum við stórkostlega rannsóknarstofu í Svíþjóð sem hreyfir sig tiltölulega hægt.“ Reykjavík síðdegis Íslensk erfðagreining Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Lífsýni í íslenskum sakamálum hafa hingað til verið send til rannsóknar í Svíþjóð á vottuðum rannsóknarstofum. Hrina alvarlega sakamála í Svíþjóð undanfarið hefur hins vegar valdið því að biðtími eftir sýnum hefur lengst og hefur það tafið rannsókn sakamála hérlendis. Sænska rannsóknarstofan annar einfaldlega ekki eftirspurn. Kári ræddi við Reykjavík síðdegis um málið og sagði það vera tiltölulega auðvelt fyrir Íslenska erfðagreiningu að sjá um þessar lífsýnarannsóknir. „Þetta er sú tegund af vinnu sem við erum að vinna öllum stundum, sem er að taka erfðaefni úr fólki og raðgreina það, aðgerðagreina og finna samsvörun á milli sýna. Þannig að þetta væri ekki flókið fyrir okkur.“ Kári bendir á að áður en slíkt gæti átt sér stað þyrfti að ganga frá formlegum atriðum. Til að mynda þyrfti Íslensk erfðagreining að fá viðurkenningu sem formleg rannsóknarstofa á þessu sviði. Það væri lítill vandi. „Það þarf fyrst og fremst vilja til að nýta þá aðstöðu sem hér er. Þegar Svíar vilja fara út í flóknar rannsóknir á erfðaefni þá leita þeir til okkar. Þannig að það hvergi í Norður Evrópu eru menn með sömu getu og við. Þannig að þetta ætti að vera tiltölulega auðvelt.“ Kári segir að um einföld vísindi sé að ræða. Hægt væri að skila niðurstöðum úr rannsóknum innan nokkurra daga. Hann segir það þó ekki vera markmið hjá Íslenskri erfðagreiningu að sinna rannsóknum af þessu tagi. „Það mætti líta á þetta að einhverju leyti sem þegnskyldu, ef menn lenda í vandræðum með þetta í Svíþjóð, en þá þarf að vera vilji fyrir hendi hjá lögreglunni til að nýta þá getu sem við höfum. Einhvern veginn hefur enginn séð ástæðu til að ganga frá málum þannig að það yrði þannig.“ Auðvelt að finna einstaklinga á grundvelli erfðaefnis Hann hefur þó ekki áhuga á að gera Íslenska erfðagreiningu að rannsóknarstofu í réttarlæknisfræði. „Við myndum alls ekki vilja gera það. En okkur þykir vænt um íslenskt samfélag og eins og kom í ljós í Covid þegar þörf er á okkar þjónustu, þegar það sem við getum og kunnum er ekki til staðar annars staðar, þá hlaupum við í skarðið. En það þýðir hins vegar alls ekki að okkur langi að verða einhvers konar sóttvarnarstofnun, og það þýðir heldur ekki að okkur langi til að verða einhvers konar réttarlæknisfræðileg rannsóknarstofa.ׅ“ Kári bendir jafnframt á að á Íslandi er auðvelt að finna einstaklinga eingöngu á grundvelli erfðaefnis. Hins vegar þurfi að vera vilji í samfélaginu til að notfæra sér slíkt. „En eins og stendur þá erum við hérna í Vatnsmýrinni að reyna að gera uppgvötanir og lögreglan er í stöðugum viðskiptum við stórkostlega rannsóknarstofu í Svíþjóð sem hreyfir sig tiltölulega hægt.“
Reykjavík síðdegis Íslensk erfðagreining Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira