Hér má sjá þegar neðansjávarfarið var flutt á léttbát.Landhelgisgæslan
Leit að skipverjanum á Sighvati GK-57 sem féll útbyrðis á laugardag úti fyrir Garðsskaga heldur áfram fram á kvöld.
Við leit dagsins var notast við neðansjávarfar frá Teledyne Gavia ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar.
Neðansjávarfarið er búið hliðarhljóðsjá og myndavél til þess að athuga megi sjávarbotninn en þegar leit lýkur í kvöld mun úrvinnsla gagna frá neðansjávarfarinu hefjast.
Hér að neðan má sjá neðansjávarfarið fært á léttbát og staðsetningu undirbúna fyrir leit fyrr í dag.
Leitin að skipverjanum sem féll frá borði við Garðskagavita á laugardag hefur enn engan árangur borið. Lögreglan á Suðurnesjum segir að öryggismyndavélar hafi verið um borð en myndbandsupptaka sé ekki til af slysinu.
Skipverjinn á Sighvati GK-57 í Grindavík sem leitað hefur verið að frá því á laugardag heitir Ekasit Thasaphong og er fæddur árið 1980. Hann býr í Grindavík ásamt eiginkonu og þremur börnum.
Áhöfnin á varðskipinu Þór heldur leit áfram í dag að skipverjanum sem féll útbyrðis á laugardag úti fyrir Garðskaga. Leitað verður með neðansjávarfari frá Teledyne Gavia á svæðinu þar sem talið er að maðurinn hafi fallið fyrir borð.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.