Leitin að skipverjanum ekki enn borið árangur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 5. desember 2022 19:46 Guðmundur Birgir Agnarsson, aðgerðarstjóri hjá Landhelgisgæslunni. Leitinni að karlmanni, sem féll frá boði línuskipsins Sighvats GK-57 í Faxaflóa á laugardag var haldið áfram í dag. Hún hefur þó ekki borið árangur og henni hætt í kvöld. Leit hefst aftur í morgunsárið með varðskipi Landhelgisgæslunnar en óákveðið er hvort þyrlan verði kölluð út. Áhöfn varðskipsins Þórs og þyrlusveit Landhelgisgæslunnar hafa farið fyrir leitinni ásamt aðstoð björgunarbáta frá Landsbjörg. Leitarsvæðið var stækkað í dag og er um 25 sjómílur norðvestur af Garðskaga. „Aðstæður hafa verið góðar og aðgerðir tækjanna, skipa og þyrlu, hafa gengið vel en leit hefur ekki skilað árangri,“ segir Guðmundur Birkir Agnarsson, aðgerðarstjóri hjá Landhelgisgæslunni, um málið en leit hefur verið hætt í dag. Leit verður haldið áfram strax í birtingu á morgun og er ráðgert að varðskipið verði á svæðinu en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort þyrlan verði notuð. Þá verður leitarsvæðið stækkað. „Leitarsvæðin í raun og veru stækka alltaf sjálfkrafa eftir því sem frá líður vegna vaxandi óvissuþátta en við reynum að einbeita okkur auðvitað að svona kjarna svæðisins með þeim tækjum sem við munum hafa þá. Við verðum alla vega með varðskipið en við erum ekki búin að sjá hvort það verði fleiri tæki, fleiri skip eða loftför,“ segir Guðmundur. Aðgerðirnar voru sem mestar á laugardag og í gær, tóku alls 15 skip og bátar auk þyrlu Landhelgisgæslunnar þátt í leitinni þegar mest var. „Þetta er búið að vera mjög umfangsmikil aðgerð og auðvitað leggjum við mesta kraftinn í hana í upphafi. Leitin hófst í myrkri og við leituðum þar fram á nótt en svo var ákveðið að draga úr leitinni og hvíla mannskapinn,“ segir Guðmundur. Lögregla tók skýrslu af skipstjóra Sighvats, sem er í eigu Vísis hf. í Grindavík, í morgun en telur ljóst að um sé að ræða hörmulegt slys. Þá sagði Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur þar sem maðurinn er búsettur, í samtali við fréttastofu í dag að samfélagið í Grindavík sé harmi slegið og bíði þess að skipverjinn finnist. Leit að skipverja á Sighvati GK-57 Grindavík Samgönguslys Sjávarútvegur Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Skýrsla tekin af skipstjóranum í morgun Lögreglan á Suðurnesjum tók skýrslu af skipstjóra Sighvats GK-57, sem er í eigu Vísis hf. í Grindavík, í morgun. Skipverji féll frá borði Sighvats síðdegis á laugardag í Faxaflóa og stendur leit að honum enn yfir. 5. desember 2022 14:31 Leitarsvæðið á Faxaflóa stækkað í dag Leit að skipverja, sem féll útbyrðis af fiskiskipi á laugardag, heldur áfram í dag. Leitarsvæðið hefur verið stækkað nokkuð en bæði varðskipið Þór, þyrla Landhelgisgæslunnar og leitarskip björgunarsveita munu taka þátt í leitinni. 5. desember 2022 10:50 Sjómaðurinn sem leitað er var skipverji á Sighvati GK-57 í eigu Vísis hf. Sjómaðurinn sem leitað hefur verið að frá því á laugardag féll frá borði Sighvats GK-57, línuskips í eigu Vísis hf. Frá þessu er greint í tilkynningu frá útgerðarfélaginu sem Morgunblaðið hefur undir höndum. 5. desember 2022 08:47 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Áhöfn varðskipsins Þórs og þyrlusveit Landhelgisgæslunnar hafa farið fyrir leitinni ásamt aðstoð björgunarbáta frá Landsbjörg. Leitarsvæðið var stækkað í dag og er um 25 sjómílur norðvestur af Garðskaga. „Aðstæður hafa verið góðar og aðgerðir tækjanna, skipa og þyrlu, hafa gengið vel en leit hefur ekki skilað árangri,“ segir Guðmundur Birkir Agnarsson, aðgerðarstjóri hjá Landhelgisgæslunni, um málið en leit hefur verið hætt í dag. Leit verður haldið áfram strax í birtingu á morgun og er ráðgert að varðskipið verði á svæðinu en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort þyrlan verði notuð. Þá verður leitarsvæðið stækkað. „Leitarsvæðin í raun og veru stækka alltaf sjálfkrafa eftir því sem frá líður vegna vaxandi óvissuþátta en við reynum að einbeita okkur auðvitað að svona kjarna svæðisins með þeim tækjum sem við munum hafa þá. Við verðum alla vega með varðskipið en við erum ekki búin að sjá hvort það verði fleiri tæki, fleiri skip eða loftför,“ segir Guðmundur. Aðgerðirnar voru sem mestar á laugardag og í gær, tóku alls 15 skip og bátar auk þyrlu Landhelgisgæslunnar þátt í leitinni þegar mest var. „Þetta er búið að vera mjög umfangsmikil aðgerð og auðvitað leggjum við mesta kraftinn í hana í upphafi. Leitin hófst í myrkri og við leituðum þar fram á nótt en svo var ákveðið að draga úr leitinni og hvíla mannskapinn,“ segir Guðmundur. Lögregla tók skýrslu af skipstjóra Sighvats, sem er í eigu Vísis hf. í Grindavík, í morgun en telur ljóst að um sé að ræða hörmulegt slys. Þá sagði Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur þar sem maðurinn er búsettur, í samtali við fréttastofu í dag að samfélagið í Grindavík sé harmi slegið og bíði þess að skipverjinn finnist.
Leit að skipverja á Sighvati GK-57 Grindavík Samgönguslys Sjávarútvegur Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Skýrsla tekin af skipstjóranum í morgun Lögreglan á Suðurnesjum tók skýrslu af skipstjóra Sighvats GK-57, sem er í eigu Vísis hf. í Grindavík, í morgun. Skipverji féll frá borði Sighvats síðdegis á laugardag í Faxaflóa og stendur leit að honum enn yfir. 5. desember 2022 14:31 Leitarsvæðið á Faxaflóa stækkað í dag Leit að skipverja, sem féll útbyrðis af fiskiskipi á laugardag, heldur áfram í dag. Leitarsvæðið hefur verið stækkað nokkuð en bæði varðskipið Þór, þyrla Landhelgisgæslunnar og leitarskip björgunarsveita munu taka þátt í leitinni. 5. desember 2022 10:50 Sjómaðurinn sem leitað er var skipverji á Sighvati GK-57 í eigu Vísis hf. Sjómaðurinn sem leitað hefur verið að frá því á laugardag féll frá borði Sighvats GK-57, línuskips í eigu Vísis hf. Frá þessu er greint í tilkynningu frá útgerðarfélaginu sem Morgunblaðið hefur undir höndum. 5. desember 2022 08:47 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Skýrsla tekin af skipstjóranum í morgun Lögreglan á Suðurnesjum tók skýrslu af skipstjóra Sighvats GK-57, sem er í eigu Vísis hf. í Grindavík, í morgun. Skipverji féll frá borði Sighvats síðdegis á laugardag í Faxaflóa og stendur leit að honum enn yfir. 5. desember 2022 14:31
Leitarsvæðið á Faxaflóa stækkað í dag Leit að skipverja, sem féll útbyrðis af fiskiskipi á laugardag, heldur áfram í dag. Leitarsvæðið hefur verið stækkað nokkuð en bæði varðskipið Þór, þyrla Landhelgisgæslunnar og leitarskip björgunarsveita munu taka þátt í leitinni. 5. desember 2022 10:50
Sjómaðurinn sem leitað er var skipverji á Sighvati GK-57 í eigu Vísis hf. Sjómaðurinn sem leitað hefur verið að frá því á laugardag féll frá borði Sighvats GK-57, línuskips í eigu Vísis hf. Frá þessu er greint í tilkynningu frá útgerðarfélaginu sem Morgunblaðið hefur undir höndum. 5. desember 2022 08:47