Innlent

Upp­þvotta­vél brann yfir í hús­næði FÍH

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Eldur kviknaði út frá uppþvottavél í húsnæði FÍH í dag
Eldur kviknaði út frá uppþvottavél í húsnæði FÍH í dag Vísir/ Steingrímur Dúi

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var með talsverðan viðbúnað við húsnæði FÍH í Rauðagerði seinni partinn í dag þegar eldur kviknaði út frá uppþvottavél og mikinn reyk lagði um húsnæðið. Að sögn formanns félagsins fór betur en á horfðist og góð viðvörunarkerfi hafi sannað gildi sitt.

Aðgerðum slökkviliðs er lokið á vettvangi. Gunnar Hrafnsson, formaður FÍH segir að þeirra bíði ærið verk á morgun og næstu daga við að þrífa húsið. „Eldhúsið er ónýtt, við förum bara í það á morgun að moka allt út. Það þarf að heilþrífa alla eignina út af reyk og mengun,“ segir Gunnar í samtali við fréttastofu.

Gunnar Hrafnsson er formaður FÍHFÍH

Gunnar segir ljóst að kviknað hafi í út frá uppþvottavél sem brann yfir. „Þetta hefur náð að krauma í einhvern tíma. Það var einhver smá eldur í vélinni sem mallaði staðbundið en reykurinn dreifðist hraustlega um allt húsið.“

Gunnar segir að sem betur fer sé tjónið ekki mikið og þakkar það góðu öryggiskerfi. „Það sannaði svo sannarlega gildi sitt. Þetta hefði geta orðið mikið tjón, í þessu húsi er allt fullt af hljóðfærum og raftækjum. Þetta fór sannarlega betur en á horfðist.“


Tengdar fréttir

Mikill við­búnaður slökkvi­liðs í Rauða­gerði

Lögregla og slökkvilið eru með mikinn viðbúnað við Rauðagerði í Reykjavík þessa stundina. Aðgerðirnar standa yfir við bakhús húss Félags íslenskra hljómlistarmanna, FÍH. Búið er að ráða niðurlögum elds sem kviknaði inni í húsinu en reykræsting stendur enn yfir. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.