Innlent

Þyrlur hættar leit en skip halda á­fram fram eftir kvöldi

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Sjö skip taka þátt í leitinni, eitt varðskip, eitt björgunarskip og fimm fiskiskip. Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar þurfti frá að hverfa vegna veðurskilyrða.
Sjö skip taka þátt í leitinni, eitt varðskip, eitt björgunarskip og fimm fiskiskip. Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar þurfti frá að hverfa vegna veðurskilyrða. Vísir/Vilhelm

Leit stendur enn yfir að skipverjanum sem féll útbyrðis af fiskiskipi á utanverðum Faxaflóa síðdegis í gær, þrátt fyrir að komið sé fram í myrkur.

Sjö skip taka þátt í leitinni, eitt varðskip, eitt björgunarskip og fimm fiskiskip. Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar þurfti frá að hverfa vegna veðurskilyrða.

Leitað fram eftir kvöldi

Leitarsvæðið er um tuttugu og fimm sjómílur norðvestur af Garðskaga. Guðmundur Birkir Agnarsson, aðgerðarstjóri stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar segir í samtali við fréttastofu að leitað verði fram eftir kvöldi, á meðan aðstæður leyfa


Tengdar fréttir

Maður féll útbyrðis í Faxaflóa

Björgunarsveitir og Landhelgisgæslan leita nú að manni sem féll útbyrðis af fiskiskipi rétt fyrir utan Faxaflóa í dag. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.