Segir tónlist Ásgeirs Trausta hafa hjálpað sér í veikindum sonar síns Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 4. desember 2022 13:36 „Þetta fékk mig til að, ég veit ekki, þetta lét mig titra að innan og óma eins og bjöllu. Það var virkilega fallegt þegar ég komst að þessu,“ segir Rob Delaney. Getty Bandaríski leikarinn og grínistinn Rob Delaney opnaði sig nýlega í hlaðvarpsviðtali og ræddi meðal annars um það hvernig lög íslenska tónlistarmannsins Ásgeirs Trausta veittu honum styrk á erfiðum tímum. Flestir kannast við Rob úr Deadpool 2 myndinni og þáttaröðinni Catastrophe en hann fer einnig með hlutverk í væntanlegri kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Northen Comfort. Rob gekk í gegnum mikinn harmleik fyrir nokkrum árum þegar kornungur sonur hans lést úr heilaæxli aðeins tveggja og hálfs árs gamall. Hann gaf nýlega út bókina A Heart That Works þar sem hann rekur sögu sonar síns og sorgarferlið sem hann og fjölskyldan hafa gengið í gegnum. Rob mætti á dögunum í viðtal hjá Up First sem er vinsæll hlaðvarpsþáttur vestanhafs. Þar ræddi hann bókina og kom meðal annars inn á upplifun sína af því að horfa upp á son sinn í erfiðri krabbameinslyfjameðferð. Á meðan Henry litli dvaldi á sjúkrahúsinu gerði Rob sitt besta til að hafa ofan af fyrir syni sínum og fá hann til að gleyma veikindum sínum. Feðgarnir léku sér og lásu saman sögur og þess á milli lögðu þeir sig saman. „Hann lagði sig, og svo lagði ég mig og síðan hlustum við saman á fallega tónlist á íslensku,“ segir Rob í viðtalinu og á þar við tónlist Ásgeirs Trausta. Eitt af lögunum sem þeir feðgar hlustuðu á var Heimförin. Rob heldur áfram og segir að rúmlega tveimur árum seinna hafi hann unnið með íslenskum leikstjóra og sagt henni frá aðdáun sinni á íslenskum söngvara að nafni Ásgeir. „Og þá sagði hún mér áhugaverða staðreynd um hann, að pabbi hans væri ljóðskáld, og að pabbi hans hefði skrifað textana og hann hefði síðan samið tónlistana. Og ég var alveg bara: ha?“ Rob segir það hafa snert sig þegar hann komst að því að þessi íslenska tónlist var samin af feðgum, tónlistin sem hann hafði hlustað á með syni sínum á þessum dýrmætu og heilögu stundum. Eða eins og hann orðar það: „Á meðan við lágum saman og létum okkur dreyma á meðan hann var eins árs gamall og fastur í lyfjagjöf.“ Rob bætir því við að þessi uppgvötun hafi yljað honum um hjartarætur. „Þetta fékk mig til að, ég veit ekki, þetta lét mig titra að innan og óma eins og bjöllu. Það var virkilega fallegt þegar ég komst að þessu.“ Tónlist Hollywood Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira
Flestir kannast við Rob úr Deadpool 2 myndinni og þáttaröðinni Catastrophe en hann fer einnig með hlutverk í væntanlegri kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Northen Comfort. Rob gekk í gegnum mikinn harmleik fyrir nokkrum árum þegar kornungur sonur hans lést úr heilaæxli aðeins tveggja og hálfs árs gamall. Hann gaf nýlega út bókina A Heart That Works þar sem hann rekur sögu sonar síns og sorgarferlið sem hann og fjölskyldan hafa gengið í gegnum. Rob mætti á dögunum í viðtal hjá Up First sem er vinsæll hlaðvarpsþáttur vestanhafs. Þar ræddi hann bókina og kom meðal annars inn á upplifun sína af því að horfa upp á son sinn í erfiðri krabbameinslyfjameðferð. Á meðan Henry litli dvaldi á sjúkrahúsinu gerði Rob sitt besta til að hafa ofan af fyrir syni sínum og fá hann til að gleyma veikindum sínum. Feðgarnir léku sér og lásu saman sögur og þess á milli lögðu þeir sig saman. „Hann lagði sig, og svo lagði ég mig og síðan hlustum við saman á fallega tónlist á íslensku,“ segir Rob í viðtalinu og á þar við tónlist Ásgeirs Trausta. Eitt af lögunum sem þeir feðgar hlustuðu á var Heimförin. Rob heldur áfram og segir að rúmlega tveimur árum seinna hafi hann unnið með íslenskum leikstjóra og sagt henni frá aðdáun sinni á íslenskum söngvara að nafni Ásgeir. „Og þá sagði hún mér áhugaverða staðreynd um hann, að pabbi hans væri ljóðskáld, og að pabbi hans hefði skrifað textana og hann hefði síðan samið tónlistana. Og ég var alveg bara: ha?“ Rob segir það hafa snert sig þegar hann komst að því að þessi íslenska tónlist var samin af feðgum, tónlistin sem hann hafði hlustað á með syni sínum á þessum dýrmætu og heilögu stundum. Eða eins og hann orðar það: „Á meðan við lágum saman og létum okkur dreyma á meðan hann var eins árs gamall og fastur í lyfjagjöf.“ Rob bætir því við að þessi uppgvötun hafi yljað honum um hjartarætur. „Þetta fékk mig til að, ég veit ekki, þetta lét mig titra að innan og óma eins og bjöllu. Það var virkilega fallegt þegar ég komst að þessu.“
Tónlist Hollywood Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira