Innlent

Grímuklæddur maður rændi verslun

Kjartan Kjartansson skrifar
Ræninginn var grímuklæddur. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki.
Ræninginn var grímuklæddur. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki. Vísir/Getty

Maður sem rændi verslun í póstnúmeri 108 í Reykjavík í gærkvöldi komst undan á hlaupum. Hann var grímuklæddur og hrifsaði með sér fjármuni í sjóðsvél verslunarinnar.

Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að tilkynnt hafi verið um ránið klukkan 19:12 í gærkvöldi. Engar upplýsingar eru um hvort að ræninginn hafi ógnað starfsfólki verslunarinnar eða viðskiptavinum í dagbókarfærslunni.

Tilkynnt var um þjófnað frá veitingastað í miðborginni klukkan hálf tvö í nótt. Yfirhöfn með nýlegum farsíma var stolið frá gesti en verðmæti þýfisins var sagt nema rúmum 400.000 krónum.

Í Kópavogi voru tveir menn stöðvaðir fyrir að taka vörur ófrjálsri hendi úr íþróttaverslun klukkan 17:18 í gær. Vörunum var skilað.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×