Innlent

Lögreglan lýsir aftur eftir Arturs Jansons

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Arturs Jansons.
Arturs Jansons.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Arturs Jansons, 28 ára, frá Lettlandi, en fyrir liggur staðfest ákvörðun um að verða við beiðni um afhendingu á honum til Lettlands á grundvelli evrópskrar handtökuskipunar. Arturs er ekki talinn hættulegur.

Lögreglan lýsti eftir Arturs þann 8. nóvember síðastliðinn. Þá kom fram að síðast hefði sést til hans í Þorlákshöfn þann dag. Skoraði lögregla á Arturs að gefa sig fram og gerir enn.

Stutt er síðan að Landsréttur staðfesti ákvörðun ríkissaksóknara um að verða við framsalsbeiðni lettneskra yfirvalda um framsal á Arturs sem búsettur hefur verið hér á landi í nokkur ár.

Þau sem geta veitt upplýsingar um ferðir Arturs eru beðin um að hafa strax samband við lögreglu í síma 112. Einnig er skorað á hann sjálfan að gefa sig fram með því að hringja í 112. Arturs er ekki talinn hættulegur.

Þau sem geta gefið upplýsingar um ferðir Arturs, eða vita hvar hann er að finna, eru vinsamlegast beðin um að hafa samband við lögregluna í síma 112. 


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×