Fjögur ár fyrir að nauðga eiginkonu sinni Bjarki Sigurðsson skrifar 30. nóvember 2022 11:34 Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi manninn í fjögurra ára fangelsi. Vísir/Vilhelm Karlmaður var í síðustu viku dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir brot í nánu sambandi, nauðgun, líkamsárásir, eignaspjöll og akstur undir áhrifum. Þá þarf maðurinn að greiða eiginkonu sinni tvær og hálfa milljón króna í skaðabætur. Maðurinn var ákærður í fimm liðum og sakfelldur í þeim öllum. Fyrsta brotið átti sér stað í mars á þessu ári þegar maðurinn spennti upp framhurð og afturhurð bifreiðar í eigu eiginkonu sinnar. Báðar hurðirnar skemmdust í kjölfar þess. Nokkrum dögum síðar var hann tekinn undir áhrifum ávana- og fíkniefna en í blóði hans mældist kókaín. Slóst við sambýlismenn Þann 24. apríl lenti maðurinn í slagsmálum við þrjá aðra menn á gangi í fjölbýlishúsi sem þeir bjuggu allir í. Þegar lögregla kom á árásarstaðinn var maðurinn blóðugur í framan, með skurð á höfði og undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Hann sagði mennina þrjá hafa ráðist á sig að fyrra bragði en mennirnir héldu fram hinu gagnstæða. Að sögn eins árásarþola hafði hinn dæmdi brugðist illa við því þegar honum var neitað um að fá lánaða rafrettu. Slagsmál brutust þá út milli þeirra tveggja sem tveir aðrir menn reyndu að stöðva en urðu sjálfir fyrir barðinu á hinum dæmda. Að mati dóms voru allir þrír brotaþola trúverðugir en ýmislegt sem þeir sökuðu manninn um þótti ósannað. Dómurinn hafnaði þeirri málsvörn mannsins um að háttsemi hans sé refsilaus en hann sagðist einungis hafa beitt neyðarvörn. Sat fyrir eiginkonu sinni Þann 30. apríl síðastliðinn veittist maðurinn að eiginkonu sinni í bíl með ofbeldi og ólögmætri nauðung. Hann tók af henni farsíma og þrýsti henni upp að bílhurðinni, tosaði í kjól hennar og klóraði hana á bringuna. Maðurinn hafði setið fyrir konunni fyrir utan vinnustað hennar og krafðist þess að fá að skoða síma hennar. Fram kemur í dómnum að hann hafi verið öfundsjúkur og talið hana hafa verið að hitta aðra menn á meðan þau voru enn í sambandi. Á þessum tíma stóðu þau í skilnaði. Nokkur vitni urðu að árásinni sem komu konunni til aðstoðar. Út frá frásögn konunnar og vitna og skýrslum frá lögreglumönnum og læknum var maðurinn sakfelldur fyrir líkamsárásina. Þvingaði hana til samfara Nokkrum dögum síðar, þann 10. maí, barst lögreglu tilkynning frá vegfaranda sem kom að eiginkonu mannsins sem kvaðst hafa verið beitt ofbeldi. Maðurinn hafði þá ógnað henni með hnífi og þvingað hana til samfara í bíl sínum. Dómnum þótti sannað að maðurinn hefði gerst sekur um brot í nánu sambandi og nauðgun. DNA-sýni úr manninum fannst á klæðum hans og reyndist vera sæði. Framburður mannsins þótti ótrúverðugur, á köflum yfirgengilegur og óstöðugur. Maðurinn var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir brot sín. Til frádráttar kemur gæsluvarðhaldsvist sem hann hefur sætt óslitið frá 11. maí á þessu ári. Hann þarf að greiða eiginkonu sinni tvær og hálfa milljón króna í skaðabætur og greiða allan sakarkostnað málsins, samtals 6,4 milljónir króna. Dóminn má lesa hér að neðan. Tengd skjöl DómurPDF239KBSækja skjal Dómsmál Reykjavík Kynferðisofbeldi Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Maðurinn var ákærður í fimm liðum og sakfelldur í þeim öllum. Fyrsta brotið átti sér stað í mars á þessu ári þegar maðurinn spennti upp framhurð og afturhurð bifreiðar í eigu eiginkonu sinnar. Báðar hurðirnar skemmdust í kjölfar þess. Nokkrum dögum síðar var hann tekinn undir áhrifum ávana- og fíkniefna en í blóði hans mældist kókaín. Slóst við sambýlismenn Þann 24. apríl lenti maðurinn í slagsmálum við þrjá aðra menn á gangi í fjölbýlishúsi sem þeir bjuggu allir í. Þegar lögregla kom á árásarstaðinn var maðurinn blóðugur í framan, með skurð á höfði og undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Hann sagði mennina þrjá hafa ráðist á sig að fyrra bragði en mennirnir héldu fram hinu gagnstæða. Að sögn eins árásarþola hafði hinn dæmdi brugðist illa við því þegar honum var neitað um að fá lánaða rafrettu. Slagsmál brutust þá út milli þeirra tveggja sem tveir aðrir menn reyndu að stöðva en urðu sjálfir fyrir barðinu á hinum dæmda. Að mati dóms voru allir þrír brotaþola trúverðugir en ýmislegt sem þeir sökuðu manninn um þótti ósannað. Dómurinn hafnaði þeirri málsvörn mannsins um að háttsemi hans sé refsilaus en hann sagðist einungis hafa beitt neyðarvörn. Sat fyrir eiginkonu sinni Þann 30. apríl síðastliðinn veittist maðurinn að eiginkonu sinni í bíl með ofbeldi og ólögmætri nauðung. Hann tók af henni farsíma og þrýsti henni upp að bílhurðinni, tosaði í kjól hennar og klóraði hana á bringuna. Maðurinn hafði setið fyrir konunni fyrir utan vinnustað hennar og krafðist þess að fá að skoða síma hennar. Fram kemur í dómnum að hann hafi verið öfundsjúkur og talið hana hafa verið að hitta aðra menn á meðan þau voru enn í sambandi. Á þessum tíma stóðu þau í skilnaði. Nokkur vitni urðu að árásinni sem komu konunni til aðstoðar. Út frá frásögn konunnar og vitna og skýrslum frá lögreglumönnum og læknum var maðurinn sakfelldur fyrir líkamsárásina. Þvingaði hana til samfara Nokkrum dögum síðar, þann 10. maí, barst lögreglu tilkynning frá vegfaranda sem kom að eiginkonu mannsins sem kvaðst hafa verið beitt ofbeldi. Maðurinn hafði þá ógnað henni með hnífi og þvingað hana til samfara í bíl sínum. Dómnum þótti sannað að maðurinn hefði gerst sekur um brot í nánu sambandi og nauðgun. DNA-sýni úr manninum fannst á klæðum hans og reyndist vera sæði. Framburður mannsins þótti ótrúverðugur, á köflum yfirgengilegur og óstöðugur. Maðurinn var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir brot sín. Til frádráttar kemur gæsluvarðhaldsvist sem hann hefur sætt óslitið frá 11. maí á þessu ári. Hann þarf að greiða eiginkonu sinni tvær og hálfa milljón króna í skaðabætur og greiða allan sakarkostnað málsins, samtals 6,4 milljónir króna. Dóminn má lesa hér að neðan. Tengd skjöl DómurPDF239KBSækja skjal
Dómsmál Reykjavík Kynferðisofbeldi Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira