Fréttir

Bein út­sending: Hvatningar­verð­laun jafn­réttis­mála

Eiður Þór Árnason skrifar
Viðurðurinn fer fram í Aðalbyggingu Háskóla Íslands.
Viðurðurinn fer fram í Aðalbyggingu Háskóla Íslands. Vísir/Vilhelm

Hvatningarverðlaun jafnréttismála verða afhent fyrir kynjajafnrétti á morgunfundi Samtaka atvinnulífsins og Háskóla Íslands um jafnréttismál sem hefst klukkan 08.30. Einnig verður Jafnréttissprotinn veittur vegna framtaks með tilliti til fjölmenningar, fötlunar og annarra brýnna viðfangsefna jafnréttismála.

Fundurinn fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands og má fylgjast með viðburðinum í spilaranum neðar í fréttinni. Fram kemur í tilkynningu að markmiðið með Hvatningarverðlaununum sé að vekja athygli á fyrirtækjum sem hafi sett jafnrétti á oddinn og hvetja önnur fyrirtæki til þess að gera slíkt hið sama.

Stjórnendur og starfsmenn fyrirtækja sem skapað hafa góða fyrirtækjamenningu þar sem jafnrétti og virðing fyrir fjölbreytileika samfélagsins liggur til grundvallar voru hvattir til að senda inn tilnefningu.

Verðlaunin eru nú veitt í tíunda sinn, en árið 2021 voru það Vörður og Samkaup sem hlutu verðlaunin.

Dagskrá

Ávarp

Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ

Ávarp

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA

Við töpum öll

Thelma Kristín Kvaran, stjórnendaráðgjafi og sérfræðingur í ráðningum

Nýsköpunarvirkni fatlaðs fólks

Stefan C. Hardonk, prófessor við HÍ

Jafnrétti fyrir öll – Samkaup alla leið

Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs- og samskiptasviðs Samkaupa

Afhending

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, afhendir Hvatningarverðlaun jafnréttismála og Jafnréttissprotann.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.