Fundum lokið hjá ríkissáttasemjara Eiður Þór Árnason skrifar 29. nóvember 2022 23:00 Forysta Starfsgreinasambandsins, VR og Landsambands verslunarmanna með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara fyrr í vikunni. Vísir/Vilhelm Samningafundum Samtaka atvinnulífsins (SA) með fulltrúum VR, Starfsgreinasambandsins (SGS) og Landssambands íslenskra verslunarmanna lauk á ellefta tímanum í húsakynnum ríkissáttasemjara. Samninganefndir þeirra hafa fundað frá klukkan tíu í morgun en upphaflega stóð til að ljúka fundi klukkan 18. Hvorki Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA né Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR vilja tjá sig um stöðu viðræðna að svo stöddu. Boðað hefur verið til nýs fundar SGS og SA í Karphúsinu klukkan 13 á morgun. Fulltrúar Samflots iðn- og tæknifólks funduðu sömuleiðis með SA fram á kvöld og hyggjast hittast aftur klukkan 10. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur þetta almennt verið góður vinnudagur í viðræðum og menn færst nær samningum en áður ef eitthvað er. Áfram er stefnt að því að ná samningum um eða rétt upp úr komandi mánaðamótum og þá er vilji til að funda fram á kvöld á morgun ef til þess þarf. Samningar við VR og SGS yrðu leiðandi fyrir aðra Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði Halldór Benjamín að ef samningar næðust við fjölmennustu stéttarfélögin hljóti þeir að verða leiðandi í samningum við aðra um skammtímakjarasamning. Efling hefur sett fram kröfu um skammtímakjarasamning með 56.700 króna krónutöluhækkun auk fimmtán þúsund króna framfærsluuppbótar. Þetta er langt umfram það sem rætt hefur verið við önnur félög samkvæmt heimildum fréttastofu. Næsti samningafundur félagsins með SA er ekki fyrirhugaður fyrr en á þriðjudag og gæti farið svo að samningar náist við önnur félög en Eflingu innan SGS og jafnvel iðnaðarmenn fyrir helgi. Fari svo gæti orðið erfiðara fyrir samninganefnd Eflingar að ná fram markmiðum sínum. Ekki er vitað hvort samninganefnd VR færðist eitthvað nær félögum sínum í SGS í dag en VR er langfjölmennasta verkalýðsfélag landsins. Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Reynt til þrautar að ná samningum á næstu dögum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að samningar við fjölmennustu stéttarfélögin hljóti að verða leiðandi í samningum við aðra um skammtíma kjarasamning. Hann og margir forystumanna verkalýðshreyfingarinnar stefna á að ljúka samningum fyrir mánaðamót en ekki er eining um að það geti tekist. 29. nóvember 2022 20:01 Algjörlega útilokað að samningar náist fyrir mánaðamót „Ég held að það sé algjörlega útilokað að samningar náist fyrir mánaðamót, ekki nema menn sem eru í samningaviðræðum fyrir hönd vinnandi fólks geri mistök, hraði ferlinu of mikið og gangi að einhverju sem er að okkar viti væri algjörlega óásættanlegt.“ 29. nóvember 2022 18:33 Stefnt á nýjan kjarasamning fyrir mánaðamót Forystumenn Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins stefna að því að nýjum skammtímakjarasamningi verði lokið fyrir mánaðamót. Formaður VR, sem sleit viðræðum fyrir helgi, er ekki jafn bjartsýnn og telur tilboð Eflingar frá í morgun eðlilegt í ljósi stöðunnar. 29. nóvember 2022 12:17 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Sjá meira
Hvorki Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA né Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR vilja tjá sig um stöðu viðræðna að svo stöddu. Boðað hefur verið til nýs fundar SGS og SA í Karphúsinu klukkan 13 á morgun. Fulltrúar Samflots iðn- og tæknifólks funduðu sömuleiðis með SA fram á kvöld og hyggjast hittast aftur klukkan 10. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur þetta almennt verið góður vinnudagur í viðræðum og menn færst nær samningum en áður ef eitthvað er. Áfram er stefnt að því að ná samningum um eða rétt upp úr komandi mánaðamótum og þá er vilji til að funda fram á kvöld á morgun ef til þess þarf. Samningar við VR og SGS yrðu leiðandi fyrir aðra Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði Halldór Benjamín að ef samningar næðust við fjölmennustu stéttarfélögin hljóti þeir að verða leiðandi í samningum við aðra um skammtímakjarasamning. Efling hefur sett fram kröfu um skammtímakjarasamning með 56.700 króna krónutöluhækkun auk fimmtán þúsund króna framfærsluuppbótar. Þetta er langt umfram það sem rætt hefur verið við önnur félög samkvæmt heimildum fréttastofu. Næsti samningafundur félagsins með SA er ekki fyrirhugaður fyrr en á þriðjudag og gæti farið svo að samningar náist við önnur félög en Eflingu innan SGS og jafnvel iðnaðarmenn fyrir helgi. Fari svo gæti orðið erfiðara fyrir samninganefnd Eflingar að ná fram markmiðum sínum. Ekki er vitað hvort samninganefnd VR færðist eitthvað nær félögum sínum í SGS í dag en VR er langfjölmennasta verkalýðsfélag landsins. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Reynt til þrautar að ná samningum á næstu dögum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að samningar við fjölmennustu stéttarfélögin hljóti að verða leiðandi í samningum við aðra um skammtíma kjarasamning. Hann og margir forystumanna verkalýðshreyfingarinnar stefna á að ljúka samningum fyrir mánaðamót en ekki er eining um að það geti tekist. 29. nóvember 2022 20:01 Algjörlega útilokað að samningar náist fyrir mánaðamót „Ég held að það sé algjörlega útilokað að samningar náist fyrir mánaðamót, ekki nema menn sem eru í samningaviðræðum fyrir hönd vinnandi fólks geri mistök, hraði ferlinu of mikið og gangi að einhverju sem er að okkar viti væri algjörlega óásættanlegt.“ 29. nóvember 2022 18:33 Stefnt á nýjan kjarasamning fyrir mánaðamót Forystumenn Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins stefna að því að nýjum skammtímakjarasamningi verði lokið fyrir mánaðamót. Formaður VR, sem sleit viðræðum fyrir helgi, er ekki jafn bjartsýnn og telur tilboð Eflingar frá í morgun eðlilegt í ljósi stöðunnar. 29. nóvember 2022 12:17 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Sjá meira
Reynt til þrautar að ná samningum á næstu dögum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að samningar við fjölmennustu stéttarfélögin hljóti að verða leiðandi í samningum við aðra um skammtíma kjarasamning. Hann og margir forystumanna verkalýðshreyfingarinnar stefna á að ljúka samningum fyrir mánaðamót en ekki er eining um að það geti tekist. 29. nóvember 2022 20:01
Algjörlega útilokað að samningar náist fyrir mánaðamót „Ég held að það sé algjörlega útilokað að samningar náist fyrir mánaðamót, ekki nema menn sem eru í samningaviðræðum fyrir hönd vinnandi fólks geri mistök, hraði ferlinu of mikið og gangi að einhverju sem er að okkar viti væri algjörlega óásættanlegt.“ 29. nóvember 2022 18:33
Stefnt á nýjan kjarasamning fyrir mánaðamót Forystumenn Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins stefna að því að nýjum skammtímakjarasamningi verði lokið fyrir mánaðamót. Formaður VR, sem sleit viðræðum fyrir helgi, er ekki jafn bjartsýnn og telur tilboð Eflingar frá í morgun eðlilegt í ljósi stöðunnar. 29. nóvember 2022 12:17