Sandkassahugarfarið á þingi kemur Jóhanni Páli á óvart Jakob Bjarnar skrifar 29. nóvember 2022 15:13 Jóhann Páll segir stjórnarandstöðun hafa þrástagast á þessu réttlætismáli, hafa haldið ræðu eftir ræðu en allt kom fyrir ekki. Meirihlutinn taldi þetta tóma tjöru og felldi tillöguna, sömu tillögu og nú lítur dagsins ljós, í nafni meirihlutans. vísir/vilhelm Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, tók sæti á Alþingi í fyrra. Hann segir leikjafræðina á þinginu á leikskólastigi. Helst er á Jóhanni Páli að skilja að flokklínurnar yfirtrompi heilbrigða skynsemi í nánast einu og öllu. „Í fjárlagaumræðunni í fyrra var tekist harkalega á um greiðslur til öryrkja og groddalegar skerðingarreglur sem þeir búa við. Við í minnihlutanum lögðum fram tillögu um að frítekjumark atvinnutekna hjá öryrkjum yrði hækkað upp í 200 þúsund krónur á mánuði og yrði hið sama og hjá eftirlaunafólki,“ segir Jóhann Páll til dæmis í samtali við Vísi. Meirihlutinn var alfarið á móti málinu fyrir ári Hann lýsir því að stjórnarmeirihlutinn hafi þá lagst mjög eindregið gegn þessu. Fjármálaráðherra hafi gefið lítið fyrir röksemdir um að rétt væri að miða frítekjumarkið við sömu fjárhæð og hjá eldra fólki. „Þingmaður úr röðum Vinstri grænna fullyrti að hækkun frítekjumarksins myndi „einungis gagnast þeim sem nú þegar eru best settir í kerfinu“ og tillagan var felld, meðal annars með atkvæði Guðmundar Inga Guðbrandssonar vinnumarkaðsráðherra. Nú ári seinna leggur sami Guðmundur Ingi fram sams konar tillögu, um hækkun frítekjumarksins upp í 200 þúsund, og VG telja þessa hækkun sérstakt þjóðþrifamál.“ Og þessum stjórnmálakúltúr megi helst líkja við sandkassaleik. Jóhann Páll segir spurður það koma sér á óvart hversu rammt kveði að þessu sandkassahugarfari á Alþingi. „Já það má kannski segja það. Ég hef nálgast fjárlög þannig að þar hljóti áherslur og pólitík stjórnarmeirihlutans að ráða för, en það sé helst hlutverk minnihlutans að benda á atriði sem megi betur fara, hluti sem þurfi einfaldlega að lagfæra. Og þarna vorum við með augljóst sanngirnismál því auðvitað á frítekjumark atvinnutekna hjá öryrkjum að vera það sama og hjá eftirlaunafólki, annað er óréttlátt. Fólk með skerta starfsgetu verður að geta sótt sér bjargir án þess að greiðslur Tryggingastofnunar skerðist til andskotans.“ Ánægjuleg en afar óvænt sinnaskipti Jóhann Páll segir þetta vissulega afar ánægjuleg sinnaskipti, fagnaðarefni að stjórnarliðum hefi snúist hugur og ríkisstjórnin loks látið undan þessum kröfum Öryrkjabandalagsins og þeirra í Samfylkingu. Og Öryrkjabandalag Íslands eigi hrós skilið fyrir sína baráttu og þann árangur sem hefur náðst, þau hafa margbent á að þetta er sjálfsagt réttlætismál. En forsendurnar fyrir sinnaskiptunum séu ósannfærandi. „Auðvitað virkar þetta eins og sandkassaleikur. Við stögluðumst á þessu og héldum þingræðu eftir þingræðu um þetta í fjárlagavinnunni í fyrra. Það er gleðilegt að ráðherrar og þingmenn stjórnarliðsins skilji þetta loksins ári síðar. En svo þurfum við bara að halda áfram að fella niður þennan skerðingarfrumskóg sem öryrkjar eru fastir í.“ Alþingi Kjaramál Samfylkingin Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður Sjá meira
Helst er á Jóhanni Páli að skilja að flokklínurnar yfirtrompi heilbrigða skynsemi í nánast einu og öllu. „Í fjárlagaumræðunni í fyrra var tekist harkalega á um greiðslur til öryrkja og groddalegar skerðingarreglur sem þeir búa við. Við í minnihlutanum lögðum fram tillögu um að frítekjumark atvinnutekna hjá öryrkjum yrði hækkað upp í 200 þúsund krónur á mánuði og yrði hið sama og hjá eftirlaunafólki,“ segir Jóhann Páll til dæmis í samtali við Vísi. Meirihlutinn var alfarið á móti málinu fyrir ári Hann lýsir því að stjórnarmeirihlutinn hafi þá lagst mjög eindregið gegn þessu. Fjármálaráðherra hafi gefið lítið fyrir röksemdir um að rétt væri að miða frítekjumarkið við sömu fjárhæð og hjá eldra fólki. „Þingmaður úr röðum Vinstri grænna fullyrti að hækkun frítekjumarksins myndi „einungis gagnast þeim sem nú þegar eru best settir í kerfinu“ og tillagan var felld, meðal annars með atkvæði Guðmundar Inga Guðbrandssonar vinnumarkaðsráðherra. Nú ári seinna leggur sami Guðmundur Ingi fram sams konar tillögu, um hækkun frítekjumarksins upp í 200 þúsund, og VG telja þessa hækkun sérstakt þjóðþrifamál.“ Og þessum stjórnmálakúltúr megi helst líkja við sandkassaleik. Jóhann Páll segir spurður það koma sér á óvart hversu rammt kveði að þessu sandkassahugarfari á Alþingi. „Já það má kannski segja það. Ég hef nálgast fjárlög þannig að þar hljóti áherslur og pólitík stjórnarmeirihlutans að ráða för, en það sé helst hlutverk minnihlutans að benda á atriði sem megi betur fara, hluti sem þurfi einfaldlega að lagfæra. Og þarna vorum við með augljóst sanngirnismál því auðvitað á frítekjumark atvinnutekna hjá öryrkjum að vera það sama og hjá eftirlaunafólki, annað er óréttlátt. Fólk með skerta starfsgetu verður að geta sótt sér bjargir án þess að greiðslur Tryggingastofnunar skerðist til andskotans.“ Ánægjuleg en afar óvænt sinnaskipti Jóhann Páll segir þetta vissulega afar ánægjuleg sinnaskipti, fagnaðarefni að stjórnarliðum hefi snúist hugur og ríkisstjórnin loks látið undan þessum kröfum Öryrkjabandalagsins og þeirra í Samfylkingu. Og Öryrkjabandalag Íslands eigi hrós skilið fyrir sína baráttu og þann árangur sem hefur náðst, þau hafa margbent á að þetta er sjálfsagt réttlætismál. En forsendurnar fyrir sinnaskiptunum séu ósannfærandi. „Auðvitað virkar þetta eins og sandkassaleikur. Við stögluðumst á þessu og héldum þingræðu eftir þingræðu um þetta í fjárlagavinnunni í fyrra. Það er gleðilegt að ráðherrar og þingmenn stjórnarliðsins skilji þetta loksins ári síðar. En svo þurfum við bara að halda áfram að fella niður þennan skerðingarfrumskóg sem öryrkjar eru fastir í.“
Alþingi Kjaramál Samfylkingin Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður Sjá meira