Innlent

VR mætir á fund hjá sáttasemjara þrátt fyrir viðræðuslit

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Ragnar Þór Jónsson formaður VR ætlar að mæta á fundinn í dag þrátt fyrir að hafa slitið viðræðum á síðasta fundi. 
Ragnar Þór Jónsson formaður VR ætlar að mæta á fundinn í dag þrátt fyrir að hafa slitið viðræðum á síðasta fundi.  Vísir/Vilhelm

Fulltrúar Starfsgreinasambandsins, Landssambands íslenskra verzlunarmanna og VR funda með Samtökum atvinnulífsins hjá Ríkissáttasemjara klukkan tíu í dag.

 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir að hann muni mæta á fundinn, en hann sleit viðræðum við SA á síðasta fundi. Hann segir í samtali við Morgunblaðið að Ríkissáttasemjari hafi viljað boða VR á fundinn þrátt fyrir slit, og hafi hann orðið við því.

Aðrir hópar funduðu í gær, þar á meðal Efling og samflot iðn- og tæknifólks og er haft eftir Kristjáni Þórði Snæbjarnarsyni, formanni Rafiðnaðarsambandsins í sama blaði að lítið hafi þokast.


Tengdar fréttir

Harmar viðræðuslit

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, harmar að VR hafi ákveðið að slíta kjaraviðræðum, en vonar að hægt verði að setjast aftur að samningaborðinu. Hún segir enga óeiningu innan ríkisstjórnarinnar hver aðkoma hennar eigi að vera að samningaviðræðunum.

Mat hugmyndir SA bæði óaðgengilegar og óásættanlegar

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að hugmyndir samninganefndar Samtaka atvinnulífsins hvernig ná mætti skammtímasamningi í kjaraviðræðum á almennum vinnumarkaði hafi verið algjörlega óásættanlegar. Þá hafi orð fjármálaráðherra á fundi Viðskiptaráðs í gær ekki hjálpað til.

VR sleit viðræðum við SA í gærkvöldi

VR sleit samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins seint í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu lögðust ummæli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á fundi Viðskiptaráðs í gær mjög illa í samninganefnd VR.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.