Þetta er meðal þess sem kemur fram í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar.
Þar segir einnig að tveir einstaklingar hafi verið handteknir í Hlíðahverfi vegna gruns um sölu fíkniefna og voru þeir vistaðir í fangageymslum.
Um klukkan 21.30 barst tilkynning um grunsamlegan pakka á bifreiðastæði í sama hverfi en ekkert var að sjá þegar lögregla kom á vettvang.
Eitt umferðarslys kom inn á borð til lögreglu á sama tíma en þar hafði hjólreiðarmaður í Hafnarfirði dottið og meitt sig í hálku. Var hann fluttur með sjúkrabifreið á Landspítala.
Nokkrir voru stöðvaðir í umferðinni grunaðir um brot á umferðarlögum.