Lífið

Dómnefndin tvístígandi en Ezzi komst samt áfram

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ezzi er sautján ára rappari.
Ezzi er sautján ára rappari.

Fyrsti þátturinn af Idol fór í loftið á Stöð 2 á föstudagskvöldið og sáum áhorfendur þá fjölmargar frábærar fyrstu áheyrnaprufu hjá keppendum.

Ein prufa sem vakti mikla athygli var hjá hinum sautján ára Ezzi sem er menntaskólanemi við MS. Hann semur rapp tónlist og vinnur hann nánast að tónlistinni sinni daglega.

Hann gaf á dögunum út sitt fyrsta lag og er það komið út á Spotify en lagið heitir Þeir tala.

„Þú varst ekkert að finna upp hjólið. Ég er tvístígandi því ég veit í raun ekkert hvort það sem þú varst að segja í þessu lagi sé satt,“ sagði Herra Hnetusmjör eftir prufuna en vildi samt sjá Ezza fara áfram.

„Ég fékk enga gæsahúð en mér finnst þú ógeðslega flottur,“ sagði Daníel Ágúst eftir flutninginn.

Allir í dómnefndinni vildu samt sem áður sjá rapparann fara áfram og sögðu þau öll fjögur já en hér að neðan má sjá brot úr þættinum á föstudagskvöldið.

Klippa: Ezzi flutti frumsami rapplag





Fleiri fréttir

Sjá meira


×