Innlent

Þrír skjálftar yfir þremur að stærð í dag

Árni Sæberg skrifar
Skjálftarnir áttu allir upptök sín í Kötluöskjunni í Mýrdalsjökli.
Skjálftarnir áttu allir upptök sín í Kötluöskjunni í Mýrdalsjökli. Vísir/Vilhelm

Í dag hafa þrír skjálftar mælst yfir þremur að stærð í Mýrdalsjökli. Sá stærsti mældist í hádeginu og var 3,4 að stærð.

Alls hafa þrettán skjálftar mælst frá því á miðnætti og þeir voru allir staðsettir innan Kötluöskjunnar. Jarðskjálftar af þessari stærðargráðu eru ekki óalgengir á þessum slóðum og enginn órói hefur mælst í kjölfar skjálftanna, að því er segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.


Tengdar fréttir

Snarpur skjálfti í Mýr­dals­jökli

Skjálfti upp á 3,9 varð í Mýrdalsjökli klukkan 19:55 í kvöld. Að minnsta kosti tveir aðrir yfir þremur að stærð hafa mælst í kjölfarið. Skjálftarnir eru þeir stærstu sem mælst hafa síðan í júlí.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×