Foreldrar á Seltjarnarnesi segja ástandið ólíðandi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 26. nóvember 2022 18:20 Lögregla stöðvaði samkvæmi menntskælinga í gærkvöldi. vísir/vilhelm/aðsend Foreldrafélag Grunnskóla Seltjarnarness segir ástand í æskulýðsmálum á Seltjarnarnesi ólíðandi. Sveitarfélagið hafi dregið það of lengi að endurvekja stöðu æskulýðsfulltrúa sem var lögð niður fyrir tveimur árum og ekki sé boðlegt að íþróttafélag hverfisins leigi menntaskólanemum sali sína undir bjórkvöld. Félagið sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem þetta kemur fram. Tilefnið eru fréttir af bjórkvöldi menntaskólanema í veislusal sem var leigður af íþróttafélaginu Gróttu og lögregla leysti upp í gærkvöldi. Elfa Antonsdóttir, formaður foreldrafélagsins, segir í samtali við Vísi að foreldrafélagið vilji ekki að íþróttafélag barna þeirra sé bendlað við samkvæmi sem þessi. Hún vill ekki ræða málið frekar en vísar í yfirlýsingu foreldrafélagsins sem hún birti í kvöld. Skjáskot af færslu Elfu í Facebook-hópi íbúa Seltjarnarness.facebook „Við höfum ítrekað heyrt af sambærilegum bjórkvöldum framhaldsskólanema í sölum Gróttu. Til að mynda var eitt slíkt haldið um síðustu helgi þar sem fyrrum Valhýsingar voru meðal gesta,“ segir í yfirlýsingu foreldrafélagsins. „Fulltrúar foreldrafélagsins hafa síðan í mars sl. barist fyrir því á öllum vígstöðvum að Grótta hætti að leigja sali sína fyrir viðburði þar sem drykkja barna undir lögaldri fer fram. Við höfum fundað bæði með núverandi og fyrrverandi bæjarstjóra, fræðslufulltrúa bæjarins og málið hefur verið tekið upp hjá skólanefnd bæjarins. Þetta er því ekki nýtt vandamál eða einstakt atvik.“ Grunnskóli Seltjarnarness varð til við sameiningu Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla.vísir/vilhelm Grótta segist hafa verið blekkt Íþróttafélagið sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem það segist hafa verið gabbað af þeim sem leigði salinn undir gærkvöldið. Sá hafi verið 23 ára gamall og lofað Gróttu því að allir gestir í samkvæminu yrðu tvítugir eða eldri. „Miðað við fréttir dagsins hefur það reynst rangt og hefur leigjandinn gerst sekur um að brjóta skilmála samningsins,“ segir í yfirlýsingu Gróttu. „Nú leitast félagið við að styrkja og breyta verklagi til þess að fyrirbyggja að svona atvik komi upp. Nú þegar hefur verið ákveðið að starfsmaður félagsins gangi úr skugga um að ekki séu ungmenni að koma til samkvæmisins þegar það hefst og stöðva þá veisluna áður en hún fer af stað.“ Niðurskurður í æskulýðsmálum Foreldrafélagið fagnar því að fréttir af gærkvöldinu hafi knúið Gróttu til aðgerða og ábyrgðar en segir að foreldrafélagið krefjist þess að nú verði teknir upp breyttir og betri starfshættir. Foreldrafélagið hefur lengi barist fyrir því að æskulýðsmál í sveitarfélaginu verði tekin í gegn, allt frá því að staða æskulýðsfulltrúa var lögð niður árið 2020 í niðurskurði í æskulýðsmálum. Það telur atvik gærkvöldsins undirstrika þörf fyrir miklar úrbætur í æskulýðsmálunum, að minnsta kosti að sveitarfélagið endurveki stöðu æskulýðsfulltrúa. Seltjarnarnes Grótta Lögreglumál Tengdar fréttir Uppfært: Hvorki vopn né grímur á bjórkvöldi ungmenna á Nesinu Fjölmennt lið lögreglu leysti upp bjórkvöld menntaskólanema í samkomusal í Íþróttamiðstöðinni á Seltjarnarnesi laust eftir miðnætti. Mikil ölvun var á staðnum og fjölmargir menntaskólanemar á aldrinum 16 til 17 ára meðal gesta. 26. nóvember 2022 02:05 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Sjá meira
Félagið sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem þetta kemur fram. Tilefnið eru fréttir af bjórkvöldi menntaskólanema í veislusal sem var leigður af íþróttafélaginu Gróttu og lögregla leysti upp í gærkvöldi. Elfa Antonsdóttir, formaður foreldrafélagsins, segir í samtali við Vísi að foreldrafélagið vilji ekki að íþróttafélag barna þeirra sé bendlað við samkvæmi sem þessi. Hún vill ekki ræða málið frekar en vísar í yfirlýsingu foreldrafélagsins sem hún birti í kvöld. Skjáskot af færslu Elfu í Facebook-hópi íbúa Seltjarnarness.facebook „Við höfum ítrekað heyrt af sambærilegum bjórkvöldum framhaldsskólanema í sölum Gróttu. Til að mynda var eitt slíkt haldið um síðustu helgi þar sem fyrrum Valhýsingar voru meðal gesta,“ segir í yfirlýsingu foreldrafélagsins. „Fulltrúar foreldrafélagsins hafa síðan í mars sl. barist fyrir því á öllum vígstöðvum að Grótta hætti að leigja sali sína fyrir viðburði þar sem drykkja barna undir lögaldri fer fram. Við höfum fundað bæði með núverandi og fyrrverandi bæjarstjóra, fræðslufulltrúa bæjarins og málið hefur verið tekið upp hjá skólanefnd bæjarins. Þetta er því ekki nýtt vandamál eða einstakt atvik.“ Grunnskóli Seltjarnarness varð til við sameiningu Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla.vísir/vilhelm Grótta segist hafa verið blekkt Íþróttafélagið sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem það segist hafa verið gabbað af þeim sem leigði salinn undir gærkvöldið. Sá hafi verið 23 ára gamall og lofað Gróttu því að allir gestir í samkvæminu yrðu tvítugir eða eldri. „Miðað við fréttir dagsins hefur það reynst rangt og hefur leigjandinn gerst sekur um að brjóta skilmála samningsins,“ segir í yfirlýsingu Gróttu. „Nú leitast félagið við að styrkja og breyta verklagi til þess að fyrirbyggja að svona atvik komi upp. Nú þegar hefur verið ákveðið að starfsmaður félagsins gangi úr skugga um að ekki séu ungmenni að koma til samkvæmisins þegar það hefst og stöðva þá veisluna áður en hún fer af stað.“ Niðurskurður í æskulýðsmálum Foreldrafélagið fagnar því að fréttir af gærkvöldinu hafi knúið Gróttu til aðgerða og ábyrgðar en segir að foreldrafélagið krefjist þess að nú verði teknir upp breyttir og betri starfshættir. Foreldrafélagið hefur lengi barist fyrir því að æskulýðsmál í sveitarfélaginu verði tekin í gegn, allt frá því að staða æskulýðsfulltrúa var lögð niður árið 2020 í niðurskurði í æskulýðsmálum. Það telur atvik gærkvöldsins undirstrika þörf fyrir miklar úrbætur í æskulýðsmálunum, að minnsta kosti að sveitarfélagið endurveki stöðu æskulýðsfulltrúa.
Seltjarnarnes Grótta Lögreglumál Tengdar fréttir Uppfært: Hvorki vopn né grímur á bjórkvöldi ungmenna á Nesinu Fjölmennt lið lögreglu leysti upp bjórkvöld menntaskólanema í samkomusal í Íþróttamiðstöðinni á Seltjarnarnesi laust eftir miðnætti. Mikil ölvun var á staðnum og fjölmargir menntaskólanemar á aldrinum 16 til 17 ára meðal gesta. 26. nóvember 2022 02:05 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Sjá meira
Uppfært: Hvorki vopn né grímur á bjórkvöldi ungmenna á Nesinu Fjölmennt lið lögreglu leysti upp bjórkvöld menntaskólanema í samkomusal í Íþróttamiðstöðinni á Seltjarnarnesi laust eftir miðnætti. Mikil ölvun var á staðnum og fjölmargir menntaskólanemar á aldrinum 16 til 17 ára meðal gesta. 26. nóvember 2022 02:05