Innlent

For­eldrar á Sel­tjarnar­nesi segja á­standið ó­líðandi

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Lögregla stöðvaði samkvæmi menntskælinga í gærkvöldi.
Lögregla stöðvaði samkvæmi menntskælinga í gærkvöldi. vísir/vilhelm/aðsend

Foreldrafélag Grunnskóla Seltjarnarness segir ástand í æskulýðsmálum á Seltjarnarnesi ólíðandi. Sveitarfélagið hafi dregið það of lengi að endurvekja stöðu æskulýðsfulltrúa sem var lögð niður fyrir tveimur árum og ekki sé boðlegt að íþróttafélag hverfisins leigi menntaskólanemum sali sína undir bjórkvöld.

Fé­lagið sendi frá sér yfir­lýsingu í dag þar sem þetta kemur fram. Til­efnið eru fréttir af bjór­kvöldi mennta­skóla­nema í veislu­sal sem var leigður af í­þrótta­fé­laginu Gróttu og lög­regla leysti upp í gær­kvöldi.

Elfa Antons­dóttir, for­maður for­eldra­fé­lagsins, segir í samtali við Vísi að foreldrafélagið vilji ekki að íþróttafélag barna þeirra sé bendlað við samkvæmi sem þessi. Hún vill ekki ræða málið frekar en vísar í yfirlýsingu foreldrafélagsins sem hún birti í kvöld.

Skjáskot af færslu Elfu í Facebook-hópi íbúa Seltjarnarness.facebook

„Við höfum í­trekað heyrt af sam­bæri­legum bjór­kvöldum fram­halds­skóla­nema í sölum Gróttu. Til að mynda var eitt slíkt haldið um síðustu helgi þar sem fyrrum Val­hýsingar voru meðal gesta,“ segir í yfir­lýsingu for­eldra­fé­lagsins.

„Fulltrúar foreldrafélagsins hafa síðan í mars sl. barist fyrir því á öllum vígstöðvum að Grótta hætti að leigja sali sína fyrir viðburði þar sem drykkja barna undir lögaldri fer fram. Við höfum fundað bæði með núverandi og fyrrverandi bæjarstjóra, fræðslufulltrúa bæjarins og málið hefur verið tekið upp hjá skólanefnd bæjarins. Þetta er því ekki nýtt vandamál eða einstakt atvik.“

Grunnskóli Seltjarnarness varð til við sameiningu Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla.vísir/vilhelm

Grótta segist hafa verið blekkt

Í­þrótta­fé­lagið sendi í dag frá sér yfir­lýsingu þar sem það segist hafa verið gabbað af þeim sem leigði salinn undir gær­kvöldið. Sá hafi verið 23 ára gamall og lofað Gróttu því að allir gestir í sam­kvæminu yrðu tví­tugir eða eldri.

„Miðað við fréttir dagsins hefur það reynst rangt og hefur leigjandinn gerst sekur um að brjóta skil­mála samningsins,“ segir í yfir­lýsingu Gróttu.

„Nú leitast fé­lagið við að styrkja og breyta verk­lagi til þess að fyrir­byggja að svona at­vik komi upp. Nú þegar hefur verið á­kveðið að starfs­maður fé­lagsins gangi úr skugga um að ekki séu ung­menni að koma til sam­kvæmisins þegar það hefst og stöðva þá veisluna áður en hún fer af stað.“

Niðurskurður í æskulýðsmálum

For­eldra­fé­lagið fagnar því að fréttir af gær­kvöldinu hafi knúið Gróttu til að­gerða og á­byrgðar en segir að for­eldra­fé­lagið krefjist þess að nú verði teknir upp breyttir og betri starfs­hættir.

For­eldra­fé­lagið hefur lengi barist fyrir því að æsku­lýðs­mál í sveitar­fé­laginu verði tekin í gegn, allt frá því að staða æsku­lýðs­full­trúa var lögð niður árið 2020 í niður­skurði í æsku­lýðs­málum.

Það telur atvik gærkvöldsins undirstrika þörf fyrir miklar úrbætur í æskulýðsmálunum, að minnsta kosti að sveitarfélagið endurveki stöðu æskulýðsfulltrúa. 


Tengdar fréttir

Uppfært: Hvorki vopn né grímur á bjórkvöldi ungmenna á Nesinu

Fjölmennt lið lögreglu leysti upp bjórkvöld menntaskólanema í samkomusal í Íþróttamiðstöðinni á Seltjarnarnesi laust eftir miðnætti. Mikil ölvun var á staðnum og fjölmargir menntaskólanemar á aldrinum 16 til 17 ára meðal gesta. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.