Kötturinn Diego þarf að dvelja nokkra daga á spítala eftir umferðarslys Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. nóvember 2022 20:16 Kötturinn sem þjóðin elskar, Diego, varð fyrir bíl í gærmorgun og er nokkuð slasaður. Hulda Sigrún Einn frægasti köttur landsins, sem er fastagestur í Skeifunni og státar af þúsundum aðdáenda á Facebook, stórslasaðist í umferðarslysi í Skeifunni í gær. Vinir hans úr verslunum Skeifunnar biðja fyrir góðum bata og hundruð þúsunda hafa safnast í sjóð til að hjálpa eigendum hans við dýralæknakostnað. Það er óhætt að segja að kötturinn Diego sé sá frægasti og jafnvel ástsælasti á landinu. Hann fór að vekja athygli á hverfissíðum á Facebook fyrir nokkrum árum fyrir að vera ólarlaus á vappi sínu um Skeifuna og höfðu margir áhyggjur af því að þarna væri týndur köttur á ferli. Svo er ekki, Diego á fjölskyldu í 108 Reykjavík. Aðdáendahópur Diegos hefur stækkað ört og eru nú tæplega tíu þúsund eru í Facebook-aðdáendahópnum Spottaði Diego. Diego hefur vanið komu sína í Skeifuna undanfarin ár og meðal annars heimsótt Hagkaup og A4. Nú hefur hins vegar orðið hlé þar á. Diego lenti í umferðaróhappi í gær. Og kveðjur frá aðdáendum hafa hrannast inn. Eigandi Diegós segir í samtali við fréttastofu að hann sé illa haldinn. Með rifna vöðva, slitin liðbönd, ljót sár á fæti og hann hafi dottið úr lið. Diegó undirgekkst aðgerð í gær sem gekk vel en þarf að dvelja nokkra daga á dýraspítala og gangast undir aðra aðgerð. Dýralæknakostnaður hefur því hrannast upp en vinir Diegós hafa ekki látið sitt hjá liggja og stofnað styrktarreikning. A4 og Dominos, verslanirnar tvær sem Diego heimsækir hvað mest hafa lagt hundrað þúsund krónur hvor til lækniskostnaðarins. Þegar þetta er skrifað hafa safnast um fjögur hundruð þúsund krónur fyrir Diego. Hefur fólk verið að spyrja útí Diego í dag? „Já, fólk hefur erið að koma og spyrja um hann. Hvort við höfum einhverjar fleiri fréttir að færa og það hafa mjög margir komið og spurt um hann,“ segir Kristín Rut Sigurbjörnsdóttir, vaktstjóri í A4 í Skeifunni. Samfélagið í Skeifunni muni sakna Diego næstu daga. „Hann er stór hluti af þessu lífi í Skeifunni og bara mjög sorglegt ða vita af því að við munum ekki hitta hann á næstu dögum. Hann er mjög duglegur að koma að heimsækja okkur og vera hérna hjá okkur. Við bara biðjum fallega til hans og vonum að allt gangi sem best.“ Að neðan má sjá umfjöllun um Diego þegar fréttastofa leit til hans í A4 í fyrra. Dýr Reykjavík Kettir Gæludýr Samgönguslys Kötturinn Diegó Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Sjá meira
Það er óhætt að segja að kötturinn Diego sé sá frægasti og jafnvel ástsælasti á landinu. Hann fór að vekja athygli á hverfissíðum á Facebook fyrir nokkrum árum fyrir að vera ólarlaus á vappi sínu um Skeifuna og höfðu margir áhyggjur af því að þarna væri týndur köttur á ferli. Svo er ekki, Diego á fjölskyldu í 108 Reykjavík. Aðdáendahópur Diegos hefur stækkað ört og eru nú tæplega tíu þúsund eru í Facebook-aðdáendahópnum Spottaði Diego. Diego hefur vanið komu sína í Skeifuna undanfarin ár og meðal annars heimsótt Hagkaup og A4. Nú hefur hins vegar orðið hlé þar á. Diego lenti í umferðaróhappi í gær. Og kveðjur frá aðdáendum hafa hrannast inn. Eigandi Diegós segir í samtali við fréttastofu að hann sé illa haldinn. Með rifna vöðva, slitin liðbönd, ljót sár á fæti og hann hafi dottið úr lið. Diegó undirgekkst aðgerð í gær sem gekk vel en þarf að dvelja nokkra daga á dýraspítala og gangast undir aðra aðgerð. Dýralæknakostnaður hefur því hrannast upp en vinir Diegós hafa ekki látið sitt hjá liggja og stofnað styrktarreikning. A4 og Dominos, verslanirnar tvær sem Diego heimsækir hvað mest hafa lagt hundrað þúsund krónur hvor til lækniskostnaðarins. Þegar þetta er skrifað hafa safnast um fjögur hundruð þúsund krónur fyrir Diego. Hefur fólk verið að spyrja útí Diego í dag? „Já, fólk hefur erið að koma og spyrja um hann. Hvort við höfum einhverjar fleiri fréttir að færa og það hafa mjög margir komið og spurt um hann,“ segir Kristín Rut Sigurbjörnsdóttir, vaktstjóri í A4 í Skeifunni. Samfélagið í Skeifunni muni sakna Diego næstu daga. „Hann er stór hluti af þessu lífi í Skeifunni og bara mjög sorglegt ða vita af því að við munum ekki hitta hann á næstu dögum. Hann er mjög duglegur að koma að heimsækja okkur og vera hérna hjá okkur. Við bara biðjum fallega til hans og vonum að allt gangi sem best.“ Að neðan má sjá umfjöllun um Diego þegar fréttastofa leit til hans í A4 í fyrra.
Dýr Reykjavík Kettir Gæludýr Samgönguslys Kötturinn Diegó Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Sjá meira