Aukinn viðbúnaður í miðbænum næstu daga Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. nóvember 2022 16:28 Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, telur ekki ásæðu til þess að fólk forðist miðbæinn í kvöld. Stöð 2/Steingrímur Dúi Lítið var um að vera í miðborg Reykjavíkur í gærkvöld og í nótt þrátt fyrir áhyggjur lögreglu um átök milli hópa. Lögregla var með aukinn viðbúnað í miðbænum vegna deilna sem hófust með stunguárás í Bankastræti Club fyrir rúmri viku síðan. Lítið var um átök í miðbænum í gærkvöldi, þvert á það sem varað hafði verið við eftir að skilaboð þess efnis gengu manna á milli fyrr í vikunni. Fam kemur í dagbók lögreglu að nokkur ölvun hafi verið í miðbænum í nótt og tilkynnt hafi verið um líkamsárás í miðbænum en meintur árásarmaður handtekinn. „Þetta er bara búið að vera afskaplega afslappað og gott eins og við vorum að vonast eftir,“ sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson aðstoðarlögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Sunnu Sæmundsdóttur, fréttamann okkar, sem var á ferðinni í miðbænum í gærkvöldi. Viðbúnaður var aukinn talsvert í bænum í gær. „Ætli við séum ekki með tvöfalda vaktina miðað við það sem við erum með venjulega,“ sagði Ásgeir. Hvað þýðir það? „Það þýðir að við erum tilbúin til að takast á við erfið verkefni.“ Eins viðbúnaður verði hjá lögreglunni í kvöld en hvað segir hann um viðbúnað lögreglunnar í miðbænum næstu helgar? „Við náttúrulega metum stöðuna bara eftir helgi, hvernig þetta lítur út og erum búin að skipuleggja þennan viðbúnað fram undir næstu helgi. Auðvitað ekki eins mikið og er í kvöld og um helgina en við gerum þetta eins lengi og við þurfum,“ sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson aðstoðarlögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu í gærkvöldi. Reykjavík Næturlíf Lögreglumál Tengdar fréttir Umræðan hafði mikil áhrif á næturlífið: „Þetta var ákveðinn draugabær“ Lítið sem ekkert var að gera á öldurhúsum miðbæjar Reykjavíkur í gærkvöldi og í nótt. Veitingamenn segja umræðu undanfarinna daga ótvírætt hafa fælt fólk frá næturlífinu. 26. nóvember 2022 12:10 Ölvun en lítið um átök í miðbænum Lögregluþjónar á höfuðborgarsvæðinu þurftu að hafa afskipti af þó nokkrum ölvuðum einstaklingum í miðbænum og víðar. Einnig var tilkynnt um líkamsárás í miðbænum þar sem meintur árásarmaður var handtekinn. 26. nóvember 2022 07:27 Dyraverðir fóru misrólegir inn í kvöldið Dyraverðir skemmtistaða í miðbæ Reykjavíkur hafa ekki farið varhluta af auknum viðbúnaði lögreglu í kvöld. Sumir þeirra eru pollrólegir yfir ástandinu á meðan það aðrir eru uggandi. 26. nóvember 2022 00:11 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Sjá meira
Lítið var um átök í miðbænum í gærkvöldi, þvert á það sem varað hafði verið við eftir að skilaboð þess efnis gengu manna á milli fyrr í vikunni. Fam kemur í dagbók lögreglu að nokkur ölvun hafi verið í miðbænum í nótt og tilkynnt hafi verið um líkamsárás í miðbænum en meintur árásarmaður handtekinn. „Þetta er bara búið að vera afskaplega afslappað og gott eins og við vorum að vonast eftir,“ sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson aðstoðarlögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Sunnu Sæmundsdóttur, fréttamann okkar, sem var á ferðinni í miðbænum í gærkvöldi. Viðbúnaður var aukinn talsvert í bænum í gær. „Ætli við séum ekki með tvöfalda vaktina miðað við það sem við erum með venjulega,“ sagði Ásgeir. Hvað þýðir það? „Það þýðir að við erum tilbúin til að takast á við erfið verkefni.“ Eins viðbúnaður verði hjá lögreglunni í kvöld en hvað segir hann um viðbúnað lögreglunnar í miðbænum næstu helgar? „Við náttúrulega metum stöðuna bara eftir helgi, hvernig þetta lítur út og erum búin að skipuleggja þennan viðbúnað fram undir næstu helgi. Auðvitað ekki eins mikið og er í kvöld og um helgina en við gerum þetta eins lengi og við þurfum,“ sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson aðstoðarlögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu í gærkvöldi.
Reykjavík Næturlíf Lögreglumál Tengdar fréttir Umræðan hafði mikil áhrif á næturlífið: „Þetta var ákveðinn draugabær“ Lítið sem ekkert var að gera á öldurhúsum miðbæjar Reykjavíkur í gærkvöldi og í nótt. Veitingamenn segja umræðu undanfarinna daga ótvírætt hafa fælt fólk frá næturlífinu. 26. nóvember 2022 12:10 Ölvun en lítið um átök í miðbænum Lögregluþjónar á höfuðborgarsvæðinu þurftu að hafa afskipti af þó nokkrum ölvuðum einstaklingum í miðbænum og víðar. Einnig var tilkynnt um líkamsárás í miðbænum þar sem meintur árásarmaður var handtekinn. 26. nóvember 2022 07:27 Dyraverðir fóru misrólegir inn í kvöldið Dyraverðir skemmtistaða í miðbæ Reykjavíkur hafa ekki farið varhluta af auknum viðbúnaði lögreglu í kvöld. Sumir þeirra eru pollrólegir yfir ástandinu á meðan það aðrir eru uggandi. 26. nóvember 2022 00:11 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Sjá meira
Umræðan hafði mikil áhrif á næturlífið: „Þetta var ákveðinn draugabær“ Lítið sem ekkert var að gera á öldurhúsum miðbæjar Reykjavíkur í gærkvöldi og í nótt. Veitingamenn segja umræðu undanfarinna daga ótvírætt hafa fælt fólk frá næturlífinu. 26. nóvember 2022 12:10
Ölvun en lítið um átök í miðbænum Lögregluþjónar á höfuðborgarsvæðinu þurftu að hafa afskipti af þó nokkrum ölvuðum einstaklingum í miðbænum og víðar. Einnig var tilkynnt um líkamsárás í miðbænum þar sem meintur árásarmaður var handtekinn. 26. nóvember 2022 07:27
Dyraverðir fóru misrólegir inn í kvöldið Dyraverðir skemmtistaða í miðbæ Reykjavíkur hafa ekki farið varhluta af auknum viðbúnaði lögreglu í kvöld. Sumir þeirra eru pollrólegir yfir ástandinu á meðan það aðrir eru uggandi. 26. nóvember 2022 00:11
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels