Grótta nörruð til að leigja ungmennum veislusal Árni Sæberg skrifar 26. nóvember 2022 14:26 Lögreglan stöðvaði bjórkvöld menntaskólanema sem haldið var í veislusal í íþróttamiðstöð Seltjarnarness. Vísir/Arnar Íþróttafélagið Grótta segist leggja sig fram við að leigja veislusal félagsins ekki ungmennum sem ekki hafa náð áfengiskaupaaldri. Fjölmennt lið lögreglu leysti upp bjórkvöld menntaskólanema í salnum í gær. Félagið segir 23 ára einstakling hafa leigt salinn og lofað að allir gestir yrðu tvítugir eða eldri. Greint hefur verið frá því að mikil ölvun hafi verið á staðnum og fjölmargir menntaskólanemar á aldrinum sextán til sautján ára hafi verið meðal gesta. Heimildir Vísis herma að menntaskólanemi á höfuðborgarsvæðinu hafi staðið fyrir bjórkvöldinu en þangað hafi fjölmennt menntaskólanemar úr ýmsum skólum á höfuðborgarsvæðinu. Í yfirlýsingu Gróttu á Facebook segir að félagið hafi atvikið til skoðunar. „Í þessu tilviki var um að ræða 23 ára einstakling sem leigði salinn og taldi starfsfólki félagsins trú um að viðkomandi ætlaði að halda samkvæmi fyrir sig og sína vini sem væru öll eldri en 20 ára. Miðað við fréttir dagsins hefur það reynst rangt og hefur leigjandinn gerst sekur um að brjóta skilmála samningsins,“ segir félagið. Ekki í fyrsta skipti Í yfirlýsingunni segir að félagið hafi áður lent í því að veiti rangar upplýsingar og að félagið hafi lagt sig fram við að fyrirbyggja atvik sem þetta með því að hækka aldur þeirra sem mega leigja út salinn og reynt að fullvissa sig um að ekki sé verið að fara á svig við reglur félagsins. „Nú leitast félagið við að styrkja og breyta verklagi til þess að fyrirbyggja að svona atvik komi upp. Nú þegar hefur verið ákveðið að starfsmaður félagsins gangi úr skugga um að ekki séu ungmenni að koma til samkvæmisins þegar það hefst og stöðva þá veisluna áður en hún fer af stað,“ segir félagið. Harma atvikið Þá segir að starfsfólk og sjálfboðaliðar Gróttu harmi atvikið og að hafa brugðist trausti Seltirninga. „Það er það síðasta sem við viljum og munum gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að fyrirbyggja að atvik sem þetta endurtaki sig,“ segir að lokum. Grótta Seltjarnarnes Lögreglumál Tengdar fréttir Uppfært: Hvorki vopn né grímur á bjórkvöldi ungmenna á Nesinu Fjölmennt lið lögreglu leysti upp bjórkvöld menntaskólanema í samkomusal í Íþróttamiðstöðinni á Seltjarnarnesi laust eftir miðnætti. Mikil ölvun var á staðnum og fjölmargir menntaskólanemar á aldrinum 16 til 17 ára meðal gesta. 26. nóvember 2022 02:05 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Greint hefur verið frá því að mikil ölvun hafi verið á staðnum og fjölmargir menntaskólanemar á aldrinum sextán til sautján ára hafi verið meðal gesta. Heimildir Vísis herma að menntaskólanemi á höfuðborgarsvæðinu hafi staðið fyrir bjórkvöldinu en þangað hafi fjölmennt menntaskólanemar úr ýmsum skólum á höfuðborgarsvæðinu. Í yfirlýsingu Gróttu á Facebook segir að félagið hafi atvikið til skoðunar. „Í þessu tilviki var um að ræða 23 ára einstakling sem leigði salinn og taldi starfsfólki félagsins trú um að viðkomandi ætlaði að halda samkvæmi fyrir sig og sína vini sem væru öll eldri en 20 ára. Miðað við fréttir dagsins hefur það reynst rangt og hefur leigjandinn gerst sekur um að brjóta skilmála samningsins,“ segir félagið. Ekki í fyrsta skipti Í yfirlýsingunni segir að félagið hafi áður lent í því að veiti rangar upplýsingar og að félagið hafi lagt sig fram við að fyrirbyggja atvik sem þetta með því að hækka aldur þeirra sem mega leigja út salinn og reynt að fullvissa sig um að ekki sé verið að fara á svig við reglur félagsins. „Nú leitast félagið við að styrkja og breyta verklagi til þess að fyrirbyggja að svona atvik komi upp. Nú þegar hefur verið ákveðið að starfsmaður félagsins gangi úr skugga um að ekki séu ungmenni að koma til samkvæmisins þegar það hefst og stöðva þá veisluna áður en hún fer af stað,“ segir félagið. Harma atvikið Þá segir að starfsfólk og sjálfboðaliðar Gróttu harmi atvikið og að hafa brugðist trausti Seltirninga. „Það er það síðasta sem við viljum og munum gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að fyrirbyggja að atvik sem þetta endurtaki sig,“ segir að lokum.
Grótta Seltjarnarnes Lögreglumál Tengdar fréttir Uppfært: Hvorki vopn né grímur á bjórkvöldi ungmenna á Nesinu Fjölmennt lið lögreglu leysti upp bjórkvöld menntaskólanema í samkomusal í Íþróttamiðstöðinni á Seltjarnarnesi laust eftir miðnætti. Mikil ölvun var á staðnum og fjölmargir menntaskólanemar á aldrinum 16 til 17 ára meðal gesta. 26. nóvember 2022 02:05 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Uppfært: Hvorki vopn né grímur á bjórkvöldi ungmenna á Nesinu Fjölmennt lið lögreglu leysti upp bjórkvöld menntaskólanema í samkomusal í Íþróttamiðstöðinni á Seltjarnarnesi laust eftir miðnætti. Mikil ölvun var á staðnum og fjölmargir menntaskólanemar á aldrinum 16 til 17 ára meðal gesta. 26. nóvember 2022 02:05