Lífið

Aron Mola átti ekki séns í Sig­rúnu Ósk

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Aron Mola og Sigrún Ósk eru kynnar Idol sem hefst í kvöld. Þau spreyttu sig á nokkrum Idol spurningum í Brennslunni í morgun.
Aron Mola og Sigrún Ósk eru kynnar Idol sem hefst í kvöld. Þau spreyttu sig á nokkrum Idol spurningum í Brennslunni í morgun.

Idol hefst í kvöld og af því tilefni mættu kynnarnir Aron Mola og Sigrún Ósk í sérstaka Idol spurningakeppni í Brennslunni í morgun. Að lokum voru úrslitin 7-2 og því nokkuð ljóst að annar kynnirinn gæti þurft að kynna sér málið örlítið betur.

Aron og Sigrún taka við hlutverki tvíeykisins Simma og Jóa í nýju þáttaröðinni. Þau fengu tíu Idol tengdar spurningar og kom þá í ljós hve vel að sér þau voru í sögu keppninnar bæði hér á landi og erlendis.

Hér fyrir neðan má finna þær tíu spurningar sem kynnarnir voru látnir spreyta sig á. Þær er tilvalið að nýta í Idolpartý kvöldsins.

1. Hvaða ár var Idol fyrst haldið hér á landi?

2. Hverjir voru í dómnefnd í 1.þáttaröð af Idol Stjörnuleit?

3. Raðaðu dómnefndinni í nýju þáttaröðinni í aldursröð og tilgreindu hvaða ár dómararnir eru fæddir?

4. Hver sigraði 1.þáttaröð af American Idol?

5. Hvaða ameríska Idolstjarna er með næstflestar spilanir á Spotify?

6. Hver sigraði 2. þáttaröð af Idol Stjörnuleit?

7. Hvaða dómari sagði eftirfarandi við hvaða keppanda:„Þú ert í vitlausri keppni. Þú átt að fara í leiklistarskólann eða halda áfram á þessari braut. Áfram með þig, en sorrí nei“?

8. Hvar fóru beinu útsendingarnar fram í Idol Stjörnuleit?

9. Chris Allen vann 8. þáttaröð af American Idol, en hver var í öðru sæti?

10. Ruben Studdard vann 2. þáttaröð af American Idol, en hver var í öðru sæti?

Það var Idolkynnirinn Sigrún Ósk sem bar sigur úr býtum í þessari æsispennandi keppni. Aron Mola var aðeins með tvö rétt svör. Í klippunni hér að neðan má heyra kynnana spreyta sig, sem og rétt svör við spurningunum.


Tengdar fréttir

1 dagur í Idol: Eftir­minni­legir kepp­endur úr fyrstu þátta­röð

Idol Stjörnuleit var haldin í fyrsta sinn hér á landi árið 2003. Þá hafði þátturinn farið sigurför um heiminn og áhuginn hér á landi því gríðarlegur. Um 1400 mans skráðu sig í áheyrnarprufur og freistuðu þess að verða fyrsta Idolstjarna Íslands.

Rifja upp rosaleg Idol ár

Rúm tuttugu ár eru frá því fyrsta þáttaröðin af íslenska Idolinu fór fram en sú fimmta er nú á leiðinni í loftið á Stöð 2 á föstudagskvöldið.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.