Rifja upp rosaleg Idol ár Stefán Árni Pálsson skrifar 23. nóvember 2022 10:30 Simmi og Jói voru kynnar í fjórum þáttaröðum af Idol-stjörnuleit. Rúm tuttugu ár eru frá því fyrsta þáttaröðin af íslenska Idolinu fór fram en sú fimmta er nú á leiðinni í loftið á Stöð 2 á föstudagskvöldið. Í Íslandi í dag í gærkvöldi var hitað upp fyrir fimmtu þáttaröðina en dómararnir eru ekki af verri gerðinni en það eru þau Birgitta Haukdal, Daníel Ágúst, Bríet og Herra Hnetusmjör. Þá verða kynnarnir þau Sigrún Ósk og Aron Már Ólafsson. „Mín elsta er fædd árið 2006 og var hún þriggja ára þegar síðasta serían var í loftinu og hún man voðalega lítið eftir þessu,“ segir Jóhannes Ásbjörnsson sem var kynnir ásamt Sigmari Vilhjálmssyni í fjórum fyrstu þáttaröðunum. „Maður þarf að segja börnunum það eftir á að pabbi hafi einu sinni verið rosa frægur,“ bætir Jói við. „Við vorum báðir búnir að vera sprikla í 70 mínútum en vorum báðir komnir á þennan barneignaaldur. Okkur fannst kominn tími til að þroskast upp úr því að sleikja tær,“ segir Sigmar Vilhjálmsson. Fyrsti sigurvegari Idolsins á Íslandi var Kalli Bjarni, þá Hildur Vala, Snorri Snorrason var þriðju sigurvegarinn og svo kom Hrafna. „Við tókum þrjár seríur alveg í einu, svo kom smá pása fyrir fjórðu seríuna,“ segir Jói. „Við kláruðum bara alla þá sem kunnu að syngja á þessum aldrei,“ bætir Simmi við. Vildu vera með alvöru hlutverk En hvað er eftirminnilegast? „Það var í raun hvað þessi þættir höfðu mikil áhrif á allt. Kauphegðun og rútínu fólks hér á landi. Alltaf megavika á Dominos á föstudögum og nammidagarnir voru færðir yfir á föstudagana,“ segir Simmi. Fyrirmyndir þeirra á sínum tíma voru bresku kynnarnir Ant og Dec sem slógu rækilega í gegn í sömu stöðu og Simmi og Jói á svipuðum tíma, og þeir eru enn að saman. „Þeir höfðu svona ákveðið hlutverk í þáttunum. Stundum er það dómnefndin sem er aðalmálið í svona þáttum en á sínum tíma var ákveðið að veðja einnig á okkur kynnana og að við værum með ákveðið hlutverk, meira en að segja hver væri næstur á svið,“ segir Jói. Sigmar segir að seinna hafi hollenskt fyrirtæki sem á réttinn af öllum Idol-þáttum notað myndbönd af þeim Simma og Jói sem kynningu fyrir þættina á minni markaðssvæðum. Hér að neðan má hlusta á þá félaga rifja upp Idol-tíminn. Idol Mest lesið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Graham Greene er látinn Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Sjá meira
Í Íslandi í dag í gærkvöldi var hitað upp fyrir fimmtu þáttaröðina en dómararnir eru ekki af verri gerðinni en það eru þau Birgitta Haukdal, Daníel Ágúst, Bríet og Herra Hnetusmjör. Þá verða kynnarnir þau Sigrún Ósk og Aron Már Ólafsson. „Mín elsta er fædd árið 2006 og var hún þriggja ára þegar síðasta serían var í loftinu og hún man voðalega lítið eftir þessu,“ segir Jóhannes Ásbjörnsson sem var kynnir ásamt Sigmari Vilhjálmssyni í fjórum fyrstu þáttaröðunum. „Maður þarf að segja börnunum það eftir á að pabbi hafi einu sinni verið rosa frægur,“ bætir Jói við. „Við vorum báðir búnir að vera sprikla í 70 mínútum en vorum báðir komnir á þennan barneignaaldur. Okkur fannst kominn tími til að þroskast upp úr því að sleikja tær,“ segir Sigmar Vilhjálmsson. Fyrsti sigurvegari Idolsins á Íslandi var Kalli Bjarni, þá Hildur Vala, Snorri Snorrason var þriðju sigurvegarinn og svo kom Hrafna. „Við tókum þrjár seríur alveg í einu, svo kom smá pása fyrir fjórðu seríuna,“ segir Jói. „Við kláruðum bara alla þá sem kunnu að syngja á þessum aldrei,“ bætir Simmi við. Vildu vera með alvöru hlutverk En hvað er eftirminnilegast? „Það var í raun hvað þessi þættir höfðu mikil áhrif á allt. Kauphegðun og rútínu fólks hér á landi. Alltaf megavika á Dominos á föstudögum og nammidagarnir voru færðir yfir á föstudagana,“ segir Simmi. Fyrirmyndir þeirra á sínum tíma voru bresku kynnarnir Ant og Dec sem slógu rækilega í gegn í sömu stöðu og Simmi og Jói á svipuðum tíma, og þeir eru enn að saman. „Þeir höfðu svona ákveðið hlutverk í þáttunum. Stundum er það dómnefndin sem er aðalmálið í svona þáttum en á sínum tíma var ákveðið að veðja einnig á okkur kynnana og að við værum með ákveðið hlutverk, meira en að segja hver væri næstur á svið,“ segir Jói. Sigmar segir að seinna hafi hollenskt fyrirtæki sem á réttinn af öllum Idol-þáttum notað myndbönd af þeim Simma og Jói sem kynningu fyrir þættina á minni markaðssvæðum. Hér að neðan má hlusta á þá félaga rifja upp Idol-tíminn.
Idol Mest lesið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Graham Greene er látinn Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Sjá meira