Ferðum í Hrísey verður ekki fækkað Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 25. nóvember 2022 14:28 Úr Hrísey. Vísir/Vilhelm Ferðum Hríseyjarferjunnar Sævars verður ekki fækkað í nýju útboði Vegagerðarinnar. Engin slík breyting er fyrirhuguð en Vegagerðin vill auka svigrúm til að ekki þurfi að sigla að óþörfu með tóma ferju. Vegagerðin óskaði í lok síðasta mánaðar eftir tilboðum í rekstur ferjunnar, það er að annast fólks- og vöruflutninga til og frá Hrísey. Í útboðsgögnum Vegagerðarinnar fyrir rekstur ferjunnar á næstu þremur árum segir Vegagerðin áskilji sér „rétt til að fjölga/fækka ferðum um +/- 20% á samningstíma“. Í frétt á vef Vegagerðarinnar segir að í „tilboðsgögnum komi fram að óskað sé eftir tilboðum í 2.840 ferðir sem er lægri tala en þær 3.100 ferðir sem gilda á yfirstandandi tímabili. En hins vegar hljóðar útboðið upp á 2.840 ferðir með möguleika á 20 prósent fleiri ferðum sem verður nýtt á næstu árum þannig að ferðatíðnin verður óbreytt 3.100. Möguleiki verður þá líka á því að fjölga ferðum upp í ríflega 3.400 en engar breytingar verða gerðar á ferðaáætlun nema í samráði við heimafólk.“ Ferjan þjóðvegur á sjó Hríseyingar sendu opið bréf til þingmanna í Norðausturkjördæmi á dögunum. Þar kemur fram að ferjan sé þjóðvegur á sjó og í raun eina virka aðkomuleiðin til eyjarinnar. Mikil áhersla sé því lögð á mjög hátt þjónustustig ferjunnar. Hríseyjarferjan Sævar siglir frá Árskógssandi.hrisey.is „Almenn sátt ríkir um núverandi ferjuáætlun og getur breyting á áætlun eða fækkun ferða haft veruleg áhrif á skilyrði til búsetu í Hrísey. Niðurfelling á ákveðnum ferðum getur haft þau áhrif að ómögulegt yrði fyrir íbúa að sækja atvinnu í landi ásamt takmörkun á möguleikum íbúa að stunda félagsstarf, íþróttastarf, sækja menningar- viðburði svo eitthvað sé nefnt. Teljum við fráleitt að það sé á valdi rekstraraðila að ákveða ferjuáætlun, hún ætti að vera föst í útboðsgögnum og breytingar á henni gerðar í samráði við íbúa og notendur þjónustunnar,“ segir í bréfinu. Vilja ekki sigla tómri ferju Halldór Jörgensson, forstöðumaður almenningssamgangna hjá Vegagerðinni, segir að ekki standi til að breyta siglingum ferjunnar Sævars, sem siglir milli Hríseyjar og Árskógssands. „Ekki eru fyrirhugaðar breytingar á ferðum ferjunnar út í Hrísey. Hins vegar viljum við ekki sigla tómri ferju á milli lands og Hríseyjar. Því viljum við hjá Vegagerðinni hafa svigrúm til að breyta áætlun í samráði við íbúa ef útlit er fyrir mjög slæma nýtingu á ferðum ferjunnar. Það er best að sigla ekki ef það eru ekki farþegar um borð. Það er stóra málið,“ segir Halldór í frétt á vef Vegagerðarinnar. Hrísey Samgöngur Vegagerð Akureyri Tengdar fréttir Hríseyingar óttast fækkun ferða Sævars og skjóta á „starfsmenn Vegagerðarinnar í Garðabæ“ Íbúar í Hrísey hafa miklar áhyggjur af því að ferðum Hríseyjarferjunnar Sævars muni fækka um fimmtung á næstu árum. Telja þeir að slíkt myndi hafa verulega neikvæð áhrif á búsetuskilyrðin í brothættri byggð. 7. nóvember 2022 14:08 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Sjá meira
Vegagerðin óskaði í lok síðasta mánaðar eftir tilboðum í rekstur ferjunnar, það er að annast fólks- og vöruflutninga til og frá Hrísey. Í útboðsgögnum Vegagerðarinnar fyrir rekstur ferjunnar á næstu þremur árum segir Vegagerðin áskilji sér „rétt til að fjölga/fækka ferðum um +/- 20% á samningstíma“. Í frétt á vef Vegagerðarinnar segir að í „tilboðsgögnum komi fram að óskað sé eftir tilboðum í 2.840 ferðir sem er lægri tala en þær 3.100 ferðir sem gilda á yfirstandandi tímabili. En hins vegar hljóðar útboðið upp á 2.840 ferðir með möguleika á 20 prósent fleiri ferðum sem verður nýtt á næstu árum þannig að ferðatíðnin verður óbreytt 3.100. Möguleiki verður þá líka á því að fjölga ferðum upp í ríflega 3.400 en engar breytingar verða gerðar á ferðaáætlun nema í samráði við heimafólk.“ Ferjan þjóðvegur á sjó Hríseyingar sendu opið bréf til þingmanna í Norðausturkjördæmi á dögunum. Þar kemur fram að ferjan sé þjóðvegur á sjó og í raun eina virka aðkomuleiðin til eyjarinnar. Mikil áhersla sé því lögð á mjög hátt þjónustustig ferjunnar. Hríseyjarferjan Sævar siglir frá Árskógssandi.hrisey.is „Almenn sátt ríkir um núverandi ferjuáætlun og getur breyting á áætlun eða fækkun ferða haft veruleg áhrif á skilyrði til búsetu í Hrísey. Niðurfelling á ákveðnum ferðum getur haft þau áhrif að ómögulegt yrði fyrir íbúa að sækja atvinnu í landi ásamt takmörkun á möguleikum íbúa að stunda félagsstarf, íþróttastarf, sækja menningar- viðburði svo eitthvað sé nefnt. Teljum við fráleitt að það sé á valdi rekstraraðila að ákveða ferjuáætlun, hún ætti að vera föst í útboðsgögnum og breytingar á henni gerðar í samráði við íbúa og notendur þjónustunnar,“ segir í bréfinu. Vilja ekki sigla tómri ferju Halldór Jörgensson, forstöðumaður almenningssamgangna hjá Vegagerðinni, segir að ekki standi til að breyta siglingum ferjunnar Sævars, sem siglir milli Hríseyjar og Árskógssands. „Ekki eru fyrirhugaðar breytingar á ferðum ferjunnar út í Hrísey. Hins vegar viljum við ekki sigla tómri ferju á milli lands og Hríseyjar. Því viljum við hjá Vegagerðinni hafa svigrúm til að breyta áætlun í samráði við íbúa ef útlit er fyrir mjög slæma nýtingu á ferðum ferjunnar. Það er best að sigla ekki ef það eru ekki farþegar um borð. Það er stóra málið,“ segir Halldór í frétt á vef Vegagerðarinnar.
Hrísey Samgöngur Vegagerð Akureyri Tengdar fréttir Hríseyingar óttast fækkun ferða Sævars og skjóta á „starfsmenn Vegagerðarinnar í Garðabæ“ Íbúar í Hrísey hafa miklar áhyggjur af því að ferðum Hríseyjarferjunnar Sævars muni fækka um fimmtung á næstu árum. Telja þeir að slíkt myndi hafa verulega neikvæð áhrif á búsetuskilyrðin í brothættri byggð. 7. nóvember 2022 14:08 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Sjá meira
Hríseyingar óttast fækkun ferða Sævars og skjóta á „starfsmenn Vegagerðarinnar í Garðabæ“ Íbúar í Hrísey hafa miklar áhyggjur af því að ferðum Hríseyjarferjunnar Sævars muni fækka um fimmtung á næstu árum. Telja þeir að slíkt myndi hafa verulega neikvæð áhrif á búsetuskilyrðin í brothættri byggð. 7. nóvember 2022 14:08